SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 50
50 5. desember 2010
Þ
egar ég var krakki í Kópavogi
breyttust ýmis orð og setningar
í meðförum okkar systkinanna
eins og gengur og gerist.
Brauðrist (ristavél) varð hristavél, El-
liðaárnar urðu Ellefuárnar, einiberja-
runn varð ein í berjarunn, uppþvottavél
að uppvöskunarvél, mistókst varð
minnstókst – og svo mætti lengi telja.
Sonur minn kallaði Vídalínskirkju lengi
Vítamínskirkju og lítil frænka mín sagði
iðulega heimþráður í stað þess að segja
heimþrá. Sum þessi nýju og jafnframt
bernsku orð verða til þegar leitað er
merkingar í annars merkingarlausum
orðum. Sjálfsagt þekkja flestir dæmi um
eitthvað svipað úr eigin æsku eða frá
börnum og barnabörnum – og hafa gam-
an af. Mér datt til dæmis aldrei í hug að
leiðrétta hana frænku mína með heim-
þráðinn. Líklega er orðið samhúð af
þessum toga. Það er algengt í skrifum á
vefsíðunni Barnalandi þegar notendur
síðunnar votta einhverjum samúð sína
eða biðja um samúð – góðlátlegur út-
úrsnúningur sem má hafa gaman af.
Ég er hins vegar uggandi yfir mál-
notkun og máltilfinningu margra full-
orðinna, bæði þeirra sem skrifa á blogg
og netsíður en einnig þeirra sem skrifa í
vefmiðla – og mig langar oft að leiðrétta.
Sumt sem þar má sjá á prenti er komið
svo langt frá uppruna sínum að erfitt er
að reyna að skýra það á svipaðan hátt og
ég nefndi hér að framan og sumar villur
eru beinlínis óskiljanlegar. Nefna má
þegar afbrýðisemi verður afbrigðasemi,
herbergi að herbyggi, auðvitað að auð-
vita og kankvís að kankviss, stigsmunur
að stigamunur. Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að nefna enn og aftur
ýmsar ambögur sem birtast í fjölmiðlum
en ég stenst ekki freistinguna og læt fljóta
með örfá dæmi sem tekin eru af síðum
fréttamiðla: Hann er með ekkert nám á
baki sér. Skólinn mun leggjast niður.
Hann var kyrktur til bana. Póstur var
sendur á fjölda manns. Lítið skipulag er
við útdeilingu mats – svo fátt eitt sé
nefnt.
Í sjálfu sér er auðvelt að benda á villur
og ambögur en mikilvægara er að koma
með tillögur til úrbóta. Skólaganga ein
og sér tryggir ekki áhuga á íslensku máli
eða góða máltilfinningu. Það þarf meira
til. Áhugi og metnaður, góðar fyrir-
myndir, aðgengilegar ábendingar og
leiðbeiningar, áhugi á lestri góðra bóka,
umræður um tungumálið og vilji til að
gera vel. Neikvæð ummæli um málfars-
löggur, íhaldssemi og málfræðistagl
gerir tungumálinu lítið gagn og ekki þarf
mikið ímyndunarafl til að gera sér í
hugarlund hvernig komið væri fyrir
íslenskri tungu ef enginn hefði látið sig
málið varða. Ég mæli með því að fólk
taki höndum saman og móti málstefnu á
sem flestum stöðum; málstefnu blogg-
síðna, fjölmiðla, leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla sem og annarra
stofnana. Málstefnan gæti falið í sér um-
fjöllun um hvernig viðeigandi er að
skrifa tölvupóst, hvernig ganga á frá
texta öðrum til birtingar, hvað telst
vandað mál og óvandað og svo mætti
lengi telja. Dropinn holar steininn.
Þegar Elliðaárnar
urðu Ellefuárnar
’
Neikvæð ummæli um
málfarslöggur,
íhaldssemi og mál-
fræðistagl gerir tungumál-
inu lítið gagn og ekki þarf
mikið ímyndunarafl til að
gera sér í hugarlund hvern-
ig komið væri fyrir ís-
lenskri tungu ef enginn
hefði látið sig málið varða.
Málið
El
ín
Es
th
er
Ummmm,
hérna ...
Tungutak
Svanhildur Kr.
Sverrisdóttir
svansver@hi.is
M
óðir Margrétar Guðmunds-
dóttur lagði snemma að
henni að læra hjúkrun enda
sá hún starfið í hillingum.
Dóttirin féll hins vegar fyrir sögunni
fljótlega eftir fermingu og hrinu fortölur
móður hennar hvorki á þrjósku hennar
né staðföstum vilja til að helga fortíðinni
krafta sína og sköpunargleði. Hún varð
sagnfræðingur.
Örlögin hafa hins vegar skemmtilegt
skopskyn og það átti fyrir Margréti að
liggja að rita sögu hjúkrunar á Íslandi á
20. öldinni sem út kom á veglegri bók
fyrir skemmstu og var í vikunni tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í
flokki fræðirita. Verkið tileinkar hún
vitaskuld móður sinni heitinni, Stein-
unni Guðrúnu Guðnadóttur, sem inn-
rætti henni virðingu fyrir hjúkr-
unarstörfum og öllum sem inna þau af
hendi.
Sérsvið Margrétar er kvennasaga,
einkum vinna kvenna, og hefur hún frá
fyrstu tíð safnað heimildum um hana,
bæði vinnu á heimilum og launaða vinnu.
„Ég heillaðist snemma af hjúkr-
unarkonum og sögu þeirra en lengi voru
þær nánast ósýnilegar. Þeirra framlag
hefur hins vegar alltaf verið mikið,“ segir
Margrét sem skrifað hefur greinar um
efnið, auk þess sem eftir hana liggja bæk-
ur, þar sem hjúkrun kemur við sögu,
Aldarspor – saga Hvítabandsins og Í þágu
mannúðar – saga Rauða kross Íslands.
Hún brást því vel við þegar Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga fór þess á leit
við hana á skrá sögu hjúkrunar í þessu
landi. „Þetta var fyrst fært í tal við mig
árið 1996 en þá var hugmyndin að ég rit-
stýrði tvö þúsund síðna verki sem margir
höfundar kæmu að. Frá því var horfið.
Forsvarsmenn félagsins töluðu svo aftur
við mig fjórum árum síðar og þá var
Í virðingar-
skyni við
ósýnilega stétt
Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld hlaut í vikunni
tilnefningu til Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Höfundurinn, Margrét Guðmunds-
dóttir sagnfræðingur, fagnar tilnefningunni enda
hafi mikill metnaður verið lagður í verkið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Lesbók
Þ
að sætir að sjálfsögðu tíðindum,
að út skuli komin ævisaga Gunn-
ars Thoroddsens, sem byggð er á
minnispunktum hans sjálfs, dag-
bókum og bréfaskiptum auk annarrra
heimilda. Höfundurinn, Guðni Th. Jó-
hannesson sagnfræðingur, tekur fram, að
börn Gunnars hafi gefið honum frjálsar
hendur um ritun ævisögunnar og ekki
reynt að hafa áhrif á efnistök. Fyrir andlát
sitt hafði Gunnar unnið að ritun sögu
sinnar með Ólafi Ragnarssyni, en entist
ekki líf og heilsa til að ljúka henni.
Guðna Th. Jóhannessyni var mikill
vandi á höndum við ritun bókarinnar.
Gunnar Thoroddsen var einn af svipmestu
stjórnmálamönnum sinnar tíðar og gegndi
mörgum af æðstu embættum þjóðarinnar.
Hann hafði mörg andlit. Í bók sinni vitnar
Guðni í ritdóm Sólrúnar
Jensdóttur um sam-
talsbók þeirra Gunnars
og Ólafs Ragnarssonar:
„Hver er persóna þessa
manns?“ spyr hún.
„Hvert er stolt hans og
efasemdir, á hann sér
engin áhyggjuefni,
hverjar eru tilfinningar hans og hver er trú
hans?“ Þessar spurningar eru eðlilegar og
ævisaga Gunnars svarar þeim býsna vel og
í rauninni betur en menn gátu vænst.
Gunnar var fyrst kjörinn á þing 1934 að-
eins 23 ára gamall og sat þar með hléum til
ársins 1983, en hann lést þá um haustið.
Lengst af hafði hann bein afskipti af
stjórnmálum, síðast sem forsætisráðherra.
Ekki verður þó litið á ævisögu hans sem
stjórnmálasögu þessa tímabils. Til þess er
hún of sjálfhverf. Þar er þó mikilsverðar
upplýsingar að finna og staðhæfingar, sem
hljóta að koma til endurskoðunar, hvað
sagt er og hvað ekki sagt. – „Þögnin er
fróðleg, þó að henni megi ekki treysta um
hvert einstakt atriði,“ skrifar dr. Björn
Sagan verður
seint fullsögð
Bækur
Gunnar Thoroddsen – Ævisaga
bbbbn
Eftir Guðna Th. Jóhannesson.
JPV útgáfa. 652 bls.