Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
ÓLAFUR Þ. Stephensen, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins og 24
stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri
Fréttablaðsins. Hann tekur við starf-
inu af Jóni Kaldal sem lét af störfum
í fyrradag. Jón hefur verið ritstjóri
Fréttablaðsins frá árinu 2007.
Auk þess að sinna ritstjórn Frétta-
blaðsins mun Ólafur vinna að því að
auka samstarf fréttaritstjórna 365
miðla, samkvæmt fréttatilkynningu.
„Ég lít á starfið hjá Fréttablaðinu
sem frábært tækifæri til að vinna
áfram við blaðamennsku. Frétta-
blaðið á mikil sóknarfæri á blaða-
markaðnum að mínu mati og ég
hlakka til að taka þátt í að nýta þau
tækifæri,“ segir Ólafur Þ. Steph-
ensen, í fréttatilkynningu frá 365
miðlum.
Var rekinn
„Ég var rekinn,“ sagði Jón Kaldal,
fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins
þegar hann var spurður út í starfs-
lok sín hjá Fréttablaðinu. Hann
sagði að uppsögnin hefði ekki átt sér
neinn aðdraganda.
„Ég kveð Fréttablaðið með sökn-
uði, það er frábær vinnustaður. Ég
tel mig skila góðu búi. Við höfum
aldrei verið með meiri lestur á okk-
ar kjarnasvæði en í síðustu könnun
og frábæran lestur á landsvísu,“
sagði Jón og benti á að eintökum
hafi fækkað og dreifingu breytt.
Ritstjóraskipti
á Fréttablaðinu
Ólafur Stephensen Jón Kaldal
KARL á þrítugsaldri hefur verið
úrskurðaður í síbrotagæslu til 23.
mars að kröfu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem
hefur ítrekað komið við sögu hjá
lögreglu, var handtekinn um
helgina en þá hafði hann bæði brot-
ist inn og framið rán í verslun í
austurborginni þar sem hann ógn-
aði afgreiðslustúlku.
Síbrotamaður í
gæsluvarðhald
„ÞETTA er ekki í neinni biðstöðu og
það er ekkert sem heitir að kreppan
hafi stoppað eitt eða neitt, ég kann-
ast ekki við það frá því ég kom í ráðu-
neytið,“ segir Álfheiður Ingadóttir
heilbrigðismálaráðherra.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
fyrr í vikunni að enn hafa ekki verið
innleiddar þær nýju bólusetningar
sem mælt var með að komið yrði á í
skýrslu sem rannsóknarhópur um
bólusetningar vann fyrir heilbrigð-
isráðuneytið árið 2008.
Meðal þess sem áætlað hefur verið
að innleiða er bólusetning við
pneumokokkum hjá ungbörnum,
sem valda m.a. lungnabólgu og
eyrnabólgu og við HPV veiru sem
veldur leghálskrabbameini.
Landlæknir tjáði Morgunblaðinu
þá von sína að ekki drægist mikið
lengur að bólusetningarnar yrðu
innleiddar, sérstaklega gegn
pneumokokkkum. Að sögn Álfheiðar
hafa bólusetningarnar alls ekki verið
settar á ís heldur er verið að skoða
málið frá öllum hliðum. „Við höfum
ekki peninga í þetta frekar en annað
en ég legg áherslu á að búa í haginn
til framtíðar þannig að þegar við
komumst út úr þessum efnahags-
þrengingum þá séum við búin að
vinna heimavinnuna okkar, og það er
það sem við erum að gera.“
Þegar skýrslan kom út var áætlað
að bólusetning í hverjum flokki fyrir
sig myndi kosta um 60 milljónir. Það
var miðað við verðlag á miðju 2008
og að sögn Álfheiðar má því áætla að
kostnaður sé nær 100 milljónum nú,
en hann hefur ekki verið endurreikn-
aður eftir hrun. Þá standi til að gera
athugun á þjóðhagslegri hagkvæmni
þess að taka upp slíkar bólusetning-
ar. „En ég held að flestum sé það
ljóst, sérstaklega hvað varðar eyrna-
bólgur hjá börnum, að það er gríð-
arlega hagkvæmt ef hægt er að létta
þeirri áþján af börnum og af heim-
ilum því fólk er frá vinnu endalaust
vegna þessa.“ una@mbl.is
Innleiðing bólusetn-
inga ekki í biðstöðu
Nú er búið í hag-
inn fyrir framtíð-
ina segir ráðherra
Morgunblaðið/Ásdís
Börn Bólusetning við pneumokokkum tíðkast víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
RÍKIÐ hefur ákveðið að fela Eim-
skip að annast rekstur Vestmanna-
eyjaferjunnar Herjólfs eftir að sigl-
ingar hefjast frá nýrri Landeyja-
höfn í sumar, og fram á haust 2011.
Ríkið taldi sig ekki hafa stöðu til að
semja við aðra eða bjóða rekst-
urinn út við þær breytingar sem
verða í sumar þar sem engin upp-
sagnarákvæði eru í núverandi
samningi sem rennur út um ára-
mót.
Eyjamenn hafa verið að ýta á
eftir því að gengið verði frá áætlun
og gjaldskrá fyrir Herjólf frá og
með 1. júlí þegar siglingar hefjast
frá Landeyjahöfn. Dráttur á frá-
gangi mála hefur hamlað þróun-
arstarfi og sölu ferða til Eyja. Þá
óskaði bæjarstjórnin eftir því að
taka rekstur skipsins að sér og
koma þannig með beinum hætti að
uppbyggingu þjónustunnar í upp-
hafi.
Engin ákvæði um uppsögn
„Sett hefur verið upp beinagrind
að samningum við Eimskip og ver-
ið að útfæra ýmis atriði í viðauka-
samningi,“ segir Kristján Möller
samgönguráðherra. Hann vekur at-
hygli á því að í núverandi samningi
við Eimskip sem rennur út um ára-
mót séu engin ákvæði um uppsögn,
þótt siglt verði frá nýrri höfn. Hins
vegar séu heimildir til að fram-
lengja samninginn. „Samnings-
staðan er ekki góð því það hefði
kostað mikla peninga að rifta nú-
verandi samningi,“ segir Kristján.
„Við teljum mikilvægt að þeir
sem eru að byrja að sigla þessa
nýju leið séu með reynslu af skip-
inu. Aðalatriðið er þó að með þess-
um samningi fáum við þá reynslu
sem við þurfum af rekstri skipsins
og getum nýtt við útboð á rekstr-
inum á næsta ári,“ segir Kristján.
Hann segir að samningurinn geri
ráð fyrir því að ríkið fái aðgang að
öllum upplýsingum um tekjur og út-
gjöld í þessum tilraunarekstri.
Vildu koma að uppbyggingunni
„Við vorum í viðræðum við Vega-
gerðina um að taka við ferjunni og
kynntum fyrir þeim ákveðið rekstr-
arlíkan sem gerði ráð fyrir því að
farnar yrðu að lágmarki fjórar ferð-
ir á dag allt árið og bætt við ferðum
á álagstímum. Þetta treystum við
okkur til að gera fyrir það fjármagn
sem ríkið leggur til. Þess vegna er-
um við ósáttir við að ferðum verður
fækkað um 100 frá því sem við lögð-
um til,“ segir Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum.
„Við hefðum gjarnan viljað koma
að stjórnun á þessari mikilvægu
samgöngubót, sérstaklega fyrsta ár-
ið, og teljum vandséð hvers vegna
samgönguyfirvöld vilja ekki hleypa
okkur að,“ segir Elliði.
„Við vissum af áhuga Eyjamanna
og fleiri aðila á þessu verkefni. Ég
vil færa sem flest verkefni heim í
hérað en tímapunkturinn nú var
ekki góður, við höfðum ekki stöðu til
þess vegna núverandi samninga.
Þeir geta boðið í þetta þegar rekst-
urinn verður boðinn út,“ segir Krist-
ján Möller.
Hann segir ljóst að sú ferðatíðni
sem boðið verður upp á muni kosta
ríkið meira en núverandi rekstur
Herjólfs en segir ekki hægt að upp-
lýsa um tölur fyrr en gengið hafi
verið frá samningum sem hann von-
ast til að verði í næstu viku.
„Herjólfur er að fara úr því að
vera lágmarksþjónusta yfir í al-
þjóðlega ferðaþjónstu. Taka verður
mið af því,“ segir Elliði og bætir við:
„Þetta verður stórkostleg sam-
göngubót og við munum leggja okk-
ar af mörkum til þess að vel takist
til.“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Undir Heimakletti Herjólfur mun sigla örar til Landeyja en Þorlákshafnar enda leiðin mun styttri.
Eimskip mun sigla Herjólfi
frá nýrri Landeyjahöfn
Lágmarksþjónusta að breytast í alþjóðlega ferðaþjónustu, segir bæjarstjórinn
Herjólfur mun fara 1.360 ferðir
á ári eftir að Landeyjahöfn
kemst í gagnið. Það samsvarar
um 3,7 ferðum að meðaltali á
dag. Tíðnin getur breyst ef
fjöldi farþega breytist frá áætl-
un.
Til samanburðar má geta
þess að við útboð á nýrri og
hagkvæmari ferju, sem raunar
var hætt við að smíða, var mið-
að við fimm ferðir á dag.
Í samningum við Eimskip er
miðað við að fargjald fyrir full-
orðinn farþega verði þúsund
krónur og fimmtán hundruð fyr-
ir bílinn. Eftir er að útfæra af-
sláttarkjör. Geta má þess að við
útboð á nýrri ferju var miðað við
að fargjaldið yrði 500 krónur á
farþega og þúsund krónur á bíl.
Þrjár til fjórar ferðir á dag