SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 16
16 5. desember 2010
hver fyrir öðrum. Virðing er mjög mikilvæg í mafíunni.
Þetta er merkilegt samstarf og teygir anga sína víða eins
og allar góðar mafíur,“ segir Bragi með áherslu á góðar.
Samstarfið er sumsé gott enda hefur það gengið lengi.
„Kiddi er svo mikill samstarfsmaður að hann gat ekki
farið í drottningarviðtal nema draga okkur með,“ ítrek-
ar Bragi.
Talið berst að miklum afköstum Memfismafíunnar.
„Við höfum gert mikið af allskonar hlutum, poppi,
rokki, barna- og jólalögum. Við erum búnir að kópera
hin ýmsu lög með Baggalúti,“ segir Siggi og er það
ákveðinn skóli og hópurinn því góður í stílæfingum. „Ef
okkur vantar ákveðið sánd kunnum við leiðina að því.
Hver plata þarf því ekki að taka langan tíma.“
Bragi samsinnir: „Við rötum um tónlistarheiminn.“
Leitað var eftir þeirra sýn á íslenskunotkun mafíunn-
ar.
Textasmiðurinn Bragi svarar fyrst: „Til lengri tíma lit-
ið, á meðan það er ennþá töluð íslenska hérna, hefur
tónlist á íslensku lengri líftíma. Fólk tengir best við
tungumál, sem það talar, skilur og hugsar á.“
Siggi minnir á að tungumálið er ekki staðnað fyr-
irbæri. „Ég held að það sé líka mjög mikilvægt fyrir
hverja kynslóð að bæta í. Það er ekkert gaman að vera
sífellt að syngja texta eftir Jónas. Það er bara ákveðin
heimild um tungumál á ákveðnum tíma. Málið breytist
og þróast.“
Bragi
Á
samt Kidda skipa Bragi Valdimar Skúlason og
Sigurður Guðmundsson þríeykið sem starfar
hvað mest saman í Memfismafíunni og líkar
þeim samvinnan vel.
Sigurður, sem er jafnan kallaður Siggi, byrjar að út-
skýra þessi tengsl: „Við erum allir á sitthvorum stað en
svo þegar við komum saman er samhugur og það mynd-
ast fljót. Það gerist allt hratt og við þurfum lítið að tala
saman. Við vitum muninn á óþolandi og smekklegu gít-
arstefi. Menn gera sér grein fyrir því hversu langt má
ganga hverju sinni.“
Bragi tekur við: „Þetta er suðupottur og svo sér Kiddi
um að velja hráefnið í súpuna hverju sinni. Menn koma
úr ólíkum áttum og ég held að það sé kostur. Við náum
að virkja styrkleika hvers og eins í skemmtilegheit-
unum,“ segir hann og Siggi tekur við.
„Það er einhvern veginn enginn alveg aðal. Enginn
sem hefur alvald þannig, þó að Kiddi verði alltaf að fá að
ráða á endanum,“ segir hann hlæjandi.
„Það eru allir álíka réttháir og bera gríðarlega virðingu
Siggi
Rata um tónlistarheiminn
’
Þetta er suðupottur og svo sér
Kiddi um að velja hráefnið í
súpuna hverju sinni. Menn
koma úr ólíkum áttum og ég held að
það sé kostur. Við náum að virkja
styrkleika hvers og eins í skemmti-
legheitunum.
Myndirnar eru fengnar að láni úr safni Memfismafíunnar. Til vinstri má sjá íbúa Diskóeyjunnar en til hægri er Baggalútur í sveitalagaham.