SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 55
5. desember 2010 55 T veir kaffibollar og smákökur í skál sem mamma bakaði og færði fjölskyldunni í Karfavogi. Á borðstofuborðinu eru líka punktar og skiss- ur á blöðum sem raðast hafa í kringum tölvuna. Af ummerkjum að dæma er nýrrar bókar að vænta frá höfundinum Andra Snæ Magnasyni þó að hún berist ekki með bókaflóðinu fyrir jólin. „Ég er að skrifa barnabók sem heitir í handriti Mjall- hvítarkistan,“ játar hann. „Hún fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn, lagt undir sig allan hinn byggilega heim og óbyggilega í raun líka. Hann er næstur Guði, tignaður og dáður og menn hræðast hann – hann ræður örlögum manna og þjóða. En honum finnst ósanngjarnt, að hann fær bara jafnmikinn tíma og aumasti þræll. Og hann syrgir það að hann mun aldrei fá að bragða öll vínin sín, gista í öllum höllunum sínum, prófa alla hestana sína, en mest af öllu að kóngsdóttirin fagra vex bara eins og njóli og mun einn daginn verða gömul og hverfa, eins og allt sem hann hefur byggt upp. Þannig að hann heitir því að hver sem geti varðveitt fegurð konungsdótturinnar – veitt henni meiri tíma, fái að launum hálft konungsríkið. Þegar menn hneykslast á því segist hann hvort eð er ekki munu nota það ef hann fái ekki lausn á þessu vandamáli.“ Andri er kominn á skrið í frásögninni. „Það koma allskonar töframenn, lýtalæknar, tónskáld, menn sem þykjast hafa fangað eilífðina, en allt kemur fyrir ekki, þar til það koma dvergar frá fjarlægri nýlendu, sem konungurinn hafði lagt undir sig, með kistu sem lítur út eins og glerkista, en er ofin úr köngulóarsilki, svo þétt ofin að tíminn sjálfur kemst ekki ofan í kistuna. Þegar prinsessan er lögð ofan í kistuna og henni lokað í viku finnst henni eins og eitt augnablik hafi liðið: „Ætlið þið ekki að loka kistunni?“ Ef maður hugsar út í það eru febrúar og nóvember einn sjötti af lífinu, mánudagar einn sjöundi, og ef raðað er saman rigningardögum, skammdeginu, ónýtum dögum og biðdögum kemur í ljós að maður eyðir fleiri dögum í vitleysu en morðingi sem dæmdur er til refsingar og eyðir 20 árum af lífi sínu í fangelsi. En þjóðin getur gefið prins- essunni dagana sem skipta máli, hátíðisdaga, sumardaga, sólardaga, hún sóar því ekki í dagana á milli. Þetta endar náttúrlega með tómri vitleysu!“ Hann hlær. „Ég er ennþá að skrifa söguna og var lengi að hugsa hana. Ég held að hún verði tvöfalt lengri en Blái hnött- urinn, kannski í líkingu við Bróður minn Ljónshjarta, en þó ekki eins löng og Harry Potter.“ – Það má ráða af Mjallhvítarkistunni, að þú hugsir bækurnar í þaula áður en þú skrifar þær? „Það er misjafnt. Blái hnötturinn varð til út frá því að ég var beðinn að lesa upp í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1998. Ég var ekki byrjaður á bókinni, átti bara Bónus- ljóð, smásögur og annað slíkt, og nennti ekki að mæta á upplestur með tveggja ára gamalt dót. Ég fór því með söguna Bláa hnöttinn á kortéri, án þess að hafa skrifað eina blaðsíðu. Ég átti bara rissur og teikn- ingar. Svo fór ég heim, byrjaði á blaðsíðu eitt og sendi vinkonu minni hvern kafla þegar ég lauk við hann. Sagan er því skrifuð í krónólógískri röð og þegar ég var búinn að frumryðja mig í gegnum hana fór ég til Ítalíu og lá yfir henni í tvo mánuði.“ Hann kímir. „Ég fór auðvitað til eyju fyrir utan Sikiley af því að þannig eiga skáld að gera!“ – Þú hefur gagnrýnt markaðsvæðingu frjálshyggj- unnar, en líka hreintrúarstefnur í stjórnmálum. „Það er fyndið í því samhengi að ég fékk frjáls- hyggjuverðlaun SUS. Enda vinir mínir margir frjálshygg- jusinnaðir evangelistar og öll partí fóru í rökræður um það. Eitthvað hefur síast inn af þessum röksemdum – hagfræðilegum skilningi á veröldinni. Ég skrifaði mig að vissu leyti inn í Hayek í Draumaland- inu, las hann eftir að ég skrifaði ákveðna kafla. Ástandið kreisti út úr mér ákveðnar röksemdir. Þegar stjórn- málamaður trúir því ekki að fólkið framleiði kerfið skap- ast hætta á fasisma – þegar einn maður ætlar að skipu- leggja atvinnulífið. Mér fannst við vera í því ástandi. Það að ekki væri hægt að svara því hvað fólk ætti að gera, þýddi ekki að svarið væri ekki til. En það leiddi út í rangar metafórur um það hvernig mannkynið býr til atvinnulíf. Í raun má segja að ég hafi skrifað bókina á tímum þar sem orðræða frjálshyggjunnar var ríkjandi vald en orð- ræða kommúnismans og sósíalismans dauð. Mér fannst skemmtilegt að nota röksemdir frjáls- hyggjunnar til að gagnrýna það vald sem beitt var af þeim sem sögðust aðhyllast þá hugmyndafræði. Þetta var ósköp venjuleg viðskiptafrjálshyggja, að með því að reka fólk væri verið að leysa úr læðingi vinnu- afl til annarra verka en ekki ætti að líta á þann veruleika sem það skapaði sem end- anlega stöðu.“ Hann þagnar. „Núna finnst mér þetta tungumál svo dómínerandi að ég er orðinn dálítið leiður á því. Listamenn voru að sanna að þeir væru líka stoð atvinnulífsins, jafnstórir og stóriðjan, að ef öll list færi úr landi hefði það jafnmikil áhrif og ef einu álveri væri lokað eða tveim. Ég held ekki! Þar er listin eflaust að van- meta sig í samanburðinum. Ef krafturinn í menningunni yfirgæfi landið – held ég að við yrðum eins og sumir staðir úti á landi og úti í heimi sem hefur ekki tekist að skapa sér sterka menningu, þar búa nákvæmlega jafn margir og þarf til að flaka fiskinn eða smíða bílinn – en enginn um- fram það.“ Enn þagnar hann. „Ég veit satt best að segja ekki alveg, hvaða stefnu ég trúi á.“ – Þarf maður að trúa á stefnu? „Nei, ég held ekki.“ – Sumir bíða eftir leiðtoganum! „Svo kemur leiðtoginn og þá fer fólk að hata leiðtog- ann!“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Andri Snær Magnason Þá skapast hætta á fasisma ’ Mér fannst skemmtilegt að nota rök- semdir frjáls- hyggjunnar til að gagnrýna það vald sem beitt var af þeim sem sögðust aðhyllast þá hug- myndafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.