SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 12
12 5. desember 2010 Mánudagur Sveinn Blöndal var mjög fúll rétt áð- an. Síðan horfði hann á tónlist- arstund með Arnari Eggerti. Núna er hann afar glaður. Marsibil Sæmundardóttir lét hár- ið fjúka … Tómas Örn Tómasson einn dagur eftir í tökum á Áramótaskaupinu!!! Fimmtudagur Eyrún Magnúsdóttir Vinsældalisti barna- efnis á heimilinu: 1. Videokameran tengd við sjónvarpið svo hægt sé að horfa á myndskeið með sjálfum sér, 2. Skets úr Hemma Gunn frá 1993 með Mikka ref og Lilla Klifurmús (sjá youtube) 3. „Kagglarnir“ (Klaufabárðarnir) … Latibær hvað? Elín Hirst Mig langar til að segja ykkur eina litla sögu um góðverk. Í gær kom kona til Mæðra- styrksnefndar með 10 umslög í hverju þeirra voru 15 þúsund krón- ur. Með þessu framlagi af laun- unum sínum vildi hún gleðja 10 fá- tækar fjölskyldur fyrir jólin. Við kölluðum hana jólaengil og pening- arnir fóru á góða staði. Fésbók vikunnar flett L eikurinn á mánudaginn var feikilega skemmtilegur og gaman að sjá hvernig Barcelona spilaði. Liðið er frábært núna, enginn getur mælt á móti því, en ég held að það sé ekki besta lið allra tíma. Mörg gríðarlega góð lið hafa komið fram í gegnum tíðina og hver tími hefur sinn sjarma. Ég get nefnt Liverpool sem var það besta í Evrópu um tíma og eft- irminnilegur er úrslitaleikur Meist- aradeildarinnar 1994 þegar talað var um að frábært sóknarlið Barcelona myndi rúlla hinu varnarsinnaða AC Milan upp. Þegar til kom vissu Barcelonamenn ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Lið Milan var frábært; skipað stórkostlegum leik- mönnum og auk þess mjög vel skipulagt. Bestur er dálítið sleipt orð en í mínum huga er sá alltaf bestur sem vinnur titla. Barcelona vann reyndar alla fimm sem liðinu stóðu til boða fyrir tveimur árum en ég tel að það hafi verið fyrst og fremst vegna þess hve liðið var með góðan markvörð og sterka miðverði. Fag- urfræði og mikilvægi góðs varnarleiks gleymist oft þegar talað er um skemmti- legustu liðin eða þau bestu. Hvað er skemmtilegra í knattspyrnu en að vinna titla? Ekki má gleyma því að Barcelona tókst ekki að vinna vel skipulagt lið Inter Mil- an í Meistaradeildinni í fyrravetur. Þá beitti Inter taktískt fagurfræðilegri út- færslu sem Barcelona átti ekki svar við. Muna menn hver það var sem skoraði þá fyrir Barcelona gegn Inter? Var það Messi? Nei, það var stór og sterkur mið- vörður sem fór fram í sóknina. Varðandi leikinn á mánudaginn held ég að framganga Barcelona hafi m.a. verið jafngóð og raun ber vitni vegna aulagangs andstæðinganna; leikmenn Real Madrid voru greinilega mjög illa stemmdir og aðrir hlutir virtust valda þeim einhverju hugarangri, kannski umræðan um rauðu spjöldin sem tveir leikmanna liðsins fengu í Meistaradeild- inni í síðustu viku. Ég er sammála því sem Mourinho [þjálfari Real] sagði á mánudaginn, að þetta var bara einn leik- ur og úrslitin í deildinni ráðast ekki á honum. Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, bendir oft réttilega á að menn fá jafnmörg stig fyrir að vinna liðin í neðstu sætunum og þau bestu. MÓTI Guðjón Þórðarson einn sigursælasti knattspyrnu- þjálfari Íslands ’ Í umræðu um skemmtileg lið vill fagurfræði og mik- ilvægi varnarleiks gleym- ast. Hvað er skemmtilegra en að vinna titla? S igur Barcelona á Real Madrid [5:0] á mánudaginn var besti leikur félagsliðs í knatt- spyrnusögunni, svo langt sem ég man, sem er orðið býsna langt. Þetta var skólabókardæmi um frá- bæra knattspyrnu. Spilamennskan minnti mig á landslið Brasilíu sem varð heimsmeistari 1970 og Johan Cruyff og félaga í liði Hollands næstu árin þar á eftir. Það er svo mikið flæði í liðinu að alltaf er einhver leikmaður laus og með ólíkindum að 89% allra sendinga Barcelona-manna skuli rata á sam- herja. Hafa verður í huga að þeir voru ekki að spila á móti byrjendum! Í hópnum hjá Real Madrid eru einir fjórir heims- meistarar Spánar, tveir af lyk- ilmönnum Þjóðverja, nýjasta stjarna Argentínu og sjálfur Cristiano Ronaldo. Barcelona hefur alltaf verið með frá- bært lið. Ég kynntist Cruyff aðeins og spilaði nokkrum sinnum á móti honum og mér finnst stórkostlegt að Guardiola [þjálfari Barcelona] skuli nota hug- myndafræði hans. Auðvitað er hægt að liggja í vörn og brjóta þessa leiknu menn Barcelona niður með líkamlegu atgervi, eins og Inter Milan gerði [í Meistaradeildinni] í fyrra. Liðið tapar stundum en spilamennskan gegn Real var sigur fyrir knattspyrnuna. Þetta var algjör veisla og alveg sama hvar er borið niður í liðinu, frá aftasta manni og til þess fremsta; allir eru góðir á öll- um sviðum. Ég er viss um að varn- armennirnir gætu haldið boltanum á lofti allan daginn ef þeir vildu! Xavi og Iniesta á miðjunni eru galdramenn og svo er náttúrlega sá ótrúlegi leikmaður Messi sem verður sífellt betri; hann er að nálgast sjálfan Maradona og verður þar með einn besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann er lítill og ekki mikill fyrir mann að sjá, en boltinn er eins og límdur við hann og sterkustu varnarmenn geta hrein- lega ekki stoppað hann. Real hefur á seinni árum reynt að kaupa afrekslið; hefur nælt í alla þá dýrustu en það tekur tíma að búa til liðsheild. Leikmenn Barcelona hafa aftur á móti flestir spilað lengi saman hjá félaginu, þekkja hver annan vel og þess vegna er liðsheildin svona sterk. MEÐ Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður og fyrrverandi landsliðsmaður Barcelona besta félags- lið fótboltasögunnar? ’ Barcelona minnir á heimsmeistaralið Brasilíu 1970 og Johan Cruyff og félaga í landsliði Hollands næstu árin þar á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.