SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 22
22 5. desember 2010
Þ
að er verið að fleygja stórkostlegum
fjármunum í vitleysu alla daga og til þess
að það sé hægt eru skattar hækkaðir upp
úr öllu valdi og álögur á þjónustu, jafn-
vel lífsnauðsynlega þjónustu eru stöðugt auknar.
Hent var nýlega eins og ekkert væri rúmum 100
milljónum króna í svokallaðan þjóðfund, sem
minnti að framsetningu til mest á fjáröfl-
unarsamkomu í Bandaríkjunum, nema þarna var
peningum skattborgaranna kastað á glæ en ekki
safnað í þágu góðs málefnis. Er það sama upp-
hæðin og maður sem hefur fengið milljarða af-
skrifaða í Arion banka borgaði fyrir að fá enskan
til syngja „hann á afmæli í dag“ í pakkhúsi, sem
var staður við hæfi.
Nýjar nefndir daglega
Þá hefur þessi verklausa ríkisstjórn skipað nýja
nefnd með skjólstæðingum sínum og pólitískum
þurfalingum annan hvern virkan dag á valdatíma
sínum og er skipunarhraðinn heldur að aukast.
Hefur annar eins nefndaflaumur ekki sést í sam-
tímasögu svo vitað sé. Kostnaðurinn við slíkt er
óheyrilegur og árangurinn í öfugu hlutfalli við út-
gjöldin. Loks fann velferðarstjórnin út að það
hefðu ekki verið bankaræningjarnir sem rændu
bankana innan frá sem hefðu gert neitt af sér
heldur hafði það friðsemdarplagg stjórnarskráin
farið á stjá, læðst með veggjum í skjóli myrkurs og
staðið fyrir hruni. Eina leiðin til að draga stjórn-
arskrána saklausa til ábyrgðar fyrir eitthvað er að
nefna sem ástæðu að vissulega var ný og vafasöm
túlkun á tiltekinni grein hennar notuð til að
tryggja að stærsti svindlarinn meðal siðleys-
ingjafjöldans gæti ráðið yfir mesta fjölmiðlaveld-
inu á Íslandi og haft þæga vikapilta í fréttastjóra-
og ritstjórastólum til að breiða yfir svínaríið og
tryggja að glæpirnir í bankakerfinu gætu farið
fram umræðu- og gagnrýnislaust. Og til að drepa
umræðunni frá því sem var raunverulega að ger-
ast var að auki ráðist með ósannindum og dylgj-
um á andstæðinga og ímyndaða óvini og jafnvel
ættmenni þeirra af meiri heift en nokkru sinni
hefur sést. Er ótrúlegt að á Íslandi sé enn hægt að
kaupa menn til slíkra verka og að hinir sömu skuli
ekki læðast með veggjum eftir að í ljós er komið
hvernig allt var í pottinn búið og á hvers konar
siðferðisplani þeir höfðu starfað og hvílík skítverk
unnið.
Sóunin heldur áfram
Og næst er nokkrum hundruðum milljóna sóað í
að draga úr hirslum þjóðminjasafnsins lagabálk
sem ekki hefur verið notaður í hundrað ár, rétt
eins og hvítþvegnir englar hafi stjórnað Íslandi
allan þann tíma. og forsætisráðherrann fyrrver-
andi, Geir H. Haarde, settur á sakamannabekk.
Maður sem hefði sjálfsagt lítið getað gert gagnvart
holskeflunni þar sem samstjórnarflokkurinn og
forseti landsins héldu sérstakri verndarhendi yfir
fjárglæframönnunum og gáfu þeim siðferðisvott-
orð á báðar hendur og hengdu á þá heiðursmerki
og krossa. Og svo er allt stjórnkerfið haft í því á
örlagatímum að fylgja eftir meinloku Samfylk-
ingarinnar sem er að skreppa saman um að rétt sé
að troða Íslendingum í Evrópusambandið gegn
vilja þeirra og taka upp evru sem alla fyrst, því
hún sé sá lífsins elexír sem öllu fái bjargað.
Eins og staða evrunnar er nú minnir þessi
endaleysa helst á ef ferðaskrifstofa Samfylking-
arinnar hefði verið með sérstakar tilboðsferðir á
hraðbátum til að komast um borð í Titanic áður
en skipið sykki. En um evruna hefur verið sagt í
10 ár að hún gæti ekki hrunið. Dallarnir eiga því
eitt og annað sameiginlegt. Beinn, en þó einkum
óbeinn kostnaður af þessu óláns uppátæki að hafa
tugi og hundruð embættismanna í ólöglegum að-
lögunarviðræðum við ESB er hrikalegur. Og á
meðan á allri þessi gegndarlausu sóun í hvern
óþarfann af öðrum stendur vogar fjármálaráð-
herrann sér að segja að sækja verði aura til að
standa undir henni til aðþrengdrar velferð-
arþjónustu á landsbyggðinni. Og verst er að emb-
ættismenn utanríkisráðuneytisins, sem hafa iðu-
lega verið vandir að virðingu sinni, virðast hafa
verið fyrstir til að bíta á agnið og eru komnir
prúðbúnir í hljómsveitina sem lék af svo miklum
tilfinningahita meðan fleyið tók stefnuna á hafs-
botninn.
Ferill stjórnlagaþings
Ferill stjórnlagaþingsins er athyglisverður. Þegar
því var komið á með lögum var það sótt fast að
það yrði sjálfstæður stjórnlagagjafi sem var stór-
furðuleg tillaga. Ætluðu offorsmenn vinstriflokk-
ana ekki að hleypa Alþingi í kosningar nema að sú
skipan fengist fram áður. Þvílíkri stjórnskipulegri
afskræmingu var að sjálfsögðu hafnað og má
þakka það helst nokkrum reyndum þingmönnum
sem voru að kveðja sinn þingferil og létu heift-
úðuga andstæðinga ekki ógna sér. Þar með var
þetta stjórnlagaþing í raun hrapað í virðingu úr
stofnun sem gat ákveðið eitthvað yfir í að vera ráð-
stefna eins og þær sem viðskiptaráð heldur, þótt
þessi muni standa eitthvað lengur og kosta skatt-
píndan almenning ógrynni fjár.
Áhugafólk um fyrirbærið reyndi að berja í brest-
ina sem fram komu með höfnun Alþingis og sögðu
að fengi kosning fulltrúa á stjórnlagaráðstefnuna
mikla þátttöku kosningabærra manna myndi
þungi þess sem þar gerðist aukast. Þetta sögðu
bæði forsætisráðherrann og stjórnlagafræðing-
urinn sem útbjó ásamt fáeinum öðrum „sérfræð-
ingum“ niðurstöðuna úr þjóðfundarkaffiboðinu.
Og hver var útkoman í hinum almennu kosningum
um gæluverkefnið. Lélegasta kosningaþátttaka al-
mennings sem sést hefur. Af ummælum forsætis-
ráðherrann ber hiklaust að gagnálykta að umboð
stjórnlagaráðstefnunnar sé lítið sem ekkert.
Þegar forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann
og fréttastofa hins hlutlausa Ríkisútvarps höm-
uðust gegn því að fólk mætti til þjóðaratkvæða-
greiðslu um Icesave létu kjósendur það eins og
eitthvert óráðstuð um eyrun þjóta. Nú hvatti eng-
inn til að kosningin til stjórnlagaráðstefnunnar
væri sniðgengin Meira að segja ritstjórar Morg-
unblaðsins sem höfðu harla lítið álit á uppátækinu
mættu til að kjósa og gerðu það þótt ekki færi á
milli mála að öll venjuleg kosningalög og sérlög
væru brotin, og kosningin því að réttum lögum
ólögleg og því ógildanleg. En ekkert dugði til. Rétt
rúmur helmingur þeirra kjósenda sem mættu gal-
vaskir í þjóðaratkvæði gegn Icesave lufsuðust til að
kjósa fólk á stjórnarskrárráðstefnuna.
Nánast enginn þekkti kosningareglurnar
Gerð hefur verið könnun á því, að vísu óformleg,
en þó gefandi marktæka vísbendingu um hvort
frambjóðendur hafi vitað hvers konar kosn-
ingakerfi væri notað við þessa undarlegu kosningu.
Niðurstaðan er sú að innan við 5% aðspurðra höfðu
skilið rétt hvernig þetta kosningakerfi virkaði. Og
hvernig halda menn að ástandið hafi þá verið hjá
almennum kjósendum. Þrátt fyrir niðurlægjandi
litla kjörsókn í þessum kosningum bárust fréttir
um að erfiðlega gengi að telja. Um tíma virtust
tæplega 14% kjörseðla vera ógild eða hlytu að
Reykjavíkurbréf 03.12.10
Fáráðlingar fleygja peningum