Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Það hefur stundum verið rætthversu mikil ábyrgð þekktraeinstaklinga er gagnvart sam- félaginu. Þessi umræða kviknar til dæmis iðulega þegar frægðin verður ungum stjörnum á uppleið ofviða, og þær leita á náðir skemmtistaða og eiturlyfja til að gleyma líðandi stund. Þá er gjarnan spurt hver ábyrgð þeirra gagnvart ungum aðdáendum sínum er, hvort frægðinni og auðnum fylgi ekki sú samfélagslega ábyrgð að vera góð fyrirmynd. Golfsnillingurinn Tiger Woods er kannski nýjasta dæmið um þetta. Golfarar um allan heim eru í sjokki yfir því að fyrirmyndin hafi misstigið sig (allsvakalega) og styrktarað- ilarnir hafa látið sig hverfa, í bili að minnsta kosti. En það má líka snúa dæminu við og spyrja sig að því hver ábyrgð okkar er sem neytenda skemmti- og afþreyingarefnis. Hvað gerist þegar fjaðrafokið gengur yfir, munu aðdáendur hans draga hann til ábyrgðar? Ég spái því að hvort sem konan hans fyrirgefur honum eða ekki, þá verði Tiger kominn út á völl- inn innan skamms tíma og styrktar- aðilarnir skili sér aftur, jafnvel sinn- um tveir.    Þegar fólk í skemmtanaiðnaðinumtekur fyrrnefnd feilspor, eða brýtur jafnvel alvarlega af sér, þá hlýtur maður að þurfa að endurskoða afstöðu sína til verka þeirra. Kvik- myndaleikstjórinn Roman Polanski er gott dæmi. Ég velti því fyrir mér hvort samstarfsfólk hans og aðrir sem stukku til og afsökuðu hann og lofsömuðu í fjölmiðlum eftir að hann var handtekinn í Sviss hafi lesið dómsskjölin frá 1978 þegar réttað var yfir honum í Bandaríkjunum. Þar má finna ítarlega lýsingu á því hvernig hann gekk skipulega til verks þegar hann misnotaði 13 ára gamalt fórnarlamb sitt. Í stuttu máli á hann sér engar málsbætur. Og þá vaknar spurningin; eigum við að horfa á myndirnar hans? Á að hampa honum sem listamanni og verðlauna þennan glæpamann með því að flykkjast í bíó?    Þessir frægu svörtu sauðir gerastsem betur fer sjaldnast sekir um jafn grófa glæpi og herra Pol- anski. Það er hægt að taka nærtæk- ara dæmi. Sjónvarpsþátturinn Two and a Half Men er eitt slíkt; í honum leikur Charlie Sheen óforskamm- aðan drykkjumann og kvennabósa sem er haldinn kvenfyrirlitningu á háu stigi. Efni þáttarins er í sjálfu sér nóg ástæða til að sniðganga þátt- inn, en sú staðreynd að Charlie Sheen hefur oftar en einu sinni verið handtekinn fyrir að hafa beitt konur sínar og kærustur ofbeldi, ætti líka að vekja mann til umhugsunar. Eða hvað? Það kann að virðast langsótt að ætla að sniðganga einhvern þátt bara af því að aðalleikarinn gerði eitthvað af sér einhverntímann. Og það er rétt að taka það fram að smám saman datt ég inn í þættina, ég hálfskammast mín fyrir að viður- kenna það en illkvittinn húmorinn náði til mín að lokum. Ég þarf samt ennþá stundum að réttlæta áhorfið fyrir sjálfri mér. Myndi ég vingast við mann sem ég veit að beitir konur ofbeldi? Nei. Myndi ég sitja þegjandi og hljóðalaust til borðs með barna- níðingi? Svarið er hiklaust nei.    Nú verð ég að játa að ég veit ekkihvort Sheen hefur nokkurn tímann verið dæmdur fyrir heimilis- ofbeldi og það má færa rök fyrir því að það sé ósanngjarnt að dæma hann úr fjarska. En það er það sem við gerum engu að síður. Við leyfum okkur ýmislegt úr fjarska. Öllum þeim sem geta fengið sig til að horfa á mynd eftir Roman Polanski, hefur einhvern veginn tekist að taka verk- in hans úr samhengi við manninn. Þegar við horfum á myndirnar hans erum við svo fjarri glæpamanninum, bæði í tíma og rúmi, að við töpum samhenginu. „En það er nú orðið svo langt síðan... Batnandi manni er best að lifa...“ Polanski hefur ekki enn axlað ábyrgð á því sem hann gerði og ég hreinlega fæ mig ekki til að horfa á myndirnar hans. En þetta snýst ekki um hann per se. Maður getur ekki vitað allt um alla alltaf. En það er hræsni að hlaupa upp til handa og fóta þegar fræga fólkið rennur á rassinn, for- dæma það og bölva, en horfa svo og hlusta á hvaðeina sem frá því kem- ur. Þetta er spurning um réttlæti; getur fræga fólkið hegðað sér hvernig sem er og samt notið óhindraðrar velgengni? Og hvað sið- ferðiskennd afþreyingarneytandans snertir, þá held ég að það sé allt í lagi að staldra aðeins við og athuga hvað maður er að láta bjóða sér. Siðferði afþreyingarneytandans AF LISTUM Hólmfríður Gísladóttir » Á að hampa honumsem listamanni og verðlauna þennan glæpamann með því að flykkjast í bíó? Polanski Hefur ekki enn axlað ábyrgð á þeim glæp sem hann framdi en er samt virtur og verðlaunaður. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! HHH „Kom mér þægilega á óvart... Stórfín fjöl- skylduafþreying.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI ÞRIÐJA OG SÍÐASTA MYNDIN Í MILLENNIUM ÞRÍLEIKNUM HHH „Flottur endir á skemmtileg- um þríleik. Lisbeth Salander er ein af minnisstæðari kvik- myndapersónum síðari ára.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH Noomi Rapace er sem fyrr æðisleg í hlutverki Lisbeth Salander. Stund hefndarinnar er runnin upp hjá henni og þegar hún kemst loks í svarta leðurjakann klárar hún þenn- an magnaða þríleik með stæl. ÞÞ Fbl HHHH „Percy er fyrst og fremst skemmtun, afþreying. Og sem slík virkar hún afskaplega vel.“ -H.S.S., MBL Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Fráskilin... með fríðindum SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM HHH -H.S.S., MBL HHH T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH E. E. - DV HHH H.S.S. - MBL HHH Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 8 - 10:30 B.i. 10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Nine kl. 8 - 10:30 LEYFÐ Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 5 - 8 - 11 B.i.14 ára The Wolfman kl. 10:40 B.i.16 ára Percy Jackson / The Ligtning Thief kl. 5:30 B.i.10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ Avatar 3D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára The Wolfman kl. 10:10 B.i. 16 ára PJ: The Lightning Thief kl. 8 B.i. 10 ára Artúr 2 kl. 6 LEYFÐ HHHHH „Frábær! 5 stjörnur af fimm. Noomi Rapace gerir Lisbeth Salander endanlega ódauðlega. Maður gleymir Lisbeth aldrei!” H.K. Bítið á Bylgjunni Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR VINSÆLASTA MYNDINÁ ÍSLANDI Í DAG!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.