Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 33

Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Sudoku Frumstig 3 7 8 9 5 5 8 6 2 7 8 3 1 9 3 8 1 9 7 5 2 1 3 7 6 5 3 9 8 6 8 9 2 9 7 8 1 8 6 7 1 2 7 1 6 5 3 8 2 6 1 9 8 6 2 7 4 5 2 9 2 6 7 4 8 6 2 9 5 2 7 1 8 6 7 5 9 6 5 7 4 8 2 3 1 1 3 4 5 2 6 7 8 9 2 7 8 1 9 3 6 5 4 6 8 3 2 7 9 4 1 5 5 1 7 6 3 4 9 2 8 4 9 2 8 1 5 3 6 7 7 2 6 4 8 1 5 9 3 8 4 9 3 5 2 1 7 6 3 5 1 9 6 7 8 4 2 5 2 1 3 7 6 4 8 9 3 4 9 1 8 5 6 7 2 7 6 8 9 2 4 1 3 5 8 9 5 6 3 2 7 4 1 2 1 3 5 4 7 8 9 6 6 7 4 8 9 1 2 5 3 1 8 2 7 5 3 9 6 4 4 5 7 2 6 9 3 1 8 9 3 6 4 1 8 5 2 7 5 1 9 6 4 7 8 2 3 2 3 4 8 9 5 1 7 6 8 7 6 1 3 2 9 5 4 6 2 7 5 1 9 4 3 8 9 5 1 4 8 3 2 6 7 3 4 8 7 2 6 5 9 1 4 9 2 3 6 1 7 8 5 1 6 5 2 7 8 3 4 9 7 8 3 9 5 4 6 1 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 25. febrúar, 56. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverji hefur oft velt fyrir sérsnertiþörf íþróttamanna. Íþróttamenn geta verið ákaflega innilegir, þeir fallast í faðma eftir að hafa skorað mörk, slá saman lófum (gef mér fimm mun það heita í slang- urorðabókinni) eða hnefum. Snert- ingin er vísindamönnum ekki óvið- komandi frekar en annað mannanna atferli og þeir hafa komist að því að minnsta snerting getur haft mikið að segja. Rannsóknir sýna að nemandi, sem fær klapp á öxlina eða bakið frá kennara sínum er tvöfalt líklegri til að bjóða sig fram í bekknum en sá, sem ekki fær klapp. Hlýleg snerting hjá lækni gerir að verkum að sjúk- lingurinn fær á tilfinninguna að hann hafi fengið helmingi lengri tíma hjá honum en hann fékk í raun. Vísindamenn við Berkeley-háskóla í Kaliforníu könnuðu hvort snerting hefði áhrif á frammistöðu. Þeir tóku fyrir öll körfuboltaliðin í NBA- deildinni bandarísku og greindu hverja snertingu, faðmlag og lófa- samslátt í heilum leik hjá hverju liði. Með fáum undantekningum var snertigleðin mest hjá bestu liðunum og minnst hjá liðunum á botninum. Flestar snertingar mældust hjá Boston Celtics og Los Angeles La- kers, tveimur af toppliðunum, en undirmálsliðin Sacramento Kings og Charlotte Bobcats ráku lestina. Ke- vin Garnett, lykilmaður hjá Boston Celtics, reyndist eiga flestar snert- ingar. Áður en 600 millisekúndur eru liðnar frá því að hann hefur skot- ið vítaskoti hefur hann snert fjóra menn, að sögn eins af höfundum rannsóknarinnar. Höfundarnir ganga þó ekki svo langt að halda því fram að rannsókn þeirra sýni að snerting valdi betri frammistöðu, frekari rannsóknir þurfi til þess. x x x Sagt er frá þessu í dagblaðinu TheNew York Times og fylgir sög- unni að sé það rétt að snerting á borð við að slá saman flötum lófum geti haft áhrif á frammistöðu kunni það að vera vegna þess að hlýleg snerting leysi úr læðingi hormónið oxýtósín, sem skapi trauststilfinn- ingu, og dragi úr magni stresshorm- ónsins kortisóls. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 baks, 8 mælir, 9 árnar, 10 ílát, 11 ræfla, 13 skerti, 15 æki, 18 hugsa um, 21 frístund, 22 ásynja, 23 gufa, 24 undanskilinn. Lóðrétt | 2 ginnir, 3 mæta, 4 öls, 5 nói, 6 þvottasnúra, 7 ósoðni, 12 á víxl, 14 gubbi, 15 mögulegt, 16 tómar, 17 eitt sér, 18 hvell, 19 auð- lindin, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sigra, 4 gerði, 7 æfing, 8 getur, 9 agn, 11 ausa, 13 saur, 14 nisti, 15 skán, 17 fold, 20 err, 22 æskan, 23 Elmar, 24 tunna, 25 nærri. Lóðrétt: 1 skæla, 2 glits, 3 agga, 4 gagn, 5 rotta, 6 iðrar, 10 gosar, 12 ann, 13 Sif, 15 stælt, 16 álkan, 18 ormar, 19 dormi, 20 enda, 21 regn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rbd7 8. De2 Dc7 9. 0-0-0 b5 10. g3 Be7 11. Bg2 Bb7 12. e5 dxe5 13. fxe5 Rd5 14. Bxe7 Rxc3 15. bxc3 Bxg2 16. Dxg2 Kxe7 17. Rc6+ Kf8 18. Hhf1 Rb6 19. Df3 He8 Staðan kom upp í A-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Heimamaðurinn Jan Smeets (2.657) hafði hvítt gegn landa sínum Loek Van Wely (2.641). 20. Rd8! He7 21. Hd6 Ke8 22. Hxb6! Dxd8 23. Hxa6 og svart- ur gafst upp enda fátt til varnar. Reykjavíkurskákmótið stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast um- ferðir kl. 15.30 nema á laugardaginn 27. febrúar en þá verða tvær umferðir, annars vegar kl. 9 og hins vegar kl. 15.30. Mótinu lýkur miðvikudaginn 3. mars næstkomandi. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hræringur. Norður ♠109763 ♥108 ♦KD74 ♣G9 Vestur Austur ♠G8 ♠K52 ♥G9753 ♥K642 ♦96 ♦10853 ♣K742 ♣Á8 Suður ♠ÁD4 ♥ÁD ♦ÁG2 ♣D10653 Suður spilar 4♠. Hjá BR á dögunum sat Vilhjálmur Sigurðsson júníor í hundunum í vestur og sá suður draga upp þæfða sagn- spjaldið með einu laufi – sterku í þessu tilfelli. Villi var utan hættu og sagði 1♠ á gosann annan. „Aðeins að hræra í stöðunni,“ var skýringin. En N-S voru ekki að spila við júníorinn í fyrsta sinn og tókst að endurheimta spaðalitinn. „Nú jæja, það heppnast ekki öll fúl,“ hugsaði Villi og kom út með hjarta. Sagnhafi tók ♥ÁD, fór inn í borð á ♦K og svínaði ♠D. Hrærivélin var enn í lausagangi og Villi lét ♠G detta undir drottninguna! Nú beit suður á agnið. Hann spilaði laufi, Villi drap á kónginn og fór út á tígli. Sagnhafi tók heima og spilaði enn laufi. Austur átti þann slag, gaf Villa tígulstungu, sem aftur spilaði laufi og tryggði vörninni fjórða slaginn á ♠K. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Drífðu í því að fá svar við spurningu sem brennur á þér. Fjöl- skyldan ætti að fara í frí saman. (20. apríl - 20. maí)  Naut Dagurinn í dag virðist klæð- skerasaumaður til þess að njóta lífsins. Þú ert með stórar áætlanir á prjónunum, passaðu þig bara á að missa ekki sjónar á því sem er þér kærast. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ekki láta hatursmenn slá þig út af laginu. Ertu viss um að þú þekkir til- finningar þínar? Bráðum rennur eitthvað nýtt upp fyrir þér. Það er margt sem kall- ar á athygli þína. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur heilbrigðan metnað til að komast áfram og átt að leyfa honum að leiða þig. Notaðu það þér til framdráttar í dag. Nágranni kemur með góða hug- mynd. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Kraftmiklar samræður við vin geta valdið mikilvægum breytingum í lífi þínu. Reyndu að halda aftur af þér í umhyggju fyrir öðrum, þú skiptir mestu máli. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er gaman að kynnast nýjum mönnum og málefnum og sjálfsagt að vera opin/n fyrir hvoru tveggja. Spurðu sjálfa/n þig allan daginn: Líður mér vel með þetta? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér gengur allt í haginn jafnvel svo að þú getur varla stjórnað gleði þinni. Óvæntur gestur kemur til landsins. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Njóttu athyglinnar sem þú vekur en passaðu hjartað þitt. Einhver reynir að stjórna þér, spyrntu við fótum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Vinir koma með góða uppástungu sem snertir sumarið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unarþrá þína svo þú kafnir ekki. Slakaðu á og líttu á broslegu hliðarnar. Líttu til þess sem vel hefur gengið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft að leggja þitt af mörk- um til samstarfs á vinnustað og gæta þess að verða ekki of stjórnsöm/samur. Stefnir þú í rétta átt eða hefur þú sætt þig við stefnumótun einhvers annars? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er einhver spenna í loftinu. Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu ekki því heilladísirnar vaka yfir þér. Stjörnuspá 25. febrúar 1930 Tíu alþingismenn voru dæmd- ir í þingvíti, eða í launamissi í einn dag, fyrir að mæta ekki á þingfund. Í þessum hópi voru nefndarmenn í fjárveitinga- nefnd sem höfðu tafist uppi á Hellisheiði þegar þeir voru að skoða nýjan snjóbíl og reyna kosti hans. 25. febrúar 1980 Aftakaveður gerði, einkum vestanlands. Þetta var eitt hið versta veður um árabil og verulegt tjón varð á mann- virkjum. Þrír rækjubátar fór- ust við Vestfirði og með þeim sex menn. 25. febrúar 1989 Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli var frumsýnd. Myndin er byggð á sögu Halldórs Lax- ness en dóttir hans, Guðný Halldórsdóttir, var framleið- andi. 25. febrúar 2000 Þrír létust og sjö slösuðust al- varlega í árekstri jeppa og rútu við Grundarhverfi á Kjal- arnesi. Tugir annarra voru fluttir á sjúkrahús. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Petra Camilla Björnsdóttir og Perla Sævarsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 1.705 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands til styrktar börnum á Haítí. Hlutavelta GUÐRÍÐUR Arnardóttir, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Kópavogi, er 40 ára í dag. Hún ætlar að gera sér dagamun og fara út að borða með eiginmanninum, Hafliða Þórðarsyni. Guð- ríður segist aldrei hafa verið mikið fyrir að halda upp á afmælið sitt. „Ég hélt til dæmis upp á 31 árs afmælið mitt, en ekki þrítugsafmælið, þetta fer bara allt eftir því hvernig ég er stemmd“. Guðríður reiknar þó með að bjóða vin- um og ættingjum í grillveislur í hollum með hækkandi sól. „Það verða ábyggilega nokkrar grillveislur í sumar“. Hún segist vera mikil hestamanneskja og fékk afmælisgjöfina fyrirfram frá eiginmann- inum, glæsilegan reiðhnakk. „Mínar bestu stundir eru á hestbaki og ég reikna með að fara í góðan reiðtúr um helgina og jafnvel taka tappa úr flösku“. Guðríður eyddi afmælinu sínu í fyrra á Kan- aríeyjum, og hefði gjarnan viljað fara aftur núna en hætti við útaf kreppnunni. „Ég hefði alveg viljað eyða afmælisdeginum á Klörub- ar“, segir Guðríður og hlær við. Hún segist þó hafa fengið stór tíð- indi nýlega. „Ég verð amma á árinu ef Guð lofar, og það er lang- besta afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér“. Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi 40 ára Fékk hnakk frá manninum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.