SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 41
5. desember 2010 41 það að gera rannsókn,“ segir Kristín. Margir sjá kannski fyrir sér mann- fræðinginn sem fer á meðal framandi fólks og skoðar samfélagið utan frá en það er alls ekki það sem Kristín gerði eins og hún segir í bókinni: „Vett- vangsrannsókn felur í sér að skilja sjónarmið annarra, ekki bara með því að spyrja hver sjónarmið þeirra séu heldur einnig með líkamlegri upplifun á ákveðnum aðstæðum og reynslu með þátttöku í lífi annarra.“ Hún útskýrir þetta nánar í spjalli: „Í gegnum þessa reynslu og jafnvel mis- tök líka fáum við ákveðna innsýn í viðfangsefni okkar.“ Kristín leggur jafnframt áherslu á að mannfræðingar geri rannsóknir ekki aðeins í fjarlægum löndum, heldur einnig nær heimahögum og margir í sínu heimalandi, eins og hún sjálf hef- ur gert undanfarin ár. Hún segir að aðferðafræði sé stund- um sett upp svo snyrtilega, „næstum því eins og uppskrift að köku“, en há- skólakennarinn Kristín leggur á sama tíma áherslu á mikilvægi þess að kenna aðferðafræði en jafnframt gera sér grein fyrir því að rannsókn felur í sér tengsl rannsakanda við þá sem rann- sóknin snýr að. Langaði að lifa ólíku lífi Var ekki erfitt að taka þá ákvörðun að fara svona lengi burt og svona langt? „Mig langaði alltaf til þess að prófa að upplifa eitthvert líf sem væri ólíkt mínu lífi hérna heima. Ég er alin upp í Hafnarfirði, ég hef ekki reynslu af því að alast upp í sveit sem hefði örugglega nýst mér ágætlega. Svo hafði ég líka áhuga á málefnum minnihlutahópa og jaðarhópa. En ég sá það ekki alveg fyr- ir hvað ég yrði mikið ein.“ Stund sannleikans rann kannski svo- lítið upp á leiðinni á staðinn. „Þegar ég var í flugvélinni á leiðinni til Nígers þá allt í einu hugsaði ég: Hvað er ég að gera? Hvað er ég búin að koma mér út í? Hvernig datt mér í hug að velja mér verkefni svona langt í burtu á svona erfiðum stað?“ Engir Íslendingar voru í Níger þegar Kristín dvaldi þar en hún var í ein- hverjum samskiptum við Bandaríkja- menn á staðnum en hún menntaði sig í Bandaríkjunum, er með doktorspróf frá Háskólanum í Arizona. Hugmyndin að rannsókninni kom í raun til á gangi í Tuscon þegar sam- nemandi hennar benti á bók í búð- arglugga og spurði af hverju hún skoð- aði ekki þetta fólk. Spurningin var grín en þetta var hefðbundin kaffiborðsbók með glansmyndum af virðulegu og lit- ríkt klæddu fólki, ímynd sem Kristín hafði ekki áhuga á að ýta undir. „Þetta var fallegt fólk í framandi athöfnum, einmitt þessi rómantíska sýn sem sést oft í fjölmiðlum bæði heima og erlend- is.“ En grínið fór lengra, þetta varð upp- hafið að því að Kristín kynnti sér Wo- DaaBe-fólkið. Hún komst í kynni við samnemanda frá Níger, sem gaf henni góð ráð og eitt leiddi af öðru. Það ýtti undir áhugann að í þessari rannsókn gat hún sameinað mörg ’ Eitt sem maður verð- ur að sætta sig við þegar maður er að gera rannsóknir er að maður tekur ekki alltaf al- veg réttar ákvarðanir. Góð vinkona Kristínar gerir við matarskál á meðan lítil frænka hennar fylgist með. Kristín er núna þriggja barna móðir í Hafn- arfirðinum en var barnlaus þegar hún dvaldi meðal WoDaaBe-fólksins í Níger.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.