Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 31
ég var barn. Það var í raun og veru ekki fyrr en ég flutti í Garðabæinn með fjölskyldu minni 2004 að ég fór að kynnast afa betur. Ég man þegar Svanbjörn var skírður í febrúar 2005. Mamma og pabbi báðu þá afa um að vera skírnarvott, ásamt Sirru föður- systur minni. Afi hélt á Svanbirni og Sirra frænka stóð við hliðina á þeim til að hægt væri nú að taka myndir af þessum merkisviðburði. Stoltið og gleðin skein úr augunum á afa og ég fann það á mér að hann var ótrúlega hamingjusamur með það að taka loks- ins virkan þátt í lífi dóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Hann brosti nán- ast í heilan hring karlinn. Afi var með bíladellu á háu stigi. Ef það var eitthvað sem hann vissi allt um voru það bílar. Stuttu eftir að ég keypti mér gamla bíldruslu kom afi í kaffi og ég bað hann, sem stoltur bíl- eigandi, að taka gripinn út. Honum leist vel á þetta allt saman og sagði mér frá hinu og þessu í sambandi við bílinn. Síðan sagði hann „Já, það hef- ur stundum verið vandamál með svis- sinn í þessum bílum.“ Það leið nú ekki langur tími þar til svissinn bilaði og ég glotti út í annað og hugsaði með mér að þar hefði afi haft rétt fyrir sér. Síðastliðin jól áttum við fjölskyldan yndislegt kvöld með afa, ömmu, Erlu frænku og Bjössa afa. Við spiluðum saman spil, það var mikið hlegið og við borðuðum góðan mat. Það eru svona stundir sem maður ber með sér. Eins og ég sagði þá þekkti ég afa kannski ekki eins vel og ég hefði vilj- að. Þrátt fyrir það átti ég notalegar stundir með honum undanfarin fimm ár og ég þakka fyrir það. Það var ein- hvern veginn þannig með hann afa að þegar við hittumst fékk maður þétt- ingsfast knús frá honum og svo brosti hann einlæglega til manns og maður sá á honum hvað honum þótti alveg ofboðslega vænt um mann. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég biðja guð um að geyma afa og þakka honum þær góðu stundir sem við áttum með honum því þær eru ómetanlegar. Jóhanna Bárðardóttir. Kynni okkar Sigga hófust fyrir rúmum fjörutíu árum, þegar við hitt- umst í forstofunni á Eyrarvegi 9, Sel- fossi. Ég nýjasti meðlimur fjölskyld- unnar var á leiðinni út, hann sem fyrrverandi meðlimur þessarar sömu fjölskyldu var kominn til að heim- sækja lítinn son sinn og dvelja með honum þennan sunnudagseftirmið- dag. Satt að segja voru þessi fyrstu kynni frekar á formlegum nótum, en vinsamlegum. Það breyttist þó tiltölu- lega fljótt og ekki síst vegna sameig- inlegrar væntumþykju á þessum litla dreng, sem var sonur hans og fóst- ursonur minn. Seinna áttum við báðir eftir að eignast aðra syni, en í huga okkar beggja tengdust þeir í gegnum Þorvald, hálfbróður sinn, á þann furðulega hátt að þeir urðu allir að strákunum okkar. Við skiptumst jafnt og þétt á upp- lýsingum um þessa stráka, glöddumst yfir velgengni þeirra og reyndum að styðja þá, þegar á móti blés. Saman deildum við þeirri nöpru lífsreynslu að missa Þorvald í blóma lífsins, en það var eins og sá atburður sameinaði hálfbræður hans ennþá betur í okkar huga sem strákana okkar. Siggi var tilfinningasamur og viðkvæmur mað- ur sem þótti ósegjanlega vænt um sína nánustu, hann var þó ekkert að flíka þessu fyrir öðrum, sér til eins- konar varnar hafði hann tamið sér þá framkomu að sýna af sér kátínu í dag- legri umgengni við aðra, hvernig sem honum sjálfum leið í raun og veru. Sigurður Þorvaldsson var sjald- gæfur mannkostamaður af gamla skólanum, hann var traustur vinur og tryggðatröll þeim sem hann tók á annað borð, hann var greiðasamur og glaðsinna út á við, afbragðs bifvéla- virki og einstaklega snyrtilegur í allri umgengni við bíla og vélar. Þoldi illa trassaskap og draslarahátt í kringum sig og gat verið versti orðhákur þegar honum ofbauð í því sambandi. Fyrir bragðið gat það komið fyrir að hann særði með orðum þá sem stóðu hon- um nær. Hann var vel meðvitaður um þennan framkomubrest sem hann lagði að sér að bæta úr eftir bestu getu. Með réttu má segja um Sigga að í lífsbaráttunni var hann baráttujaxl sem aldrei gafst upp. Keppnisskapið var slíkt að mótlætið herti hann, en að sama skapi veikti meðlætið. Í síðasta samtali okkar gladdi það mig hvað hann var orðinn sáttur með líf sitt og horfði björtum augum til framtíðarinnar. Hvorugan okkar gat þá grunað að þetta væri okkar síðasta samtal í þessu lífi. Að fá að kynnast Sigurði Þorvaldssyni og njóta vináttu hans í allan þennan tíma hefur mér reynst ákaflega mikils virði og verður seint fullþakkað. Reynir Valgeirsson. Vinarkveðja, Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Þú komst inn í líf mitt eins og hvirf- ilvindur. Snerir mér í hringi og ert farinn jafnskjótt og þú komst. Takk fyrir stuttan en ólýsanlega skemmtilegan, áhrifamikinn og ógleymanlegan tíma í lífi mínu. Takk fyrir vináttuna og dans- kennsluna. Hvíl í friði. Þín vinkona, Åse Gunn. Það eru engin orð til til að lýsa hversu mikið ég sakna þín, engillinn minn. Ljós og kærleikur. Guð og allir englar alheimsins veri með þér og þínum alla tíð. Þinn lífstíðar vinur. Vinátta, dýrmæt sem gull. Þú átt hana og gefur í senn. Vinátta, ekki í krónum talin. Þú hvorki kaupir hana né selur. Vinátta, sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað til hennar hjá sönnum vini. Vinátta, kærleikurinn í vinarmynd. Þakkaðu guði fyrir þá bestu gjöf sem þú færð og gefur. (Sigrún Gunnarsdóttir.) Ásta Kristbergsdóttir, Valgerður Ármannsdóttir, Tryggvi og Hafþór Níelsson. Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Raðauglýsingar Félagslíf Samkoma „Orðið í öndvegi” í dag kl. 20. Gestir og ræðu- menn: Kommandörshjónin Guðrún og Carl Lydholm. Þema: Kraftur til umbreytinga. Kaffi Amen föstudag kl. 21. Kaffi, spjall og lifandi tónlist. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Landsst. 6010022519 IX I.O.O.F. 11  1902258  G.H. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Mannlíf og saga fyrir vestan Mannlíf og saga fyrir vestan. Öll 20 heftin á 9.800 kr. Póstsending innifalin. Upplögð afmælisgjöf! Vestfirska forlagið. jons@snerpa.is, sími 456-8181. Frá Bjargtöngum að Djúpi Frá Bjargtöngum að Djúpi. Allar 10 fyrstu bækurnar á 9000 kr. Póstsending innifalin. Upplögð afmælisgjöf! Vestfirska forlagið. jons@snerpa.is, sími 456-8181. Gisting Heitir pottar og þín vellíðan! Grill og góð stemning. Frábær að- staða fyrir hópa í Minniborgum. Hver segir að ættarmót þurfi alltaf að vera á sumrin?? Við sjáum um grillveisl- una og morgunverð fyrir þinn hóp. www.minniborgir.is Spennandi gisting á góðum stað. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. Kassagítartilboð: Kr. 49.900 m. pickup, innbyggður tuner, 10w magnari, poki, snúra, ól, aukastrengjasett og eMedia kennsluforrit í tölvu. Rafmagns- gítarpakkar frá kr. 44.900. Þjóðlagagítar frá 17.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr. 79.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125, www.gitarinn.is Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði til leigu við Lyngháls. 188 fm, tvennar stórar dyr. Upplýsingar í síma 892 1186. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Postulín og kristall gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Hreinsa þakrennur hreinsa veggjakrot, hreinsa lóðir, vörudreifing, akstur, vélavinna og ýmis smærri verk. Uppl. 847 8704 eða manninn@hotmail.com Ýmislegt Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Teg. 1066-4. St. 37 - 41. Verð: 16.575,- Flottir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Teg. 1066-6. St. 37 - 41. Verð: 16.575,- Mjúkir og þægilegir vetrarskór úr leðri, fóðraðir. Teg. 1066-12. St. 37 - 41. Verð: 17.500,- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is ATH - NÝJA VARAN STREYMIR INN - SAMA GÓÐA VERÐIÐ Teg. 84009 - mjög flottur og haldgóður í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950, Teg. 1102 - flottur blúnduhaldari í CD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 3341 - haldgóður og yndislegur í CD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Laugavegi 178, sími 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílar Toyota Land Cruiser 120 VX, 3/2006 ekinn 79 þús. km. leður, loftpúðafjöðrun, dráttarkrókur. Aukadekk á álfelgum. Listaverð 6.770 þús. Tilboðsverð: 5.990 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Skráðu þinn bíl með mynd á söluskrá okkar núna. Ef það gerist þá gerist það hjá okkur. Bílfang.is. Malarhöfði 2. www.bilfang.is Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Bonogtvottur.is - GSM 615-9090. Bílaþjónusta Hjólbarðar Jeppadekk Jeppadekk til sölu, Pro Comp X-Ter- rain stærð 40x13.5x16 Radial. Ný og ónotuð. Verð 300.000,- kr. gangurinn. Uppl. í s. 845 2936 e. kl. 13.00. Fjórhjóladekk Fjórhjóladekk - Kenda Bear Klaw. Fram 27x9x12. Aftur 27x12x12. Ný og ónotuð. Verð 88.000,- kr. fyrir öll 4. Uppl. í s. 845 2936 e. kl. 13.00. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Húsasmiður getur bætt við verkum - Mikil reynsla í viðhaldi og nýsmíði, tek einnig að mér ráðlegg- ingar. Er einnig með vinnulyftur og gröfu. Traustur verktaki. Holtagarður ehf. sími 777-0002. Bílar aukahlutir Pallalok á Nissan Navara Pallalok á Nissan Navara árg. 2006 og uppúr. Silfurlitað (auðvelt að sprauta í annan lit). Nýtt og ónotað. Verð: 180.000,- kr. Uppl. í s. 845 2936 e. kl. 13.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.