Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 35

Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Já, en þetta er al- gjört brjálæði, þús- undir tölvupósta, símtöl, umboðsmenn, þetta er klikkað. 37 » ÞAÐ verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í dag, frá kl. 18 til 21. Lista- menn febrúarmánaðar munu þar sýna gestum og gangandi afrakstur dvalar sinnar á Skagaströnd en þeir eru tíu talsins. Þetta eru þau Nadine Poulain frá Þýskalandi, Franz Rudolf Stall frá Frakklandi, Erla S. Haraldsdóttir, Craniv Boyd og Morgan Levy frá Bandaríkjunum, Jee Hee Park frá Kóreu, Paola Leonardi frá Englandi, Margaret Coleman og Anna Marie Shogren frá Bandaríkjunum og Mari Mathlin frá Finnlandi. Listamennirnir sinna ólík- um listgreinum, flestallar heyra undir myndlist. Myndlist Opið hús hjá lista- miðstöðinni Nesi Erla S. Haraldsdóttir BJÖRN Thors spjallar um nálgun leikhússins við Gerplu í stofunni á Gljúfrasteini næst- komandi sunnudag, en hann leikur Þormóð Kolbrúnarskáld í uppfærslu Þjóðleikhússins á verkinu. Björn hyggst rekja lauslega ferli uppsetning- arinnar og glímu leikhópsins við texta verksins og söguna og meðal annars reyna að svara spurningum um hvernig hægt sé að setja upp leiksýninguna Gerplu og hvaða vanda leikhópurinn hafi staðið frammi fyrir þegar hafist var handa við að þýða Gerplu yfir á svið. Spjall Björns, sem hefst kl. 16, er liður í Verki mánaðarins á Gljúfrasteini. Leiklist Nálgun leikhússins við Gerplu Björn Thors TÓNLEIKARÖÐIN Klassík í hádeginu hefst að nýju í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi föstudag, en þá verður flutt dagskráin Vor í París. Eins og heitið ber með sér verður frönsk tónlist í aðal- hlutverki, verk eftir Cham- inade, Hüe, Poulenc og Messia- en. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari. Nína er listrænn stjórnandi tónleika- raðarinnar sem felur í sér sex hádegistónleika frá febrúar til apríl. Hver efnisskrá er flutt tvisvar og því verður hægt að hlýða á þær Áshildi og Nínu á föstudaginn kl. 12.15 og á sunnudaginn kl. 13.15. Tónlist Klassík í hádeginu í Gerðubergi Nína Margrét Grímsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ORÐ- OG tónlistahátíðin Orðið tónlist verður haldin í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu í dag og á morgun. Helsti viðburður dagsins í dag verður frumsýning á heimildarmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar um tónskáldið Magnús Blöndal Jóhannsson, frumherja í tón- smíðum og raftónlist, en Magnús lést 2005. Ari hefur verið með myndina í smíðum í nokkurn tíma, en brot úr henni var sýnt fyrir fimm árum þegar þess var minnst í september 2005 að Magnús hefði þá orðið átt- ræður. Myndin hefur lengst umtalsvert og nú orðin tæp- ur klukkutími að lengd. Hún byggist að stórum hluta á viðtali Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóra hjá Serpent- ine-galleríinu í Lundúnum, sem tekið var haustið 2004, skömmu fyrir andlát Magnúsar. Ari segir að Hans Ulrich Obrist hafi komið þannig að verkinu að hann hafi unnið nokkuð með Matthew Bar- ney, listamanni og sambýlismanni Bjarkar Guðmunds- dóttur, og í ljósi þess að Obrist hefur gert talsvert af því að taka viðtöl við tónskáld og gefa út á bók hafi Björk sagt honum frá Magnúsi Blöndal og verkum hans og þá hafi kviknað áhugi hjá Obrist. „Ég þekkti Magnús, kynntist honum þegar ég var að vinna á Hótel Örk og Valhöll meðfram námi, en Magnús var þá að spila þar. Ég var svo beðinn um að taka á móti Obrist þegar hann kom hingað fyrir tilstilli Sigurjóns Sighvatssonar 2004 og á leiðinn til Reykjavíkur fór hann að spyrja mig um Magnús, sagði að Björk hefði sagt sér að hann væri mik- ið séní og vildi endilega fá að hitta hann. Ég hringdi í Magnús sem tók mér vel og við drifum okkur til hans og tókum tveggja tíma viðtal – þetta var algjör töfrastund og eitt af eftirminnilegustu atvikum ævi minnar. Ég ætl- aði svo að hitta Magnús aftur stuttu síðar til að tala sér- staklega um íslenskt tónlistarlíf, en nóttina áður en af því varð féll hann í dá og lést svo stuttu síðar.“ Aðgangur er ókeypis að Orðinu tónlist, en á undan sýningu heimildarmyndarinnar leika Sigtryggur Bald- ursson og Kippi kaníus á parabólur og eftir myndina leikur Stilluppsteypa létta danstónlist. Herlegheitin hefjast kl. 20. Heimild um frumherja  Orða- og tónlistahátíðin Orðið tónlist hefst í kvöld  Hátíðin hefst með frumsýn- ingu heimildarmyndar um tónskáldið Magnús Blöndal Jóhannsson Ljósmynd/Ari Alexander Ergis Magnússon Frumherji Tónskáldið Magnús Blöndal Jóhannesson á heimili sínu skömmu fyrir andlát sitt. Myndin er úr heimildarmynd um Magnús sem frumsýnd verður í kvöld. KATRÍN Elvarsdóttir opnar ljósmyndasýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í dag kl. 17 en sýningin, Hvergiland, er liður í svonefndu D-salar sýningarverkefni safnsins. Katrín lauk með FBA-gráðu frá Art Insti- tute of Boston árið 1993 og hefur sýnt víða; í Bandaríkjunum, Evrópu og á Íslandi. Á sýn- ingunni eru myndir sem Katrín hefur tekið af húsvögnum, runnum, trjám, byggingum og stígum og raðað svo saman að til verður heim- ur sem hún kallar Hvergiland af því hann er ekki til; tekur myndir af raunverulegum hlut- um og setur í óraunverulegt samhengi, enda segist hún ekki í skrásetningarhlutverkinu. „Þetta er röð þrettán mynda sem ég setti saman fyrir þetta rými, en ég vann myndirnar sumarið 2009 og það gekk hratt fyrir sig,“ seg- ir Katrín, en aðspurð segist hún yfirleitt ekki leggja mikla vinnu í eftirvinnslu á myndunum því þó hún taki myndir á stafræna myndavél noti hún vélina nánast eins og filmuvél og eins að það sé allur gangur á því hve lengi hún sé að vinna hugmyndir, sumar taki tvö til þrjú ár, en aðrar spretti fram fullmótaðar á mettíma. „Ég er að vinna að tveim sýningum til við- bótar; önnur verður samsýning með fígúratív- um ljósmyndum í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus og verður opnuð eftir rúma viku, en hina er ég að vinna fyrir Listahátíð og heitir Equivocal, en það eru myndir sem ég hef verið að vinna að undanfarin tvö til fjögur ár.“ Óraunverulega raunverulegt Hvergiland Katrín Elvarsdóttir sýnir í Hafnarhúsinu Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Óraunverulegt Hvergiland 1, ein ljósmynda Katrínar Elvarsdóttur frá Hvergilandi. SÖNGVARINN kunni Plácido Domingo hefur neyðst til að stíga af söngsviðinu um tíma vegna ótilgreindra veik- inda. Samkvæmt fréttum fann hann til óþæg- inda á tónleikaför í Japan fyrr í mánuðinum og lyktaði með því að hann varð að leggjast undir hnífinn og aflýsa tónleikum. Talsmenn söngvarans neita að gefa upp hvað það sé sem hrjáir hann, en segja að skurðaðgerðin sé fyrirbyggjandi og að hann muni snúa aftur til starfa eftir hálfan ann- an mánuð hið mesta. Domingo, sem er af spænsku bergi brotinn, er 69 ára gamall og stóð fyrst á sviði með móður sinni 1957 í Yucatán í Mexíkó. Hann hefur verið með áhrifamestu og bestu söngvurum síðustu áratuga og hefur sungið 128 óperuhlutverk sem er með því mesta sem þekkist, en hann hefur líka verið iðinn við hljóm- sveita- og óperustjórn. Domingo krankur Dregur sig í hlé vegna veikinda Plácido Domingo ÞVÍ HEFUR verið haldið fram að fatwa, eða dauðadómur Ayatollah Khomeini, andlegs leiðtoga Írana, yfir rithöfundinum Salman Rushdie vegna Söngva Satans fyrir tuttugu árum hafi verið vendipunktur í sögu íslamstrúar, enda hafi það verið í fyrsta sinn sem heittrúarhópar hafi beitt sér svo opinskátt gegn jafn sjálfsögðum hlut sem prent- og per- sónufrelsi á Vesturlöndum. Rushdie var í felum í áratug vegna þessa og hyggst nú skrifa bók um þann áratug. Þetta kom fram á blaðamannafundi í tilefni af opnun sýningar á gömlu skjölum, bréfum, teikningum, handritum og minnis- bókum hans í Emory háskóla í At- lanta vestur í Bandaríkjunum, en að sögn Rusdies gerði flokkun á þess- um skjölum honum mögulegt að byrja á verkinu. Rushdie og árin týndu Magnús Blöndal Jóhannsson (1925-2005) stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar- innar og fór til framhaldsnáms við Juilli- ard-skóla í New York árið 1947 og dvaldi þar við tónsmíðanám til ársins 1952. Árið 1951 samdi hann fyrsta íslenska tólftóna verkið, Fjórar abstraksjónir fyrir píanó, og síðar fyrstu raftónsmíðina, Elektrón- íska stúdíu fyrir segulband, blásarakvint- ett og píanó, árið 1960. Á níunda áratugn- um dvaldi Magnús Blöndal aftur í Banda- ríkjunum við tónsmíðar og frá þessum tíma er eitt kunnasta verk hans, Adagio fyrir strengi, selestu og slagverk. Einnig samdi Magnús fjölmörg sönglög sem sum hver eru orðin þjóðþekkt, til dæmis lagið Sveitin milli sanda. Magnús var um skeið hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og starfaði lengi við Ríkisútvarpið. Leitandi og skapandi tónskáld Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu hefur haldið úti svonefndri D-salar sýningarröð sl. þrjú ár, en hún er ætluð ungum lista- mönnum sem flestir hafa sótt sér fram- haldsmenntun í list sinni og sýnt á einka- sýningum og samsýningum hér heima og erlendis. Þeim er boðið að skapa verk fyrir D-sal Hafnarhússins, en listasafnið stend- ur straum af kostaði vegna verksins eða verkanna. Öðrum þræði er þetta gert til að veita listamönnunum þá viðurkenningu að hafa sýnt í opinberu listasafni, en einnig verða sérstakar bækur gefnar út um sýn- ingarnar. Á síðasta ári kom út bók um átta fyrstu sýningarnar og næstu átta verða skjalfestir með haustinu en sýning Katr- ínar Elvarsdóttur er einmitt sextánda sýn- ingin. D-röðin viðurkenning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.