Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
EMINEM og
hljómsveitirnar
Muse og Kasabi-
an eru aðal-
atriði tónlist-
arhátíðarinnar
T In The Park
sem haldin
verður í Skot-
landi 9.-11. júlí.
En það verða
fleiri kanónur á
sviði og má þar
nefna Jay-Z,
Florence And The Machine, La Ro-
ux, Vampire Weekend, Stereopho-
nics, Wolfmother, Gossip og The
Prodigy. Og eru þá fáir nefndir.
Muse hefur leikinnn 9. júlí, Em-
inem kemur fram þann 10. og Ka-
sabian 11. júlí. Hátíðin fer fram á
fyrrverandi flugvelli í Balado á
Skotlandi.
Eminem, Muse
og Kasabian á
T In The Park
Eminem
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
EINS og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær vann íslensk hljóð-
listakona, Gunnlaug Þorvaldsdóttir,
hljóð og tónlist við I Do Air sem
hlaut bresku Bafta-verðlaunin sem
besta stuttmyndin sl. sunnudags-
kvöld. Leikstjóri myndarinnnar og
vinkona Gunnlaugar, Martina Amati,
ræddi við blaðamann um myndina og
verðlaunin í fyrrakvöld og var enn í
sigurvímu og hálfringluð eftir alla at-
hyglina. Amati er ítölsk eins og
glöggt má heyra af hreim hennar,
fæddist í Mílanó árið 1969 og syngur
enskuna fallega. Amati hefur búið í
Englandi í 14 ár og talar ensku því
með ágætum. Hún segist hafa verið
eina þrjá tíma í sigurvímu eftir að
Bafta-verðlaunin voru afhent henni.
En átti hún von á því að hljóta verð-
launin? „Nei, alls ekki!“ segir Amati
og hlær.
I Do Air er sjö mínútna löng og
segir af stúlku sem þorir ekki að
stökkva fram af háu stökkbretti í
sundlaug. Henni tekst þó að sigrast á
óttanum og áttar sig á því í kjölfarið
að hún getur kafað ágætlega.
Stundar köfun
– Hvaðan kemur þessi hugmynd,
sagan af stelpunni?
„Tja, mig langaði að gera mjög
stutta mynd, segja sögu án talaðs
máls. Og ég velti því fyrir mér hvern-
ig ég gæti sagt sögu í þremur atrið-
um, atriði myndarinnar eru s.s. að-
eins þrjú. Vatn er mér mikil ástríða,
ég stunda köfun án búnaðar og mér
datt í hug þessi saga af stúlku sem
óttast að stökkva fram af brettinu.
Þannig að hún flýr raunveruleikann
og finnur í kjölfarið sinn rétta stað í
veröldinni, ofan í vatninu. Þetta er
myndlíking sigurs á óttanum og ein-
angrunartilfinningar. Og líka að vera
maður sjálfur, það eiga sér allir ein-
hvern stað,“ segir Amati. Hún eyði
sjálf miklum tíma í sundlaugum og
því sé hún einnig að sýna þeim virð-
ingu sína.
Óvíst með framtíðina
– Hvaða þýðingu hafa þessi verð-
laun fyrir þig sem kvikmyndagerð-
arkonu, eru þau stökkbretti?
„Já, ætli það ekki, ég veit það ekki,
býst við því.“
– Það er náttúrlega stutt síðan þú
hlaust verðlaunin …
„Já, en þetta er algjört brjálæði,
þúsundir tölvupósta, símtöl, umboðs-
menn, þetta er klikkað. Þetta endist
manni ævilangt, að þeir sem eru á
toppnum í bransanum veiti manni
þessa viðurkenningu. Allt í einu hlýt-
ur maður þessa viðurkenningu,
menn taka eftir manni. Ég hef þegar
fjármagnað næstu stuttmynd mína,
gerði það áður en ég hlaut verðlaun-
in,“ segir Amati og telur að nú ætti
að vera auðveldara að fá leikara í
hlutverk fjármagn til framleiðslu.
Fimleikameistari sem
kann að leika óskast
– Um hvað er næsta stuttmynd?
„Þetta er saga sem ég skrifaði með
ítölskum rithöfundi, Ilaria Bernar-
dini, þroskasaga um harðan heim
keppnisfimleika. En það hafa verið
svo mikil vandræði í kringum mynd-
ina, þú skalt ekki láta þér koma á
óvart að ég sé hætt við hana eftir
tvær vikur og að ég hafi samið aðra
sögu þar sem engin þörf er fyrir fim-
leikameistara með listræna hæfi-
leika,“ segir Amati og hlær.
– Þú ert hrifin af sögum af fólki
sem stendur andspænis áskorunum,
virðist vera.
„Ég er mjög hrifin af töfrum sem
ekki krefjast tæknibrellna. En það
sem heillar mig meira, ef við lítum til
íþróttamanna, er þessi einbeiting og
sjálfsagi, ákveðin þráhyggja líkt og
hjá stelpunni í I Do Air,“ svarar
Amati.
Bafta-verðlaunamyndin er önnur
stuttmyndin hennar í dramatískum
dúr, sú fyrri var á ítölsku og tekin á
Sikiley og ber heitið A’Mare. Bak-
grunnur Amati í kvikmyndagerð er
býsna fjarri dramatískum stutt-
myndum því hún gerði áður hreyfi-
myndir, grafík og kynningarefni fyr-
ir MTV-sjónvarpsstöðina.
„Mig langaði að gera eitthvað sem
tengdist meira lífreynslu minni,“
segir Amati en MTV hafi þó verið
frábær skóli.
Að sigrast á óttanum
Martina Amati hlaut bresku Bafta-verðlaunin fyrir bestu
stuttmyndina, I Do Air Góður skóli að starfa fyrir MTV
Amati Stolt með Bafta-gripinn í hendi sem hún laut fyrir I Do Air.
Amati hefur hlotið fleiri verðlaun
fyrir verk sín en Bafta. Í fyrra hlaut
hún BAFTA/LA verðlaun fyrir
framúrskarandi árangur á stutt-
myndahátíðinni í Aspen, fyrir
stuttmyndina A’Mare og ári fyrr,
2008, UNICEF-verðlaunin á alþjóð-
legri heimildar-stuttmyndahátíð í
Bilbao, einnig fyrir A’Mare. Myndin
segir af tveimur börnum á Sikiley,
Andreu og Felice, og vináttu
þeirra. Þau búa við hafið og allt líf
þeirra snýst meira eða minna um
það. Dag einn, er þau eru að veið-
um, kemur dálítið óvænt upp úr
sjónum. Amati leikstýrði tveimur
ítölskum börnum frá eyjunni Lipari
í myndinni þar sem sikileysk mál-
lýska er töluð.
Þrenn verðlaun fyrir tvær stuttmyndir
A’Mare Segir af börnum og hafi.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Notaðu
LEIKHÚSKoRtIð!
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fim 4/3 kl. 20:00 Mið 17/3 kl. 20:00 Aukas. Mið 24/3 kl. 20:00 Aukas.
"Besta leiksýning ársins!" Mbl. IÞ. Aukasýning 24. mars komin í sölu!
Oliver! (Stóra sviðið)
Sun 28/2 kl. 15:00 Sun 14/3 kl. 15:00 Lau 27/3 kl. 15:00
Sun 28/2 kl. 19:00 Sun 14/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00
Sun 7/3 kl. 15:00 Sun 21/3 kl. 15:00 Sun 28/3 kl. 15:00
Sun 7/3 kl. 19:00 Sun 21/3 kl. 19:00
Fjórar stjörnur! Mbl. GB - Sýningum lýkur í maí
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. Lau 6/3 kl. 20:00 8.k Fim 18/3 kl. 20:00
Fös 26/2 kl. 20:00 5.k Fim 11/3 kl. 20:00 Fös 19/3 kl. 20:00
Lau 27/2 kl. 20:00 6.k Fös 12/3 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00
Fös 5/3 kl. 20:00 7.k Lau 13/3 kl. 20:00
Fjórar stjörnur! Mbl. I.Þ
Fíasól (Kúlan)
Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. Mið 7/4 kl. 17:00 Fim 22/4 kl. 15:00 Aukas.
Sun 14/3 kl. 13:00 Lau 10/4 kl. 13:00 Lau 24/4 kl. 16:00
Sun 14/3 kl. 15:00 Lau 10/4 kl. 15:00 Sun 25/4 kl. 13:00
Lau 20/3 kl. 13:00 Sun 11/4 kl. 13:00 Sun 25/4 kl. 15:00
Lau 20/3 kl. 15:00 Sun 11/4 kl. 15:00 Sun 2/5 kl. 13:00
Sun 21/3 kl. 13:00 Mið 14/4 kl. 17:00 Sun 2/5 kl. 15:00
Sun 21/3 kl. 15:00 Lau 17/4 kl. 13:00 Lau 8/5 kl. 13:00
Lau 27/3 kl. 13:00 Lau 17/4 kl. 15:00 Lau 8/5 kl. 15:00
Lau 27/3 kl. 15:00 Sun 18/4 kl. 13:00 Sun 9/5 kl. 13:00
Sun 28/3 kl. 13:00 Sun 18/4 kl. 15:00 Sun 9/5 kl. 15:00
Sun 28/3 kl. 15:00 Fim 22/4 kl. 13:00 Aukas.
Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fim 25/2 kl. 20:00 Fors. Lau 6/3 kl. 20:00 Lau 13/3 kl. 20:00
Lau 27/2 kl. 20:00 Frums. Fim 11/3 kl. 20:00
Fös 5/3 kl. 20:00 Fös 12/3 kl. 20:00
Bráðfyndið verk eftir Braga Ólafsson, einn af okkar ástsælustu höfundum!
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
FjölskyldanHHHH GB, Mbl
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 19/3 kl. 20:00 frums Fim 8/4 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 16:00 K.7.
Sun 21/3 kl. 20:00 K.2. Fös 9/4 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00
Mið 24/3 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Mið 21/4 kl. 20:00 K.8.
Fim 25/3 kl. 20:00 K.3. Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fim 22/4 kl. 20:00 K.9.
Fös 26/3 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Fös 23/4 kl. 20:00
Forsala hefst 25. mars kl. 10. Munið forsölutilboð!
Faust (Stóra svið)
Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 13/3 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka
Fös 26/2 kl. 20:00 Sun 14/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka
Fös 5/3 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka
Lau 6/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 27/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 12:00 Lau 20/3 kl. 12:00
Lau 27/2 kl. 14:00 Sun 7/3 kl. 14:00 Lau 20/3 kl. 14:00
Sun 28/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Sun 21/3 kl. 12:00
Sun 28/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Sun 21/3 kl. 14:00
Lau 6/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 28/3 kl. 12:00
Lau 6/3 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Sun 28/3 kl. 14:00
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00
Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust.
Góðir íslendingar (Nýja svið)
Fös 26/2 kl. 20:00 síð. sýn
Snarpur sýningartími, sýningum líkur 26. febrúar
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 20/3 kl. 20:00
Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 20:00
Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 22:00
Sýningum lýkur í mars
Forsalan hefst
í dag kl. 10!
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 6/3 kl. 22:00 Fös 26/3 kl. 19:00 Ný sýn.
Fös 26/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Ný sýn Lau 27/3 kl. 19:00 Ný sýn.
Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Ný sýn Fim 1/4 kl. 19:00 Ný sýn.
Fös 5/3 kl. 19:00 Fös 19/3 kl. 19:00 Ný sýn. Lau 3/4 kl. 19:00 Ný sýn.
Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 20/3 kl. 19:00 Ný sýn.
Horn á höfði (Rýmið)
Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn
Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
25.02. & 26.02. kl. 19.30 Víkingur spilar Chopin
Hljómsveitarstjóri: Pietari Inkinen
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Frédéric Chopin: Píanókonsert nr. 1
Anton Bruckner: Sinfónía nr. 7
Fim. 04.03. kl. 19.30-Hilary spilar Prokofiev
Hljómsveitarstjóri: Benjamin Shwartz
Einleikari: Hilary Hahn
Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 39
Sergej Prókofíev: Fiðlukonsert nr. 1
Franz Schubert: Sinfónía nr. 5
Fim. 18.03. kl. 19.30 60 ára afmælistónleikar SÍ
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einsöngvar: Sarah Connolly & Hillevi Martinpelto
Mótettukór Hallgrímsskirkju
Hafliði Hallgrímsson: Norðurdjúp (frumflutningur)
Gustav Mahler: Sinfónía nr. 2