Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
þér upp í hesthús, kemba hestunum,
gefa þeim og jafnvel prófa að fara á
bak. Þú varst vandvirkur í því sem þú
tókst þér fyrir hendur en tókst líka
þinn tíma í hlutina sem dæmi má
nefna skrautskriftina hjá þér. Það var
ótrúlegt hvað þú gast skrifað smátt og
fallega en það gat tekið sinn tíma og
það þýddi ekkert að reyna að reka á
eftir þér.
Þú varst bæði algjör grúskari og
safnari og það mátti helst engu henda
því þú þurftir þinn tíma í að skoða og
meta hlutina. Þú talaðir iðulega við
mig á norsku, líklega bæði til að við-
halda henni sjálfur sem og að kenna
mér grunninn. Þú kallaðir mig sjaldan
mínu rétta nafni heldur snerir því allt-
af við og kallaðir mig „Máríerlu“ eftir
fuglinum. Til að byrja með þótti mér
það skrítið en fór smám saman að
venjast því og þykja vænt um það.
Þú varst alltaf tilbúinn að skutla
mér þegar á þurfti að halda og oftar
en ekki fórstu bara í slopp yfir nátt-
fötin, skelltir á þig hattinum og varst
þá tilbúinn. Þótt það færi ekki mikið
fyrir því þá varstu húmoristi og stund-
um sá maður bregða fyrir glotti þegar
þú hélst að maður sæi ekki til.
Í gegnum árin hef ég eytt ófáum
helgum hjá ykkur ömmu í Laufbrekk-
unni í góðu yfirlæti og á því margar
góðar minningar frá þeim tíma. Oft
sátum við þrjú saman og horfðum á
þætti eins og Taggart, Derrick eða
Matlock og mauluðum uppáhalds-
súkkulaðið þitt, Crunch-súkkulaði í
bláa bréfinu. Ég fór líka stundum á
flakk með ykkur og á einu ferðalagi
okkar saman kennduð þið amma mér
vísuna ap., jún., sept., nóv. 30 hver
o.s.frv. til að muna hversu margir dag-
ar væru í hverjum mánuði. Elsku afi
minn, ég mun alltaf geyma minningar
um þig með mér. Ég er alveg viss um
að amma Sólveig tekur vel á móti þér.
Hvíl í friði.
Erla María og fjölskylda.
Guðmundur Örn var einn þeirra
manna sem stóðu að stofnun Skóg-
ræktarfélgs Kópavogs í september
1969. Guðmundur var lærður Skóg-
fræðingur, en þegar hann kom heim
frá námi var ekki auðvelt að fá vinnu
við skógrækt á Íslandi. En áhugi hans
og margra annarra á því að efla skóg-
rækt hér á landi varð til þess að haust-
ið 1969 komu 60 manns saman í Kópa-
vogi og stofnu Skógræktarfélg
Kópavogs. Guðmundur varð fyrst for-
maður félagsins og starfsmaður þess
1972-1975 og kom m.a. upp svonefnd-
um Svörtuskógum sem voru staðsett-
ir á móti bænum Smárahvammi.
Mikil barátta var háð um að koma
upp skógrækt innan bæjarmarka
Kópavogs, en bæjarfélagið átti engin
lönd til að ráðstafa til þeirra nota á
þessum tíma. Á árinu 1972 bauðst
skógræktarfélögum Kópavogs, Kjós-
arhrepps, Kjalaness og Mosfellsbæj-
ar að kaupa jörðina Fossá í Kjós og
hefja þar skógrækt. Guðmundur Örn
var mikill áhugamaður unm þetta
verkefni og naut Skógræktarfélag
Kópavogs stuðnings bæjaryfirvalda
til þess að festa kaup á jörðinni. Skóg-
rækt var hafin á Fossá 1973 undir um-
sjón Guðmundar en frá þeim tíma hef-
ur Vinnuskóli Kópavogs gróðursett
árlega á Fossá. Skógræktarfélgið hef-
ur nú árlega tekjur af því að selja fé-
lagsmönnum og Kópavogsbæ jólatré
frá Fossá. Guðmundur var formaður
félagsins til ársins 1972.
Við skógræktarfélagsmenn erum
Guðmundi þakklát fyrir hans frum-
kvöðlastörf fyrir félagið og í dag má
sjá í Kópavogi afrakstur af starfi fé-
lagsmanna í myndarlegum skógar-
reitum sem víða prýða bæinn. Guð-
mundur var heiðurfélagi í
Skógræktarfélagi Kópavogs og þegar
félagið hélt aðalfund Skógræktar-
félags Íslands í Kópavogi 2004 var
hann gerður að heiðursfélaga Skóg-
ræktarfélags Íslands.
Þau Guðmundur og Sólveig, kona
hans, vorum miklir áhugamenn um
norræna sammvinnu og voru virkir
félagar í Norræna félaginu í Kópa-
vogi. Það var lengi regla að fulltrúi
Norræna félagsins færi í vinabæjar-
heimsóknir á vegum Kópavogsbæjar.
Fóru Sólveig og Guðmundur í eina
slíka ferð til Þrándheims í Noregi
1986 ásamt mér og Auði, konu minni.
Þar kynntist ég þeim hjónum ágæt-
lega og naut Guðmundur sín vel í
þeirri ferð. Hann nýtti tímann til að
skoða norska skóga og sagði okkur
frá því hve mikil gróska væri í þeim.
Fyrir hönd Skógræktarfélgs
Kópavogs votta ég börnum Guð-
mundar, barnabörnum og barna-
barnabörnum samúð við fráfall hans.
Blessuð sé minning hans.
Bragi Michaelsson, formaður
Skógræktarfélags Kópavogs.
Fallinn er frá tæplega áttræður,
Guðmundur Örn Árnason, skógfræð-
ingur í Kópavogi. Þar með fækkar
enn frekar í hópi þeirra höfðingja
sem settu svip sinn á uppvöxt okkar
systkinanna í Skipasundi, barna
Alexíusar og Ingibjargar, sem um
langa hríð voru vinir og samferða-
menn þeirra hjóna, Guðmundar Arn-
ar og konu hans Sólveigar Runólfs-
dóttur.
Margs er að minnast og það má
segja að Guðmundur og Sólveig hafi
aldrei verið langt undan alla okkar
bernsku. Þá var tíðarandinn annar en
nú, ekki var verið að fylgja börnunum
neitt sérstaklega eftir í þeirra tóm-
stundum, heldur voru þau tekin með í
öll þau verk sem hinir fullorðnu
þurftu að sinna. Gilti það einu hvort
tína þyrfti fræ af trjám til frekari
ræktunar, fara til Grindavíkur og
setja niður kartöflur, sem Guðmund-
ur kallaði reyndar aldrei neitt annað
en jarðepli eða lesa af mælum í gömlu
segulmælingastöðinni í Leirvog-
stungum. Allir þessir leiðangrar urðu
að hinum eftirminnilegustu ævin-
týraferðum í fernra dyra Fiatnum
hans Guðmundar, sem virtist rúma
endalaust af farþegum, stórum og
smáum.
Ómegðinni var alltaf boðið með og
var þetta hin besta tilbreyting fyrir
okkur, þó að það kæmi auðvitað líka
fyrir að okkur þættu túrarnir dragast
á langinn. Hann sá til þess að upp-
fræða okkur börnin í leiðinni svo allir
höfðu gagn og gaman af. Við innbyrt-
um fyrir aldur fram alls kyns fróðleik
um alaskaöspina, sitkagreni og raf-
tafurur.
Ævistarf Guðmundar liggur að
mestu leyti í skógræktinni. Hann var
meðal fyrstu Íslendinga sem mennt-
aði sig sérstaklega í þeim fræðum.
Bjuggu þau hjónin um árabil í Noregi
og minntust ætíð tímans þar með hlý-
hug. Hann átti síðar drjúgan þátt í
uppbyggingu skógræktarinnar á Mó-
gilsá og í landi Skógræktarfélags
Kópavogs á Fossá í Kjós. Eru það
hvort tveggja verkefni sem hafa vaxið
og dafnað í áranna rás.
Þegar horft er yfir farinn veg tel ég
að Guðmundur hafi verið gæfumaður.
Hann eignaðist tryggan lífsförunaut
og fimm mannvænleg börn. Frá þeim
er kominn stór ættbogi gjörvilegra
og samheldinna afkomenda sem hann
var afskaplega stoltur af. Sama má
segja um skógana sem hann ræktaði,
þeir hafa gefið af sér og bera vott um
framsýni og áræðni. Það er ekki svo
lítið. Sólveig féll frá í desember 2005
og má segja að Guðmundur hafi ekki
orðið samur eftir það. Heilsunni
hrakaði ört og reyndi hann að halda
heimilið þeirra í Laufbrekkunni, þó
meira af vilja en mætti undir lokin.
Hann kom við hjá mömmu í Skipa-
sundinu svo lengi sem hann var þess
megnugur og fylgdi Aðalheiður, dótt-
ir hans, honum í síðustu heimsókn-
irnar.
Síðustu misserin naut hann góðrar
umönnunar á hjúkrunarheimilinu í
Sunnuhlíð. Löng samleið er á enda og
vil ég fyrir hönd okkar systkinanna,
móður okkar og fjölskyldna þakka
órofa tryggð og velvild í gegnum árin.
Mér er óhætt að fullyrða að þar bar
aldrei skugga á.
Kristín K. Alexíusdóttir.
Kveðja Frá Lionsklúbbi
Kópavogs
Guðmundur Örn gekk snemma til
liðs við klúbbinn okkar. Hann tók
þátt í starfinu af lífi og sál. Hann
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir klúbbinn og leysti þau afbragðs
vel af hendi. Við þökkum Guðmundi
Erni störf hans á liðnum árum og
sendum fjölskyldu hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbs Kópavogs,
Pétur Sveinsson.
✝ SteingrímurÞórðarson fædd-
ist á Ljósalandi í
Vopnafirði 23. apríl
1922. Hann lést í
Reykjavík 16. febrúar
2010.
Foreldrar hans
voru Albína Jóns-
dóttir, fædd á Hóli í
Kelduhverfi 17. júní
1874, d. 9. maí 1966,
og Þórður Jónasson,
bóndi, frá Fossi í
Vesturhópi, f. 13. júní
1867, d. 3. mars 1938.
Systkini Steingríms voru: 1) Jó-
hanna, f. 19. janúar 1900, d. 10. des-
ember 1969. 2) Jónas, f. 21. janúar
1901, d. 31. desember 1993. 3)
María, f. 27. september 1902, d. 21.
júní 1934. 4) Ingibjörg, f. 27. nóv-
ember 1904, d. 1. júní 1982. 5)
Hólmfríður, f. 28. janúar 1907, d.
24. júlí 1999. 6) Sigríður, f. 19. apríl
1908, d. 8. maí 1997. 7) Guðrún, f. 3.
október 1909, d. 3. september 1997.
8) Sigvaldi, f. 27. desember 1911, d.
16. apríl 1964. 9) Helgi, f. 24. októ-
ber 1915, d. 9. júní 2006. 10) Guð-
björg, f. 24. júlí 1918, d. 20. febrúar
2010.
Steingrímur lauk gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1939 en tók síðan þátt í bú-
rekstri á Ljósalandi ásamt móður
sinni og bróður. Árið 1946 flutti
hann til Reykjavíkur. Hann var
starfsmaður Landsbankans frá
1946 til 1963. Hann var síðan í eigin
rekstri frá 1963-1968, fyrst með
söluturn á Bræðraborgarstíg og
síðar með heildverslunina Fjarval.
Hann var starfsmaður Sparisjóðs
Alþýðu frá 1968-1971 og síðan aðal-
bókari Alþýðubankans frá 1971-
1984 er hann fór á eftirlaun. Eftir
það tók hann að sér ýmis bókhalds-
verkefni um árabil. Steingrímur
lærði leiklist hjá Lárusi Pálssyni og
tók þátt í sýningum Leikfélags
Reykjavíkur. Hann lék m.a. lyk-
ilhlutverk í umdeildri kvikmynd,
Ágirnd eftir Óskar Gíslason. Helsta
áhugamál Steingríms var tónlistin
en hann lærði á orgel sem ungling-
ur á Ljósalandi. Hann hafði gríð-
arlegan áhuga og þekkingu á klass-
ískri tónlist, einkum óperum. Hann
safnaði óperutónlist og spilaði sér
til ánægju og fylgdist vel með öllum
nýjungum í óperuheiminum. Hann
sá til þess að börnin lærðu á hljóð-
færi og ræktaði tónlistaráhuga
barnabarna sinna.
Útför Steingríms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 25. febrúar
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Steingrímur
kvæntist hinn 27.
febrúar 1960 Höllu
Eiríksdóttur, f. 8. júlí
1924 á Eskifirði. For-
eldrar hennar voru
Eiríkur Bjarnason
framkvæmdastjóri, f.
21. mars 1895, d. 8.
september 1977, og
Else Andrea Figved,
f. 27. júlí 1901, d. 15.
mars 1991. Börn
Höllu og Steingríms
eru: 1) Eiríkur pró-
fessor, f. 19. júlí 1960.
Kona hans er Sigríður Sigurjóns-
dóttir dósent, f. 27. september
1960. Dætur þeirra eru Inga Guð-
rún, f. 14. október 1997, og Halla, f.
18. júní 2003. 2) Þórður arkitekt, f.
7. október 1961. Kona hans er Guð-
björg Eysteinsdóttir tölvunarfræð-
ingur, f. 7. október 1961. Dætur
þeirra eru Halla, f. 11. júní 1988, og
Gríma, f. 14. nóvember 1990. 3)
Elsa Albína tannlæknir, f. 5. ágúst
1967, gift Hans Guttormi Þormar
líffræðingi, f. 22. janúar 1970. Börn
þeirra eru: Eiríkur Andri, f. 24. júní
1996, og Steinunn María, f. 21. nóv-
ember 2000.
Þegar ég kom inn í tengdafjöl-
skyldu mína vann Steingrímur í Al-
þýðubankanum. Árið 1984 gat hann
látið af störfum og gerði það. Mikið
álag var á honum í bankanum, eink-
um í kringum Alþýðubankamálið
svokallaða enda var hann aðalbók-
ari bankans. Fjölskyldan sá Stein-
grím lítið á því tímabili. Hann kom
aðeins heim yfir blánóttina og vann
allar helgar. Ekki mátti greiða hon-
um yfirvinnu en Steingrími, eins og
mörgum af hans kynslóð, fannst
mestu skipta að skila sínu verki vel.
Að lokum bauð bankinn honum og
tengdamóður minni til Spánar og
var það fyrsta utanlandsferð þeirra
hjóna saman. Þau fóru síðar í vetr-
arferðir til Kanaríeyja, borgaferðir
til Evrópu og heimsóttu m.a. synina
og fjölskyldur þeirra þegar þeir
voru við nám í Bandaríkjunum og
Finnlandi. Þessara ferða nutu þau
mjög.
Eftir að Steingrímur lét af störf-
um í Alþýðubankanum tók hann að
sér ýmis bókhaldsverkefni en hóf
einnig að sinna aðaláhugamáli sínu,
tónlistinni. Hann var mikill óperu-
unnandi og hafði gríðarlega þekk-
ingu á klassískri tónlist og flytjend-
um hennar. Þegar sænski tónlist-
arþátturinn, Kontrapunktur, var í
sjónvarpinu var hann gjarnan með
svör á reiðum höndum á undan tón-
listarmönnunum í þættinum. Á
unga aldri lærði Steingrímur leik-
list og tók þátt í sýningum Leik-
félags Reykjavíkur. Á seinni árum
vildi hann lítið kannast við leiklist-
arferil sinn enda var hann dulur
maður og ekki mikið fyrir kastljós-
ið. Steingrímur var einnig lipur
teiknari og hafði mikinn áhuga á
málaralist og húsagerðarlist en
einn kunnasti arkitekt þjóðarinnar,
Sigvaldi Thordarson, var bróðir
hans. Þá hafði hann mikla ánægju
af stangveiði, einkum í Þingvalla-
vatni og heiðar-vötnunum í heima-
högunum eystra, og hann og dóttir
hans fóru gjarnan upp í Borgarfjörð
á veturna og veiddu þar í gegnum
ís.
Steingrímur las mikið og því var
það mikið áfall árið 1990 þegar hann
tók að missa sjón. Læknar töldu að
hann yrði blindur innan fárra ára en
Steingrímur hélt sjón alla ævi þó að
hann sæi orðið illa síðustu árin.
Hann las blöðin með stækkunar-
gleri, fylgdist með þjóðmálunum og
hafði á þeim lærðar skoðanir. Þær
voru ófáar ferðirnar sem ég fór fyr-
ir hann í Bóksölu stúdenta til að út-
vega honum erlendar bækur um
málefni líðandi stundar. Steingrím-
ur var skarpgreindur og skýr til síð-
asta dags. Sem dæmi má nefna að
þegar honum var sagt nafnið á vin-
konu sex ára sonardóttur hans rétt
fyrir andlátið áttaði hann sig strax á
því hver föðurafi hennar var en
hann hafði Steingrímur þekkt í
Vopnafirði í gamla daga.
Síðustu árin hugsaði Steingrímur
um tengdamóður mína sem orðin er
heilsuveil. Þegar hann dó hafði
hann ekki farið út úr íbúðinni
þeirra í Árbæ í rúm tvö ár. Þótt
hann væri orðinn mjög sjóndapur,
með ónýtar mjaðmir og hjartveikur
vildi hann bjarga sér sjálfur og þáði
helst enga hjálp. Viðkvæðið var:
„Hafðu engar áhyggjur. Við björg-
um okkur.“ Þannig tókst Stein-
grími að halda sjálfstæði sínu til
hinsta dags. Að lokum þakka ég
tengdaföður mínum samfylgdina.
Sigríður Sigurjónsdóttir.
Í annríki hversdagsins safnast í
huga manns minningar þó svo að
maður taki ekki endilega eftir því.
Það er ekki fyrr en við fráfall ein-
hvers sem maður virkilega áttar sig
á því hversu verðmætt það er að
hafa notið margra góðra samveru-
stunda og safnað ómeðvitað minn-
ingum um þær.
Ég kynntist Steingrími fyrst fyr-
ir nákvæmlega 18 árum sem föður
stúlkunnar sem síðar varð eigin-
kona mín. Hálfu ári seinna vorum
við farin að búa saman í kjallara-
íbúð í sama stigagangi og Stein-
grímur og Halla bjuggu í. Mér var
frá fyrsta degi tekið eins og ég
hefði alltaf verið hluti af fjölskyld-
unni. Halla áttaði sig fljótt á því að
hún þyrfti að elda svolítið meira en
venjulega þegar mér var boðið í
mat, á meðan Steingrímur áttaði
sig á því að það var fremur auðvelt
að fá strákinn til að æsa sig smá-
vegis yfir einhverju réttlætis- eða
ranglætismáli sem var í umræðunni
í það og það skiptið. Í gegnum tíð-
ina ræddum við óteljandi oft saman
um málefni líðandi stundar, stund-
um sammála og stundum ósammála
eins og gengur og gerist. Af þess-
um umræðum lærði ég ótrúlega
margt og þá sérstaklega vegna
þeirrar djúpu þekkingar sem Stein-
grímur hafði á atburðum liðinnar
aldar og hægt var að finna samsvör-
un við í dag. Fram á síðasta dag
fylgdist hann með allri þjóðfélags-
umræðu og hafði skoðanir á flestum
málum. Hann bar virðingu fyrir
skoðunum annarra og vildi alltaf fá
að heyra rökin fyrir þeim skoðun-
um. Nú þegar þessi umræðuvett-
vangur okkar er ekki lengur mögu-
legur stend ég sjálfan mig að því að
spyrja hvað hann Steingrímur hefði
nú sagt við þessu eða hinu.
Við ferðuðumst margoft saman
þessi 18 ár, veiðiferðir til Þingvalla,
bústaðaferðir til Vopnafjarðar og
berjatínsluferðir um allar trissur. Á
veturna var stundum farið að veiða í
gegnum ís í Borgarfirði. Þá passaði
Steingrímur sig á að klæða sig vel
og vildi ná upp sem mestum hita áð-
ur en farið var út á ísinn. Þannig er
mér í fersku minni þegar Stein-
grímur skellti sér fulldúðaður í
kuldagalla inn í SAAB-inn, uppi í
Árbæ í 10 stiga frosti, setti miðstöð-
ina á heitt og í botn og keyrði þann-
ig alla leið upp í Borgarfjörð. Áður
en komið var á leiðarenda var ég
kominn á stuttermabol og óskaði
þess heitast að ég hefði tekið stutt-
buxurnar með mér. Honum datt
hins vegar ekki einu sinni í hug að
taka af sér trefilinn.
Sem afi barnanna var „afi Steini“
eins og hann var kallaður besti afi í
heimi. Hjá honum fundu þau alltaf
frið og ró, ís í frystinum og dreka-
spólu í vídeótækið. Ekki var heldur
verra að uppi í skáp var alltaf
brjóstsykur, kandís eða Ópal. Þeg-
ar Eiríkur, sonur okkar, varð eldri
átti hann langar samræður við afa
sinn um lífið í sveitinni í gamla daga
og allt annað milli himins og jarðar.
Afa Steina er sárt saknað en minn-
ingarnar verða vandlega varðveitt-
ar hjá okkur.
Hans Guttormur.
Steingrímur Þórðarson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
STEFANÍU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Árskógum 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar
14G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun.
Jón Guðnason,
Guðni Jónsson, Guðbjörg Gylfadóttir,
Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson,
Gunnar Jónsson,
Kolbrún Eiríksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.