Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 24
- 84 - ANNAÐ Skólablað þessa árgangs kom út í nóvemberlok. Að beiðni ritstjóra mun ég freista þess að gera efni blaðs- ins nokkur skil. Fyrst er greinin "Editor dicit". Rit- stjóri tekur til meðferðar vandamál, sem mjög svo hrjáir þjóðfélag vort. Um það hefur margt verið ritað og rætt en óvíða á jafn skilmerkilegan og raun- dúr. að ekki sé minnzt á tilsvör Guð- rúnar. Uppsetningin var og allnýstárleg. A formála viðtalsins er smækkað letur og fer vel á því. Aftur á móti fer á annan veg, er Blekslettur eru hafðar með sama letri, og vík ég að því síðar. Sá háttur hefur verið hafður á að núm- era spurningar. Hefur sumum fundizt það gefa viðtalinu einhvern stirðlegan RITDDMUR sæan hátt. Einkum fannst mér niður- staðan athyglisverð. Að vísu er greinin nokkuð stutt, en gæði slíkra greina fara ekki alltaf eftir stærð o^ blaðsíðufjölda eins og hér sannast. Má segja, að grein |>essi og hin fyrri séu mun betri hinni orökvísu og margtuggðu hernáms- andstæðingavellu, sem meðal annars kom fram f forystugreinum fyrra árs. Þá eru tvö kvæði. Hið fyrra nefnist "sósíólógía" og er þokukennt skraf, sem erfitt er að henda reiður á. Hið síðara, "Svefnrof", er skárra, en þó ekki á neinn hátt umtalsvert. Því næst er þátturinn Quid Novi undir hinu hjákátlega dulnefni Spion. í því sambandi vildi ég koma því á fram- færi, sem reyndar hefur oft verið minnzt á áður, að menn séu skyldaðir til að skrifa fullt nafn undir greinar þær, er birtast í blaðinu. Þatturinn er annars ákaflega lélegur, svo ekki sé meira sagt, og tekur lítt fram þeim, er birtist í fyrsta tölublaði og hlaut slæma dóma. Um "Framboð, tilboð og amboð í Listafélagi MR " er langt frá því að yera fyndið, Efribekkingar munu sakna þátta Baldurs Sím., er skrifaðir voru af skemmtilegri og leiftrandi kímni. Virðist sannarlega erfitt að finna hæfan mann til að annast skrif þessi. Þá er viðtal við ritara rektors, Guð- rúnu Helgadóttur. Er það hið ágætasta og mjög skemmtilegt aflestrar. Spurn- ingar eru vel samdar og í hressilegum og ópersónulegan blæ. Mér finnst það þo ekki koma að sök. Helgi H. Jónsson ritar greinina "Frá íþöku". Er hann fullur bjartsýni um framtíð safnsins og hyggur það verða drepið úr dróma. Því miður finnst mér næsta lítil ástæða til slíkrar bjartsýni. Veigamesta orsök þess er að sjálfsögðu hinn algerlega óviðunandi húsakostur. Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, þykja mér engar líkur, að úr rætist. Síðan kemur stutt grein, er nefnist "Hic et ubique". Er þar réttilega deilt á hið slælega starf umsjónarkennara. Hins vegar er það misskilningur greinar- höfundar, að nýmæli hafi verið upp tekið. Fyrirkomulag þetta hefur txðkazt lengi, en til lítils gagns verið. Má um það nefna, að nemendur hafa oft og einatt ekki vitað, hver væri umsjónarkennari viðkomandi bekkjar. Næst er pistill Listafélagsins ritaður af forseta. Þar er maðal annars drepið á fyrirhugaða starfsemi. Auðsjáanlega er margt á döfinni, og er vonandi, að eitthvað takist að glæða hinn slælega listaáhuga menntlinga. Þá ritar Garðar Briem svargrein til forseta Framtfðarinnar. Er honum mik- ið niðri fyrir oj* sjálfsagt ekki af til- efnislausu. Þvi verður samt ekki neitað, að heldur lítið hefur borið á starfsemi Ljósmyndaklúbbsins undanfarin ár. Má vera, að breyting sé orðin á þessu nú. Síðan er kvæði, sem nefnist "Brúðar-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.