Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 12
72 - og hlekkja saman Jón Jack Hermanns- son og Pétur A. B.D. Oskarsen. Vart eru þeir fyrr tengdir tæpt rjúf- anlegum böndum en allt er krökt orðið af fólki, það verður ekki þverfótað fyrir fólki, allrahandanna fólki, fólki sem ber bekki, stóla, kolla og annað sætilegt. Þetta allra handanna fólk raðar sætunum snyrtilega og sezt; það skiptir um sögu- svið; réttarsalur er kominn í stað þröngrar, fáfarinnar hliðargötu. Og nú þrammar inn í söguna sá mað- ur sem hæst hefur nafnverð þeirra er kynntir hafa verið; dómarinn Nikulás Púmpernikkel. Hárkolla, skikkja, horn- spangargleraugu, hamar, heljarstór bók: Nikulás Púmpernikkel dómari, Hann staðnæmist við ræðupúlt, sem er gegnt áhorfendum og bekkjum þeirra, og slær í það með hamri sínum. Réttur settur, segir hann mynduglega og hefur áð leita ákaft í bók sinni, aðalatriðið er það sem um er að ræða er aðalatriðið er aðal- atriðið er að aðalatriðið er það sem ræða skal er aðalatriðið er það sem um er að ræða er aðalatriðið er aðalatriðið er ( segir hann og hefur nú fundið í bók- | inni það, sem hann leitaði) : enga stæla. Nikulás Púmpernikkel tekur ofan gler- augun. Hann horfir hvössum augum yfir áhorfendabekkina. Hann spyr: Hver er verjandi? Nikulás Púmpernikkel væntir svars. Einn áhorfenda, vel gefinn skrif- stofumaður herra Háður-Breytingum, rís úr sæti sínu. Hann svarar Púmper- | nikkel. Ég, segir hann. Nikulás Púmpernikkel horfir hvössum I augum yfir áhorfendabekkina. Hann spyr: Hver er ákærandi. Herra Háður- Breytingum er ljóshærður, vel tenntur, vel máli farinn; hann svarar Púmper- nikkel dómara. Ég, segir hann. En vart hefur herra Háður-Breytingum sleppt þessu orði er Pétur A. B.D. Oskarsen stekkur á loft einsog brenndur; mótmælir: Þessi maður, segir hann, fer með ósatt mál því ég er ákærandi. Þessu svarar herra Háður stutt en á- kveðið: Ég (A. B.D. Oskarsen : Ég. ). Háður lætur engann bilbug á sér finna, ég, segir hann með mikilli áherzlu og ber skýrt fram hvern staf fyrir sig. Oskarsen heldur einnig sínum hlut fylli- lega og hopar hvergi : Ég, segir hann. Nú sækir herra Háður-Breytingum nokk- uð á ; slær út trompinu: égogégogég. En Oskarsen herðir einnig sóknina; það má vart á milli sjá hvor er harðari. Égogégogégogég, svarar hann hiklaust. Herra Háður-Breytingum beitir nýju vopni, égg, segir hann. Og æsist nú leikurinn. Pétur A. B. D. Oskarsen nem- ur herbragðið og beitir því, með breyt- ingu frá eigin brjósti: é. Styttra gat það varla verið; hann hæfði þó beint í mark. En Háður lætur ekki að sér hæða; tekur upp nýja hernaðartækni. Jeg, jag, I, segir hann hratt. Oskarsen: je, ego, ich, Háður-Breyt- ingum : Io, ja, já, én, Oskarsen: Pana, miná, mi, , Herra Háður-Breytingum: Égogégogégogégogégogégogég. Nikulás Púmpernikkel er miðlungur á hæð og fremur feitlaginn; sviplíkur Lúð- vík Frakkakonungi sextánda. Hann slær hamri sínum í púltið og segir: Ég er ákærandi. Vart eru fyrr hljóð þessi komin fullframleidd úr barka dómara en upphefjast mikil fagnaðarlæti meðal á- horfenda í tilefni þeirra. Sungin eru nokkur alþýðulög en þeir Pétur A. B. D. Oskarsen og Herra Háður- Breytingum taka sér sæti. En þegar áhorfendur taka að syngja : þú sæla heimsins svalalind, skerst dómarinn í leikinn. Hann slær hamri sínum kröftug- lega í púltið; áhorfendur þagna sam- stundis og beita skynfærum sínum, augum og eyrum til hins ýtrasta. Þá hefst vitnaleiðsla, segir Nikulás Púmpernikkel, lagfærir gleraugun, snýtir sér og lagfærir gleraugun: Reynið þið nú að láta það ganga eitthvað, bætir hann við og tekur að glugga í bók þá er hann hefur meðferðis. Brátt er hann sokkinn niður í hana. Nú heyrast ein- hverjir skruðningar frá áhorfendabekkj- unum og grátt höfuð gægist upp úr hausa- mergðinni ; það lítur í kringum sig skelkuðum augum. Höfði þessu fylgja axlir, og þarna stendur fyrsta vitni. Það er aldraður bóndi, lotinn í herðum; hann tekur svo til orða : Ég heiti Markús Böðvarsson ég er fæddur árið sautjánhundruðsextíuogþrjú og átti því tvöhundruð ára afmæli nú fyrir skömmu eins og lesa má á prenti í dagblöðum bæjarins held ég fullri sjón og heyrn þrátt fyrir háan aldur og dvelst nú að heimili móður minnar Tindafjallagötu 17b

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.