Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1963, Page 9

Skólablaðið - 01.12.1963, Page 9
- 69 - Með lögum skal land byggjal 1 ! r sxðasta tölublaði Skólablaðsins birtist tónverk, hið fyrsta í sögu blaðsins. Mun höfundur þess hafa verið "leónardódavinsúð" Magnús Þór. Nú naun Magnús hafa lokið smíði annars tónverks, sem samið er fyrir tvísöngvara, hárgreiðu og rakvél. Heyrzt hefur að verkið eigi að frumflytjast á jólagleði þeirri, sem nú er í aðsigi, og mun höfund- ur sjálfur ganga ur skugga um að hljóðfærin séu f lagi. Stundum verður galinn foli úr góðum hesti . Gamanvfsnaskáldið, Jón ö. Mar- inósson, hefur verið afkastamikið upp á síðkastið. Er nú svo komið, að tæpast er sú skemmtun talin mennt- skælingum bjóðandi, sem hefur eitt- hvað upp á að bjóða af þeirri fram- leiðslu. Þó keyrði um þverbak er gardfnusöngvarinn Krilli hóf upp raust sína á sfðustu árshátíð og flutti gestum tvo nýjustu maraþon- bálka snillingsins. Það vildi þó höf- undi til happs að söngvarinn var nær þegjandi has eftir örvaentingarfullar æfingar með "Litla Kórnum" og fór mest af efninu fyrir ofan garð og neðan hjá tilheyrendum. Annars hef- ur heyrzt að teður Jón hafi nú feng- ið framtíðarvinnu hjá einni af prent- smiðjum bæjarins-----sem ljóðstafa- setjari ! Yxu vfur ef ég hnigi. ■. Nú fyrir skemmstu munaði minnstu, að stórvægileg röskun yrði á íslandssögunni. Það lá sem sé við, að Þráinn dræpi Skarphéðin í harkalegum árekstri í kennslustofu- dyruni. En fyrir utan þau spjöll á Njálu, sem þetta hefði haft í för með sér, hefði það verið með öllu óyiðeigandi, þar sem Þráinn er nem- andi en Skarphéðinn kennari. Má öllum vera ljóst hve brýn þörf er á, að yfirvöld skólans hafist eitt- hvað að gagnvart því umferðaröng- þveiti, sem ríkir á skólagöngunum. Góð byrjun væri að setja upp stöðu- mæla á karlaklósettinu. Sinn er siður f sýslu hverri. Þingeýingum hefur löngum verið tamt að gera sig breiða. Heimir Þingeyingur Pálsson er mönnum að góðu kunnur, en hann hefur haldið uppi merki Þingeyinga hér í skóla um nokkurt skeið og tekizt vel. En nú er svo komið að breikkun Heimis er komin á hástig, en dreng- urinn er ekki af baki dottinn. Hefur Heimir tekið til þess ágæta ráðs að gera sig langan. Sýnir nú Þingey- ingurinn "spaniolu" sína á strætum og torgum og vegnar vel. Hefur hann í þessu augnamiði orðið sér úti um mjög tilkomumikið höfuðfat, sem á góðri íslenzku kallast pottlok. Fyrirbæri þetta er kolsvart og situr á rauðbólgnu höfði Þingeyingsins með sæmilegum skíðabrekkuhalla. A miðjum kolli pottloksins er lítill dúskur og ætla menn að húsbóndi Heimis í næsta jarðlífi ætli að nota dindil þennan til að kippa honum til síns heima. De smá profeter . Nýr spámaður hefur uppgötvað sjálfan sig fyrir skemmstu. Er það hinn oftheyrði Þorsteinn "Hugo" Helgason. "Hugo" lagði nýlega bók- menntadeild undir sig, og þykir mönnum sem þungt farg hvili á þeirri deild. Auk alhliða þekkingar á listum og annarar snilligáfu mun Reynir Axelsson hafa krýnt fyrr- nefndan Hugo sem réttborinn arftaka sinn að sígildri tónlist s.l. vor. Gefur nú að heyra rödo snillingsins annan hvern mánudag ásamt öðrum hljóðum, sem Þorsteinn kynnir sem tónlist. En fátt er svo með öllu illt...... Sjá menn nú einn kost þess að hafa Hugo baulandi f útvarp- inu, því að það er þó alltént hægt að loka fyrir hann. _ , , . . J Frh. a bls. 85.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.