Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 25
- 85 - dans". Það er lipurlega ort og vafalaust rétt frá bragfræðilegu sjónarmiði. En efnislega hefur kvæðið lítið gildi og er fjarri því að vera frumlegt. Þá koma Blekslettur. Eins og ég gat um hér að ofan, er það mjög til baga, að notað skuli smækkað letur. Greinar þessar eru þó að að engu leyti veiga- minni öðru efni blaðsins. Mun þessu valda plássleysi, eftir því sem mér er tjáð. Guðjón Magnússon ritar fyrri grein, og ferst honum það allvel úr hendi. Hann ræðir fyrst um tilhögun stúdentsprófanna. Telur hann, að afnema beri hið langa upplestrafrí og jafna því milli prófa. Get ég ekki séð nem fram- bærileg rök gegn því. Þá minnist hann á tolleringar, og er ég einnig sammála honum í því, að þar er breytinga þörf. J. B. skrifar svo seinni grein. Hann getur um þá athyglisverðu staðreynd, að um 14% nemenda eru annaðhvort embætt- ismenn eða nefndarmeðlimir. Ég vil einnig benda á, að í Jólagleðinefnd einni eru hvorki meira né minna en 40 manns eða um 5% nemenda. En þar sem ég er lítt kunnugur undirbúningi jólagleði, get ég ekki dæmt um, hvort þvílíkur fjöldi er nauðsynlegur. Næst eru fimm kvæði eftir Þráin Bertelsson, ritstjóra. Heldur finnst mér nú skáldskapurinn rýr. Þó er kvæðið "Aróður" nokkuð gott, en aftur á móti er "Brandari dagsins" fremur tilþrifa- lítið og jafnvel klaufalegt í lokin. Síðan er einkar fróðlegt og skemmti- legt bréf að austan frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Nauðsyn ber til að efla samstarf hinna þriggja menntaskóla hér á sem flestum sviðum, og er bréf þetta því spor í rétta átt. Þar næst ritar Sigurður Sigurðarson um eldri og yngri kynslóð. Þetta er vitanlega margþvælt efni, en samt er greinin mjög sæmileg, þótt ekki sé laus við öfgar. Þá er smásaga, sem nefnist "Hver var sú sýn? " Er það frekar leiðinlegt orðagjálfur og inntakslítið. Síðan koma "Mishljómasamstæður" Magnúsar Þórs. Um þær hef ég fátt eitt að segja, því að ég er lítt kunnandi í rúnum sem þessum. Efast ég um, að mikill hluti nemenda standi mér framar að því leyti. Loks er ritdómur Júníusar Kristins- sonar, inspector scholae. Ekki get ég neitað því, að talsverðrar ósanngirni virðist gæta í sambandi við "Editor dicit" fyrsta tölublaðs. Sýnist mér Júníusi mjög umhugað að finna að hinni allþokka- legu forystugrein. Fullyrðingar um smekkleysur í stíl og máli eru vafasam- ar og bera vott um smásmuguleg vinnu- brögð. Einnig er alvarleg tilvitnun í meinlausa tækifærisvísu brosleg. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að ræða rit- dóm þennan nánar. Skreytingar blaðsins eru sæmilegar og myndir góðar einkum forsíðan. Hug- mynd hennar mun vera komin frá Einari Magg. f heild má segja, að blaðið sé nokkuð vel úr garði gert og engir teljandi gallar sjáanlegir. Ætti það að verða ritstjóra og ritnefnd hvatning um að liggja ekki á liði sínu og vanda jafnvel enn betur til þeirra blaða, sem á eftir eiga að koma. Ritað í desember 1963. Olafur H. Olafsson QUID. iíP_VI?_-_irh^_af_bls._69. "Betri er en bænargjörð......11 Sem öllum er fjölkunnugt, gerðust menn allaðsópsmiklir á árshátíð Framtíðarinnar á Borginni. Þykir gáfumönnum skólans, að sjaldan hafi betri sálumessa verið sungin, - eða hitt þó heldur. Eldri nemendur standa á höfði af hneykslun. Nokkrir fremstu "bindindismenn" skólans hafa sést tárfella að "réttlátri" reiði yfir drykkju- skap ungmennanna. Við höfum heyrt ( á Skallanum), að endurvekja eigi Bindindis- félag skólans, og munu flestir ( ef ekki all- ir ) af gáfumönnum skólans eiga þar hlut að. Quid Novi skorar á Helgu Ag. að skrifa Bréf án undirskriftar í þessu sambandi. Hallgrimur Snorrason Jón Sigurðsson Hermann Jóhannesson Páll Bragi Kristjónsson Þráinn Bertelsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.