SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 11

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 11
7. nóvember 2010 11 S ilvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, hefur enn einu sinni komist í hann krappan. Niðurskurður í ríkisfjár- málum, breytingar á dómskerf- inu og neyðarástand vegna deilna um sorplosun í Napólí hafa verið í brennidepli ítalskra fjölmiðla um langt skeið en síð- ustu daga hafa þær vikið fyrir fréttum af Berlusconi sjálfum. Menn spyrja sig einu sinni sem oftar: Ríður umfjöllunin honum jafnvel á slig að þessu sinni? Nú er Berlusconi sakaður um að hafa, í maí á þessu ári, beitt lögreglu í Mílanó þrýstingi til þess að sleppa ungri stúlku sem sökuð var um þjófnað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur saksóknari hafið opinbera rannsókn á þeim ummælum nefndrar stúlku að henni hafi verið greitt fyrir að mæta í svallveislur á setri forsætisráð- herrans í grennd við Mílanó. Fram hefur komið að stúlkan, Karima El Mahroug, kölluð Ruby, hafi selt ráðherranum blíðu sína fyrir fé og skartgripi. Fregnum af framburði stúlk- unnar ber reyndar ekki saman en eitthvert óhreint mjöl virðist þó í pokahorni hins 74 ára gamla milljarðamærings og for- sætisráðherra. Eins og það sem á að hafa farið fram innan veggja seturs ráðherrans sé ekki nógu slæmt fyrir orðspor hans þá var stúlk- an undir lögaldri þegar veisl- urnar áttu sér stað, aðeins 17 ára. Stjórnarandstæðingar á Ítalíu krefjast afsagnar Berlusconis en lögmenn hans hafa þó vitaskuld neitað því að nokkurt sann- leikskorn sé að finna í ásök- unum á hendur honum. Berlusconi segist sjálfur lífs- glaður maður og vilji einfald- lega lifa lífinu. Það er ekki dregið í efa. „Enginn fær mig til þess að breyta um lífsstíl, ég er stoltur honum.“ Eiginkona Berlusconis, Vero- nic Lario, fór fram á skilnað í maí á síðasta ári eftir að hún komst að því að hann hefði mætt í afmæli 18 ára ljósku. Um svipað leyti hélt gleðikona því fram að hún hefði átt með hon- um villta kvöldstund. Eig- inkonan fyrrverandi brást þannig við nýjustu fréttunum af Berlusconi að þær sýndu ein- ungis fram á það sem hún hefði áður haldið fram; að hann væri „sjúkur“ og „taumlaus“ maður. Pólitískir andstæðingar Ber- lusconis hafa reynt margt til þess að losna við hann í gegn- um tíðina. Tímaritið The Eco- nomist veltir því nú fyrir sér hvort hann verði hreinlega hleginn út af hinu pólitíska sviði, eins og það er orðað. Meira að segja dyggustu stuðn- ingsmenn ráðherrans geri sér grein fyrir því að frásagnir af þessu nýjasta hneyksli geri það að verkum að Ítalir séu hafðir að háði og spotti. Ráðherra riðið á slig? Sakaður um lygi og kynsvall með unglingsstúlku Alltaf galvaskur! Silvio Berlusconi forsætisráðherra segist sitja áfram. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skautar eru vetraríþrótt sem hefur lengi átt upp á pallborðið í Reykjavík. Krakkar hafa löngum sótt í að skauta á ísi lagðri Reykjavíkurtjörn, eins og þessir á meðfylgjandi mynd, sem tekin var árið 1972. Úr myndasafni Skautað á Tjörninni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.