SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 36
36 5. desember 2010
Þ
ú ert bara á mínútunni. Það
kann ég að meta,“ segir Jón
Pétursson, Jón lögga, þegar
hann tekur á móti mér á heimili
sínu á þessum milda vetrarmorgni.
Handatakið er þétt, kersknislegur glampi
í augum. Jón er á 75. aldursári, þótt lík-
amlegt atgervi gefi annað til kynna. Hann
er hraustlegur að sjá en eilítið lotinn á
göngu. Það er annars ekkert aldurs-
merki, þannig hefur það alla tíð verið.
Arfur frá þúfunum í Akureyjum, þar sem
Jón ólst upp. Göngulagið er eflaust mörg-
um minnisstætt úr miðborginni, þar sem
Jón spásseraði áratugum saman í her-
klæðum lögreglunnar.
Jón er kvæntur Ragnheiði Tóm-
asdóttur, sem heilsar glaðlega, og eiga
þau tvo syni, Ragnar og Tómas. Á boð-
stólum er nýlagað kaffi og heimabakaðar
smákökur. Manni er ekki í kot vísað.
„Ég er bara hress, þakka þér fyrir,“
segir gestgjafinn þegar við höfum komið
okkur makindalega fyrir í stofunni.
„Blóðþrýstingurinn var mældur um dag-
inn, neðri mörkin eru 70 og þau efri 125.
Það er eins og hjá átján ára unglingi. Ég
þakka heilsuna hollum mat, fiski og
lambakjöti, en einkum og sér í lagi mikilli
hreyfingu. Ég þarf ekki á neinum lyfjum
að halda, ekki einu sinni magnyl.“
Tíðarandann ber á góma og Jóni þykja
gerviþarfir farnar að íþyngja fólki um of.
„Við þurfum að einfalda líf okkar. Er ekki
Bill Gates að sækja í einfaldari lífsstíl? Og
er hann þó allra manna ríkastur. Það er
vel hægt að láta sér líða vel í einfaldleik-
anum.“
Lætur ekki reiði eftir sér
Tilefni heimsóknar minnar er að ræða við
Jón um endurminningar hans sem Vest-
firska forlagið gefur út fyrir þessi jól.
Bókin kallast einfaldlega Jón lögga og er
rituð af Jóni sjálfum. Hún er í stíl við höf-
undinn, skrifuð af spartverskum krafti
og kerskni, sem ekki er öllum gefin, en
umfram allt af mikilli virðingu fyrir öllu
því fólki sem þar kemur við sögu. Ekki
spillir fyrir að Jón er prýðilegur stílisti og
óhætt að fullyrða að bókin sé skemmtileg
heimild um lífið í Reykjavík á seinni
hluta síðustu aldar.
Enda þótt létt sé yfir Jóni á löngum
köflum í bókinni fer því fjarri að hann
hafi sneitt hjá sorgum og áföllum í lífinu.
Hann missti föður sinn, Pétur Jóhann-
esson, sex ára, tvo bræður á unglingsaldri
og móður sína, Jóhönnu Kristínu
Guðmundsdóttur, þegar hann var um
tvítugt. Löngum var þröngt í búi á upp-
vaxtarárunum.
„Auðvitað hafa áföll af þessu tagi var-
anleg áhrif á mann,“ segir Jón og dregur
seiminn, „en ég hef alla tíð borið gæfu til
að líta á björtu hliðar tilverunnar. Tók til
dæmis aldrei eftir því sem barn að ég væri
fátækur. Samt munaði litlu að ég væri
hreinlega boðinn upp. Áður en til þess
kom var ég svo heppinn að lenda hjá
mjög góðu fólki, föðursystur minni og
manni hennar í Akureyjum. Þar leið mér
vel.“
Jón segir ekki stoða að gráta hlutskipti
sitt í lífinu. „Maður má ekki láta eftir sér
að vera sár eða reiður. Ég hef verið kátur
um dagana og er staðráðinn í að vera það
áfram þau ár sem ég á eftir – og helst
deyja úr hlátri!“
Skrifaðu þetta bara sjálfur!
Bókin átti sér langan aðdraganda. „Ég var
kvöldgestur hjá Jónasi Jónassyni í út-
varpinu fyrir mörgum árum,“ útskýrir
Jón, „og eftir þáttinn lýsti Jónas áhuga
sínum á því að skrifa um mig bók. Úr
varð að ég sendi honum einhver gögn en
hann svaraði um hæl: Blessaður skrifaðu
þetta bara sjálfur, þú ert fullfær um það!“
Bið varð hins vegar á því og ekki komst
hreyfing á málið fyrr en upp kom sú hug-
mynd að þeir feðgar, Jón og Ragnar son-
ur hans, rannsóknarlögreglumaður,
skrifuðu saman bók um lögreglustarfið
fyrr og nú. „Mér fannst þetta strax
áhugaverð hugmynd en Ragnar er fínn
penni – skrifar margar „bækur“ á ári í
sínu starfi. Þá skrifaði ég lögreglukafl-
ann, sem er í bókinni nú, en þegar á
reyndi var búið að selja forlagið sem ætl-
aði að gefa bókina út og nýju eigendurnir
höfðu engan áhuga á málinu. Þá datt
þetta upp fyrir.“
En Jón var kominn á bragðið og sá enga
ástæðu til að slíðra pennann. „Ég ákvað
að halda áfram að skrifa fyrir barnabörn-
in, átti einhverja kafla, sem höfðu birst í
blöðum, skeytti saman og bætti við. Síð-
an fór ég að sýna þetta vinum sem hafa
tilfinningu fyrir texta og þeir hvöttu mig
til að leita að útgefanda,“ segir Jón og
leggur áherslu á orðið „tilfinning“. „Það
er eitt að hafa vit á hlutunum, annað að
hafa tilfinningu fyrir þeim.“
Étur gæludýrin sín
Þreifingar áttu sér stað en „það vildi eng-
inn sjá þetta,“ segir Jón. „Það var svo
sem allt í lagi mín vegna, ég var hvorki
móðgaður né svekktur. Lá ekkert á að
koma þessu út.“
En þá tók málið óvænta stefnu. „Hjalti
Jóhannsson sem vann einu sinni hjá
Braga bóksala komst yfir handritið – fínn
náungi, Hjalti – og hafði samband við
Hallgrím Sveinsson hjá Vestfirska forlag-
inu. Þetta greip Hallgrím svo að hann
vildi gefa bókina út. Merkilegur maður,
Hallgrímur. Hann er með rollur og mér
hefur alltaf þótt þeir menn skynsamari
en aðrir menn. Þeir hafa alltént vit á því
að éta gæludýrin sín. Ég vona bara að
hann beri ekki skaða af þessu, bless-
aður.“
Jón vill einnig nefna þátt Þorvaldar
Jónassonar og Nínu Ivanovu í bókinni.
Hann hannaði forsíðu kápu og hún sá um
umbrot og kápuvinnslu. „Þetta er mjög
fært fólk. Hún er rússnesk, hlýtur að vera
frænka Tolstojs,“ segir Jón sposkur.
Þess má geta að Jón handskrifaði bók-
ina. Hann kann ekki við ritvélar og þaðan
af síður tölvur. „Snorri, nágranni minn í
Reykholti, skrifaði sínar bækur með fjað-
urstaf og Kiljan með blýantsstubbi. Og
ekki tókst þeim illa upp. Hnignunin hófst
með ritvélinni og ætli það komi nokkuð
af viti út úr þessum tölvum. Mér skilst að
þær séu meira og minna farnar að skrifa
bækurnar sjálfar.“
Fyrst og síðast grúskari
Þrátt fyrir bókina kveðst Jón ekki líta á
sig sem rithöfund. „Ég er fyrst og síðast
grúskari. Ég hef ekkert skrifað að ráði
Stefnir að
því að deyja
úr hlátri
Hann ólst upp við nauman kost og missti foreldra
sína ungur. Eigi að síður skipaði hann sér á bekk
með fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar og
keppti á Ólympíuleikum. Starfsævin fór í að
halda uppi lögum og reglu. Starf sem getur bæði
bætt menn og skaðað. Nú hefur Jón Pétursson –
Jón lögga – skráð endurminningar sínar af sama
krafti og fimi og hann gengur til annarra verka.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Jón með Þórð B. Sigurðsson á herðunum og Hilmar Þorbjörnsson með Gunnar Huseby.
Löggan. Jón stóð vaktina í 45 ár.
„Maður má ekki láta
eftir sér að vera sár
eða reiður. Ég hef ver-
ið kátur um dagana og
er staðráðinn í að vera
það áfram þau ár sem
ég á eftir – og helst
deyja úr hlátri!“ segir
Jón Pétursson.