SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 21
5. desember 2010 21
J
óel Pálsson er fæddur í Reykjavík 25.maí 1972 en bjó
fyrstu þrjú æviárin í New York. Jóel gekk í Melaskóla
og Hagaskóla, auk þess að stunda tónlistarnám við
Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Því næst lá leiðin í
Menntaskólann við Hamrahlíð og Tónlistarskóla FÍH. Jóel
útskrifaðist úr báðum skólum 1992 og hélt þá rakleiðis til
Bandaríkjanna þar sem hann hóf framhaldsnám við Berk-
lee-tónlistarháskólann í Boston. Síðan Jóel flutti heim hefur
hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi, leikið á hátt í 200
hljómplötum, tekið þátt í ótal tónleikum og komið fram í
leikhúsum, útvarpi og sjónvarpi. Jóel gaf á dögunum út
hljómplötuna HORN sem er hans fimmta hljómplata með
eigin verkum. Árið 2005 stofnaði Jóel ásamt konu sinni
Bergþóru Guðnadóttur hönnunarmerkið Farmers Market og
rekur það samhliða starfi sínu sem tónlistarmaður, en vörur
þeirra eru nú seldar í verslunum víða um heim. Þau Jóel og
Bergþóra eiga tvo drengi, fædda 1998 og 2003.
Nýlega kominn í heiminn 1972. Með mömmu á Ameríku-árunum. Með pabba, Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, á skjálftavaktinni í Reynihlíð 1978.
Með ömmu Lóu og afa Jóel í Reykjahlíð, Mosfellsdal 1979.
Feðgarnir í Skálavík á Vestfjörðum árið 2007.
Með kolleganum Sigurði Flosasyni fyrir tónleika á Listahátíðinni í Shanghai 2006.
Með horn í
hönnun
Jóel Pálsson hefur verið áberandi
í íslensku tónlistarlífi og rekur
jafnframt hönnunarfyrirtæki.
Klarinettleikari í Edith Piaf árið 2004. Með Bergþóru á vinnustofunni í Örfirisey.
Flottur á umslagi nýjustu plötunnar, Horn.
Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2008.
Úr uppfærslu Rocky Horror í MH 1991.
Útskrift úr Berklee 1994. Töffarinn Sting afhenti skírteinið.
Myndaalbúmið