Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 30
- 90 - hlað. Hann sleppti merinni móálóttu og gekk inn 1 kotið. Gamalmennið láírúmi undir súð og tuggði tanngarða. í eld- húsinu stóð konan ásamt syni sínum. Hún hélt á bók meistarans frá Skálholti. Húsbóndinn kvaddi hana með kossi. 1 hlóðunum var eldur. Konan horfði í logana. - Hér kom maður á hvítum hesti, - fyrir þrjátíu árum. Hann gisti yfir nótt. Hann reið í burtu daginn eftir. A hvít- um hesti. - Við skulum gleyma því, sagði Arni Stefánsson. - Sonur hans kom í gær, sagði konan. Þá kastaði hún bókinni á eldinn. Spjöldin herptust af hitanum, og blaðsíða eftir blaðsíðu fuðraði upp og varð að ösku. Þannig lýkur sögunni um Viktor Geníus ,fArnason" og algæzkuna. Jón Örn Marinósson EINN DAGUR A JARÐRÍKI, frh. af bls. 86. við : "Lögun". . . . og þilturinn svarar : "ja. ...á . Hann losar vélina, og færir þeim lögunina. Síðan lætur hann sand og sement aftur í vélina. Sandinn tekur hann úr stórri hrúgu, sem er fyrir utan bílskúrsdyrnar. Stuttu seinna kemur "meistarinn" vaggandi, með hendur í vösum og tott- andi pípu sína. Hann tekur aðra hendina upp úr vasanum, bendir á hrúguna, og segir : "Mokaðu þessu inn í skúrinn. "Til hvers? " spyr pilturinn. "Sandurinn á að fara inn. " "Ég held að þú getir gert þetta, þú hefur ekki svo mikið að gera, " hreytir "meistarinn" út úr sér. Stingur hendinni síðan í vasann, og strunsar í burtu. Pilturinn tekur til við moksturinn, en fer sér rólega. "Meistarinn" kemur að vörmu spori aftur, lítur á piltinn, og segir með þjósti: "Hvað er að sjá þessi vinnubrögð, ja, þessir unglingar nú til dags, lítið hefði orðið úr þeim á sjónum í gamla daga. " Það hnussar í honum. "Þetta þarf ekki að taka nokkra stund, " bætir hann við. "Ég get ekki mokað öllum þessum sandi inn, í einni skorpu," segir pilturinn, "langtum betra er að moka jafnt og þétt og taka á síðast, það er svo með hvaða verkefni sem er, t. d. langhlaup. " "Ég skal sýna þér hvernig á að vinna, þú þarft ekkert að segja mér til um það, " segir karlinn, um leið og hann þrífur skófluna og byrjar að hamast við að moka. Hann hefur þó ekki tekið nema nokkrar skóflur þegar hann blæs orðið eins og fýsibelgur. Pilturinn biður hann þá um að láta sig gera þetta. Karlinn lætur frá sér skófluna og gengur á braut með fúkyrði á vör. Ekki er mikið meira ræðzt við þennan daginn. Nú líður að kvöldi, pilturinn fer að taka saman verkfærin og hreinsa upp ílátin og hrærivélina. Er því er lokið eru lærlingurinn og "meistarinn" farnir fyrir góðri stundu. "Loksins er þetta búið í dag, " segir pilturinn við sjálfan sig og lítur yfir tækin og ílátin sem liggja þar á hvolfi. Honum detta í hug blómin, sem loka krónum sínum þá degi tekur að halla,og opna þær síðan aftur á morgnana er sól- in rís upp. Pilturinn er þreyttur eftir erfiði dagsins. Hann röltir af stað niður eftir í áttina til biðskýlisins. Jú, víst er um það, nokkrum krónum ríkari. T. V. Nokkrar afleitar prentvillur fundust við lauslegan lestur sögunnar Alexander mikli, þegar blaðið var komið í fjöl- ritun : A bls. 72 í öðrum dálki, 15.1ínu Pana les : pana " " " í öðrum dálki, 16. línu mi, les: mi,fl " " " í öðrum dálki, 16. línu Herra Háður-Breytingum les : herra Háður-Breytingum " " " í öðrum dálki, 27. línu Herra Háður les: herra Háður

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.