Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 7

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 7
67 - kolað. Kalt vatn rann á milli skinns og hörunds margra 6,-bekkingaj en flestir báru sig þó karlmannlega, snöruðu af sér jökkunij brettu upp skyrtuermar, hnykluðu vöðva, halda varð uppi heiðri 6. -bekkjar, Upphófust nú mikil hróp og köll, og sem menn voru önnum kafnir að undirbúa átökin gall skyndilega við skip- un - Nú ! Þustu 6. -bekkingar þá niður stigann og helltu sér yíir hinn stríðsmannlega hop neðri bekkinga. Eftir örstuttar en mjög harðar sviptingar glumdi bjallan, 6.-bekkur hafði sigrað með glæsibrag. Varð nú mikill kurr í liði þeirra áskor- enda, fannst þeim sinn hlutur lítill vera og vildu eigi þar við una. Fóru nú fram allharðar orðasviptingar, og frýj- uðu áskorendur 6.-bekkingum þors að mæta þeim aftur. Rann þá berserks- gangur á suma garpana og allt í einu var hópunum slegið saman í eina kös. Urðu þar miklir pústrar og atgangur harður. Er þófið hafði staðið nokkra stund, tók Sturla hinn sterki til sinna ráða. Rudd- ist hann að bjöllunni og svipti varnar- mönnum í allar áttir, var það sem eitt stórfenglegt fjaðrafok. Aftur hafði 6. - bekkur sannað yfirburði sína svo eigi varð um villst. Gangaslagur er ævaforn "tradition'1. Fyrr þegar skólinn var fámennur hefur þetta ef til vill verið ágætis tilbreyting frá hversdagsmollunni. En nú, þegar fjöldi nemenda er orðinn svo gífuriegur sem raun ber vitni er þetta haskaleikur hinn mesti. Það er ekkert gamanmál, þegar 150-200 æpandi og bardagaæstir piltungar eru samankomnir á svo litlu svæði sem anddyrinu. Ekki er seinna vænna fyrir rektor og kennara að grípa í taumana áður en slys hlýzt af. Vonandi er, að samþykkt næsta kenn- arafundar verði algjört bann við þessum villimarmlegu átökum. Nú rnunu efalaust margir reka upp ramakvein : Er maðurinn vitlaus ? Af- nema svo gamla "tradition", ekki hægt. Undirritaður er þó þeirrar skoðunar, að menn komnir á þennan aldur geti fundið sér margt annað til skemmtunar en slagsmál af viðurstyggilegasta tagi. Bekkjarráðin, rektor og kennarar ættu að setjast á rökstóla og ræða nýja venju, sem síðan yrði borin undir atkvæði á skólafundi. Því ekki reiptog eða kúluvarp? Hvoru tveggja er græzkulaust gaman, sem eng- an skaðar. IV. Að venju var árshátíð Framtíðarinnar haldin í nóvember. Sem undanfarin ár fór hátíðin fram f tveimur samkomuhús- um. Svo var hlutað til, að 5. og' 6. bekkur voru saman um hús svo og 3. og 4. bekkur. Fjölmennt var á báðum stöð- um. Vandað var til hátíðarinnar og skemmtiatriði allflest góð. Sem flestir vita loðir guðinn Bakkus fjári illilega við marga nema þessa skóla. A skemmtunum hefur því oftast þurft aðhald gott. Allflestir sjá þó sóma sinn í því að blánda Bakkusi ekki saman við skemmtanalíf skólans. A fyrrgreindri hátíð sannaðist, að eldri bekkingar hafa öðlast þessa sómatilfinn- ingu í ríkum mæli, þar sá varla vín á manni. Öðru vísi brá við, er komið var þar sem 3. og 4. bekkur "skemmtu" sér. Við fyrstu sýn mátti ætla, að þarna væri Vetrargarðsskemmtun á hátindi. Strákapollar, vart komnir af pela, velt- ust þarna fram og aftur uppi á borðum, undir borðum og alls staðar. Upp úr hverjum vasa gægðust pytlur, ekki mjólkurpytlur ( sem þeim hefði þó sæmt) heldur hinar margvíslegustu tegundir áfengispytlna. A salerninu gat að líta fjölmörg náhvít andlit og mátti þar kenna megnustu lykt brennivíns og ælu. - Þetta var yngsti árgangur Menntaskólans í Reykjavík að skemmta sér. Já, yngsti árgangur, því 4. -bekkur mun aðeins lítillega hafa tekið þátt í hópdrykkju þessari. Þeir eru ef til vill að halda. upp á hinn glæsilega námsárangur sinn eða annað slíkt fyrirfram, piltarnir. En seint munu þeir ná settu marki með háttalagi sem þessu. Þeir halda ef til vill að Menntaskólinn sé einhver gleði- stofnun af sóðalegasta tagi. Sé svo er óhætt að vekja þá af þeim "ljúfa" draumi. Eftir hátíðina átti eindregið að kalla þessa pilta fyrir og gera þeim ljóst, hvað svona framkoma getur leitt af sér. Því miður var það ekki gert og má því Frh. á bls. 89.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.