Morgunblaðið - 25.02.2010, Page 36
FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
Blaðamaðurinn Alda Sigmunds-
dóttir skrifar skondna grein inn á
Huffington Post um söluna á
Smáralind. Forláta loftmynd af
miðstöðinni er birt með og líkindin
með fjölgunartóli karlmanna eru
svo sláandi að hönnunin bara getur
ekki stafað af tilviljun einni saman.
Svo sannarlega æsandi arkitektúr!
Íslenska „reður“-
verslunarmiðstöðin
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SVOKALLAÐIR heiðrunartónleikar eða
„tribute“-tónleikar eru fasti í dæg-
urtónlistinni og hafa helstu meistarar
hennar verið meðhöndlaðir á þann veg.
Þannig ætlar Sjonni Brink í félagi við Bödda Dalton
og fleiri hljómlistarmenn að keyra á meistara Sting
og hljómsveit hans Police og má sannarlega segja að
ekki sé ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Fara tón-
leikarnir fram á Players í kvöld og er þetta í fyrsta sinn
sem Sting er tekinn þessum tökum hérlendis. En hvaðan
kom hugmyndin?
„Bassaleikarinn okkar, Birgir Kárason, hefur gengið með
þetta í maganum í mörg ár,“ útskýrir Sjonni eða Sigurjón. „Og
í gegnum æfingaferlið höfum við komist að því af hverju
þetta hefur ekki verið gert fyrr. Þetta er nefnilega ekk-
ert grín; söngfraseringar eru undarlegar; Sting fer oft
mjög hátt og taktarnir í lögunum eru út og suður. Ég
hef tekið þátt í ýmsum svona verkefnum en þetta er
það erfiðasta til þessa. Það hefur auðvitað verið æð-
islega gaman að glíma við þetta og við getum sagt að ég
hafi verið að klífa fjöll síðustu vikurnar (hlær).“
Sigurjón segist nú vera orðinn forfallinn aðdáandi
Sting og Police eftir þessa skemmtilegu þrautagöngu og
hvetur sem flesta til að kynna sér afraksturinn en að-
gangseyrir á tónleikana er enginn. Í framhaldinu verður
eitthvað um fleiri tónleika, m.a. er stefnt á kósíheitakvöld
á Rósenberg á næstum vikum.
Fjallið Sting klifið
Stunginn Sjonni Brink er kominn með Sting-bakteríu.
Kvikmyndahátíðinni í Istanbúl
lauk nú á sunnudaginn sem væri nú
sosum ekki í frásögur færandi ef
Dagur Kári Pétursson hefði ekki
verið einn dómnefndarmeðlima. Í
nefndinni sátu m.a. Caroline Li-
bresco frá Sundance-hátíðinni og
tyrkneski leikstjórinn Ümit Ünal.
Dómnefndin tók sér fjóra tíma í að
komast að niðurstöðu um bestu
mynd hátíðarinnar og að lokum
deildu tvær myndir með sér verð-
launum, Gigante frá Úrúgvæ og
Agrarian Utopia frá Taílandi. Sú
síðarnefnda þótti vera mjög húm-
anísk en sú fyrrnefnda fékk m.a.
verðlaun fyrir góð tök á listforminu
þungarokki!?
Dagur Kári lætur til
sín taka í Tyrklandi
Írsk Evróvisjónsíða (www.esc-
ireland.com) tekur Selmu Björns
fyrir í langri grein í dálkinum
„Hvar eru þau nú?“ Farið er í saum-
ana á aðkomu Selmu að keppninni
en höfundar virðast lítið vita um
feril hennar hérna heima þeir sem
þau klykkja út með setningunni
„það verður gaman að heyra í þess-
ari hæfileikaríku söngkonu í fram-
tíðinni“.
Selma er geymd og
alls ekki gleymd
Í KVÖLD kl. 22 verða fimm ungar
konur með stelpuuppistand á
Næsta bar. Þetta er í þriðja sinn
sem hópurinn heldur uppistand af
þessu tagi og hafa kvöldin verið
mjög vel sótt. Ugla Egilsdóttir er
ein af fimmmenningunum sem
munu stíga á svið.
„Nadia (Þórdís Nadia Ósk-
arsdóttir) er forkólfurinn að
þessu. Ég kynntist henni þegar ég
var að vinna í unglingavinnunni í
sumar og hún bað mig að vera
með. Hún var búin að vera að
reyna að láta verða af þessu í dá-
lítinn tíma en við kýldum svo á
þetta í desember,“ segir Ugla.
Hún segir Nadiu upphaflega hafa
sett upp Facebook-síðu til að at-
huga hvort áhugi væri fyrir hendi
hjá hressum stelpum að vera með
uppistand og margar af þeim sem
eru í hópnum í dag höfðu sam-
band í gegnum síðuna.
Aðspurð hvernig þær undirbúi
sig segir Ugla að þær hittist til að
bera efni hver undir aðra og veita
uppbyggilega gagnrýni. „Við höf-
um haldið æfingar þar sem við
höfum komið með efni og höldum
uppistand hver fyrir aðra. Svo
gefum við ábendingar, komum
með hugmyndir og skrifum
kannski eitthvað saman,“ segir
hún.
Þema uppistandsins er misjafnt.
Ugla segir margar stelpnanna
segja reynslusögur og aðspurð
hver munurinn sé á uppistandi
karla og kvenna nefnir hún að
konurnar séu margar mjög per-
sónulegar, sem sé nokkuð sem
strákarnir fari ekki jafnmikið út í.
Hún segir kvennauppistandskvöld
af því tagi sem hópurinn stendur
fyrir mikinn styrk fyrir þær sem
eru að byrja.
„Ég hef aldrei haldið uppistand
fyrir hóp þar sem meirihlutinn er
ekki konur og ég veit ekki hver
viðbrögðin yrðu. Ég held að það
sé mjög gott að byrja svona og
finna þennan stuðning,“ segir hún
að lokum. holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Uppistand Stelpurnar eru þegar orðnar vinsælir árshátíðaskemmtikraftar.
Fyndnar og persónulegar
Hláturtaugarnar verða kitlaðar á Næsta bar í kvöld
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HERRANÓTT, Leikfélag Mennta-
skólans í Reykjavík, frumsýnir Love-
Star á morgun. Leikritið er unnið upp
úr samnefndri bók Andra Snæs
Magnasonar og er leikgerð eftir Berg
Þór Ingólfsson sem jafnframt er leik-
stjóri. Þetta er í fyrsta skipti sem Lo-
veStar er sett á svið og var handritið
unnið í samstarfi leikstjóra og leik-
ara. „Ég vann handritið jafnóðum,
skrifaði senu upp úr bókinni, fór á æf-
ingu og sá hvert það leiddi, skrifaði
svo næstu senu og vann mig þannig í
gegnum verkið. Krakkarnir vissu
ekkert í hvaða hlutverkum þau voru
fyrr en við vorum búin að æfa verkið í
gegn,“ segir Bergur spurður út í
hvernig verkið var unnið upp úr bók-
inni. „Það er svo stór heimur í þessari
bók að ég þurfti að henda mörgu
skemmtilegu. Ég lagði aðaláherslu á
ástarsögurnar, elskendurna tvo og
ást LoveStars sjálfs á hugmyndum
sínum og hans baráttu við hugmynd
sem verður að skrímsli sem enginn
ræður við.“
Það var Bergur sjálfur sem kom
með hugmyndina að því við Herra-
nótt að gera leikrit upp úr LoveStar.
„Ég rakst á bókina á bókamarkaði og
stakk upp á þessu um leið og ég var
búinn að lesa hana. Þau vildu taka
eitthvað létt og skemmtilegt, ég veit
ekki alveg hvort LoveStar fellur und-
ir það, en jafnframt voru þau metn-
aðargjörn. Sagan hentaði hópnum vel
auk þess sem hún er mjög áhuga-
verð,“ segir Bergur.
Í verkinu segir frá heimi þar sem
íslenska stórfyrirtækið LoveStar hef-
ur sölsað undir sig jörðina með bylt-
ingarkenndum tækninýjungum,
markaðssett dauðann og ástina. Því
hefur tekist að reikna út hvaða tvær
manneskjur passa saman, ástin er því
ekki lengur náttúruleg, heldur hávís-
indaleg. Í Reykjavík býr ástfangið
par, þau Indriði og Sigríður. Dag einn
fær Sigríður bréf frá LoveStar sem
segir að hún hafi verið reiknuð saman
við annan mann og að samband henn-
ar við Indriða sé dauðadæmt. Hlut-
irnir byrja að fara til fjandans þegar
LoveStar gengur of langt og kemst
að því að sumt á ekki að markaðssetja
eða rannsaka. Með aðalhlutverk í
leikritinu fara Björg Brjánsdóttir og
Elías Bjartur Einarsson en um þrjá-
tíu leikarar koma við sögu í uppsetn-
ingunni.
Frumsýning er á morgun í Norð-
urpólnum, Bygggörðum 5 á Seltjarn-
arnesi.
Morgunblaðið/hag
Herranótt Leikarar í LoveStar eru um þrjátíu talsins. Hér er leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, með hópnum á æfingu í Norðurpólnum í gær.
Herranótt setur upp LoveStar
Nemendur Menntaskólans í Reykjavík setja skáldsögu Andra Snæs Magna-
sonar á svið „Ég lagði aðaláherslu á ástarsögurnar,“ segir leikstjórinn
Sögu Herranætur, leikfélags
Menntaskólans í Reykjavík, má
rekja allt aftur á átjándu öld þegar
skólapiltar í Skálholtsskóla hófu
skólaárið á nokkurs konar uppi-
standi þar sem aðhlátursefnið
voru ræður presta á staðnum. Í
gegnum árin þróaðist svo uppi-
standið yfir í uppsetningu á leik-
ritum á sviði. Talið er að fyrsta
leikrit Herranætur hafi verið Bjarg-
launin eftir Geir Vídalín, sem einn-
ig er jafnvel talið fyrsta íslenska
leikritið sem leikið er á sviði. Frá
því MR komst í sitt núverandi hús-
næði við Lækjargötu árið 1846
hefur Herranótt sett upp leikrit á
hverju ári nær óslitið.
Söguna má rekja aftur á átjándu öld
36 Menning