Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 8
Nú líður óðum að jólum. Sú stund nálgast að klukkur gjalla og heil- agur friður kemur yfir hinn kristna heim. Hátíð er hvarvetna haldin til að fagna atburði, sem gerðist fyrir nær tvö þúsund árum suður á Betlehemsvöllum. Við þekkjum öll söguna um það að kona ein sem komin var til Betlehem vegna manntals ól barn í fjárhúsi utan við borgina, þvx hvergi var rúm að fá annars stað- ar. Sagan er látlaus en nokkuð átakanleg. Við hljótum að hrærast til nokkurrar meðaumkunar með konunni. En hvað gerir söguna svo fræga? Hvers vegna fögn- um við þessum atburði nú á seinni hluta tuttugustu aldar? Til er íslenzk saga miklu átakanlegri. Þessi sögn segir frá konu sem úthýst var x hríðarveðri, á kirkjustað sem eitt sinn var undir Ingólfsfjalli. Kona þessi var alein, og eftir að hafa gengið nokkuð út með fjallinu varð hún að leggjast undir stóran stein sem þar er og slútir nokkuð fram yfir sig. Þarna ól konan barn, og þarna varð hún að vera næturlangt og berjast við frost og vinda til að vernda þetta nýja lxf. Þessa sögu þekkja margir íslendingar og ef til vill örfáir útlendingar. Við vorkennum konunni og okkur ofbýður kaldlyndi ráðsmannsins sem úthýsti henni. Engin hátið er haldin til minningar um þetta, og enn stendur steinn undir Ingólfs- fjalli sem kallaður er Sængurkonusteinn, en þeim fækkar óðum sem vita hvað hann heitir og hvar hann er. Þessar tvær sögur eru nokkuð keimlíkar. Báðar segja frá móður sem fæddi barn, og heimurinn ekki vildi hýsa. Hvað gerir nú miininn? Drengurinn sem fædd- ist undir steininum gæti hafa orðið bóndi, jafnvel ríkur bóndi, en enginn veit hvað hann hét. Jesú, sá sem fæddist í jötunni, gekk um meðal Gyðinga og boðaði fagn- aðarerindið um miskunnsemdanna guð og lausnina frá þjáningu lífsins. Hvorki var hann sá fyrsti né sá sfðasti sem sagðist vera hinn fyrirheitni frelsari, en allir hinir eru gleymdir. Okkur verður fullljóst af þessu.að Jesú hafði einhverja yfirburði yfir þessa menn. Er það hans fagri boðskapur sem veldur? Hinir höfðu líka fallegan boðskap, þó hann væri ekki eins, en hann var ekki fylltur heilögum krafti, þeir voru ekki í sannleika að opinbera Guð. Þá komum við að þvx, sem skýrir þetta allt, sem annars væri með öllu óskiljanlegt. Jesús var ekki aðeins maður, hann var einnig guð, sonur hins hæsta. Það er því ekki litlu að fagna þegar við nú höldum jól og Kristur fæðist meóal okkar enn einu sinni í þeim boðskap, sem hann færði okkur, því orði sem enn býr með okkur. Meðal íslendinga er haldin ríkuleg hátfð á jólum. Þá gefum við, en gjöfin á að vera lofgjörð til þess,sem gaf stærstu gjöfina. Verum glöð og opin fyrir þeim boðskap sem hátíðin flytur okkur, því að sá,sem lokar sér fyrir honum, útilokar, að hann geti öðlast þá persónulegu reynslu fyrir hinum heilaga sannleika, sem hverjum manni er nauðsynleg til að geta trúað. Sigurður Sigurðarson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.