Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AÐ VINNA HEIMA HEFUR SÍNA KOSTI HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á TÖLFRÆÐI? ÆTLI ÞAÐ EKKI... HÉR STENDUR AÐ BARN FÆTT ÁRIÐ 1961 VERÐI AÐ MEÐALTALI SJÖTÍU ÁRA OG SEX VIKNA GAMALT EF ÉG VÆRI BARN ÞÁ VÆRI ÉG EKKI RÓLEGUR... Á SEX VIKUM GETUR MARGT GERST HRÓLFUR, ÉG ER KANNSKI BARA SVONA RÓMANTÍSKUR... EN MÉR FINNST ALLTAF SVO FALLEGT AÐ SJÁ SÓLARGEISLANA ENDUR- SPEGLAST AF VOPNUM ÓVINARINS JÚ, ÉG HEITI DARWIN HVER BJÓ ÞIG EIGINLEGA TIL? ÞAÐ BJÓ MIG ENGINN TIL ÉG ÞRÓAÐIST ÚR STUÐARALÍMMIÐA BÍDDU, ERT ÞÚ EKKI FISKAMERKIÐ MEÐ LAPPIRNAR? HAFA ÞESSIR GEIMVERU- ÁHUGAMENN ENNÞÁ SAMBAND? EKKI EINS MIKIÐ. ÁHUGINN Á MYNDBANDINU VIRÐIST HAFA MINNKAÐ MÉR FINNST SORGLEGT AÐ SJÁ FÓLK GERA SVONA MIKIÐ VEÐUR ÚR NOKKRUM LJÓSUM UPPI Á HIMNINUM ÞAÐ ER MIKIÐ AF TRÚGJÖRNUM KJÁNUM ÞARNA ÚTI HEFUR FÓLK EKKERT BETRA AÐ GERA? LALLI, ÞAÐ ERU KOMNIR MENN AÐ HITTA ÞIG VIÐ ERUM FRÁ F.B.I. MARÍA! ÉG HEF EKKI SÉÐ ÞIG SÍÐAN ÞÚ FLUTTIR AUSTUR! ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SEGJA HALLÓ HALLÓ ÞÁ... HRINGDU VIÐ TÆKIFÆRI. 555-3589 HÚN ELSKAR MIG GET EKKI TALAÐ NÚNA. ÉG ÞARF AÐ DRÍFA MIG Í ÞÁTTINN MINN Niðurskurður MAÐUR vill helst ekki vera að skrifa í blöðin um hitt og þetta en því miður get ég bara ekki setið á mér lengur. Mál- ið er að formaður Sam- taka atvinnulífsins er sí og æ vælandi sömu tugguna í fjölmiðlum um að nóg sé komið af skattahækkunum á landsmenn og nú sé komið að því að ríkið fari að skera niður í út- gjöldum ríkisins. Þarna er hann að tala í kross. Vissulega er búið að hækka skattana upp úr öllu valdi og það hefur svo sannarlega bitnað á þeim sem eru með meira en 200 þús- und á mánuði. En hvers vegna vill hann bæta enn einum niðurskurð- inum við hjá öldruðum, öryrkjum og barnafólki? Það segir sig alveg sjálft að niðurskurður í ríkisútgjöldum þýð- ir einfaldlega það að kjör lífeyris- og bótaþega versna enn meir og er ekki á bætandi. Það kvarta nánast allir yf- ir versnandi hag að hinu og þessu leyti mörg undanfarin ár og allir kannast við skuldavandamálin og að það þurfi strax í dag að leysa vanda heimilanna og allt það. Það vill svo til að lífeyrisþegar og barnafólk sem fær barnabætur eru inni í þessum hópi sem á við þennan vanda að etja og til að leysa vanda þessa fólks þá frábið ég mér að þurfa að hlusta á formann Samtaka atvinnulífsins nánast dag eftir dag vælandi yfir því að nú þurfi helst af öllu að leggja þyngri byrðar á allt að 50 þúsund manns með enn meiri niðurskurði á lífeyri og bótum. Þessi formaður leysir ekki vanda þessa fólks með þessari bölvuðu vit- leysu. Hann er fremst- ur í flokki ríka fólksins sem má ekki til þess sjá að hann og hans fólk sem hann starfar fyrir greiði hærri skatta af ofurlaunum sínum. Í hans augum snýst dæmið um það að allir aðrir beri byrðar þessa lands nema þeir sem eiga að borga hærri skatta af of- urlaununum. Hans mottó er að það fólk eigi að vera framvegis stikkfrí og nú sé komið að því að taka síðasta eyrinn af bótaþegum með auknum niðurskurði í útgjöldum ríkisins. Þá verður hann fyrst ánægður. Ég ætla bara rétt að vona að ríkisstjórnin fari alls ekki að ráðum formannsins. Einn reiður Friðrik Ómar! FRIÐRIK Ómar fór á kostum á tón- leikum í Salnum Kópavogi sl. laug- ardag. Þvílíkur söngvari, þvílíkar bakraddir og hljóðfæraleikarar, alger snilld. Takk kærlega fyrir mig, Hrönn. Ást er… … að efla sjálfstraust hvort annars. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatns- leikfimi (Vesturbæjarlaug.) kl. 10 .50, myndlist og prjónakaffi kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði og út- skurður kl. 9, botsía 9.30, leikf. kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband, Alfanámskeið opið öllum. Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15, sam- verustund, sr. Bjarni Karlsson kl.15.15. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vefn- aður kl. 9, leikfimi kl. 11, upplestur kl. 14, listamaður mánaðarins. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids klukkan 13. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í Kennarahúsi kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, Góugleði kl. 14. Kór Snælandsskóla, Sigurbjörg Björgvins- dóttir les og Agnes Þorsteinsdóttir syng- ur við undirleik Agnesar Löve, vöffluhlað- borð. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, botsía, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30, málun kl. 9, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12, karlaleikfimi og handavinna kl. 13, botsía kl. 14, sala á leikhúsmiðum á Gerplu 18. mars, kr. 2.800, ekki greiðslukort. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl 10, botsía kl. 11, postulín kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30, kl 14.30 kaffi. Hraunsel | Morgunrabb og samvera kl. 9, qI-gong kl.10, leikfimi kl. 11.20, fé- lagsvistkl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.10, opið hús í boði Lionsfélaga kl. 20. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann- yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Þegar amma var ung kl. 10.50. Munið ókeypis tölvuleiðbeiningar. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja, gler og tréskurður kl. 13. Sundleikfimi í Graf- arvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall/æfingar kl. 10, handverks- ogbókastofa kl. 13, botsía kl. 13.30, Á léttum nótum – þjóðlagastund kl.15. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handa- vinna kl. 9. leirlistarnámskeið kl. 9, smíðastofa opin, vöfflukaffi kl. 15. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffan’s) kl. 9.15, ganga kl 11 30, kerta- skreytingar og kóræfing kl 13, leikfimi kl 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band. postulín, morgunstund, botsía, framhaldssaga kl. 12.30, brids frjálst, stóladans kl. 13.15. Pétur Stefánsson vill fá styttu afsér í Reykjavík við hliðina á Tómasi G., eins og hann kallar hann, og gefur lítið fyrir hugmynd Friðriks Steingrímssonar úr Mý- vatnssveit, sem taldi að reisa ætti Pétri styttu á Smámunasafninu í Eyjafirði. Ef að skagfirskt eðla kyn yrkir huga slyngum, óðar blossar öfundin upp í Mývetningum. Helgi Zimsen kastaði hinsvegar fram annarri hugmynd um hvað gera ætti við Pétur eftir andlátið: Styttugerð er klárlegt kák konur tel því hafni. Heldur ber að stoppa upp strák og stilla á reðursafni. Þetta þótti Pétri snilldarhug- mynd; safninu yrði sómi að þeim góða grip. En þetta gæti þó kallað á vissar framkvæmdir: Þetta líst mér allvel á, – ei er þín hugmynd galin, en ef ég færi þangað, þá þyrfti að stækka salinn. Árni Jónsson hafði áhyggjur af öllu formalíninu sem færi í svona aðgerð: Eigi að geyma áhöld þín aftur skapar vanda. En finnist ekki formalín er fínt að nota landa. Loks tekur Pétur fram að sér sé nokk sama hvar hann lendi eftir andlátið: Í eilífð verð ég elskan mín allra skærust stjarna; dreg í stuðla, drekk mitt vín, dansa, syng og barna. Vísnahorn pebl@mbl.is Af styttum og reðursafni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.