Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 28
88 - 9» Kh3 - Hhl-j" 40. Bxhl - dlD 41. Bf3 ! - - (Mjög einkennileg staða. Þrátt fyrir liðs- yfjrburði er svartur glataður. ) 41. - - Dflf ? (J'li: a vonin var 41. - Dxf3. en eftir það ti hvítur einnig að vinna létt.) 42. Kh4 - h5 43. Hg6+ - Kf7 44. Df5+- Ke7 45. Df6 t - Kd7 46. Hg7þ - Kc8 47. Dc6+ - og svartur gafst upp þar eð mát verður ekki umflúið. Br. Kr. EDITOR DICIT. frh. af bis. 64. sem hafa stimúlerandi áhrif á sálina. Kriznar bænir koma sér vel, þegar siga þarf gvuði á drauga og meinvætti ; en jól og Esu er eins og að blanda saman mjólk og konjakki. Hvort tveggja er gott til síns brúks, en verður hreint afleit blanda. Úr því að ég er á annaðborð farinn að ræða um trúarbrögð er ekki fráleitt að minnast á áhrif, sem kriznin hefur haft á íslenzka menningu. A tímum ásatrúarinn- ar ríkti hér önnur siðfræði. Yrði einhverj- um á að káfa fulllangt uppeftir kvenmanns- læri, þótti vart annað tilhlýðilegt en tólf berserkir sæktu hann heim og lóguðu hon- urn eftir frækilega viðureign. Síðan voru málin rædd á alþingi og oftla gátu af þessu sprottið hin skemmtilegustu vígaferli og níðvísur. Endalokin urðu venjulega þau, að ættingjum hins sálaða kvennabósa voru goldin rífleg manngjöld og allir voru á- nægðir með sinn hlut, nema ef til vill sá dauði. Eftir að krizni náði að festa hér rætur breyttist allur gangur mála og höfðingjar aættu innbyrðis erjum og tóku til við að vernda eigur sínar gegn hinum fégráðugu þjónum drottins. í þeim málum, sem ís- lenzk sverð höfðu fram til þessa dæmt, dæmdu nú norskir biskupar, og hafi sverð- in verið hlutdrægir dómarar, voru biskup- arnii enn verri. Islenzk alþýða komst að raun um, að þeir, sem ekki reiddu af hendi sína tíund, áttu ekki upp á pallborð- ið hjá þessum guði. Þessi guð, uppalinn meðal suðrænna þjóða, sem lifðu í þræl- dómi, skattpxndar og barðar, áttu því ekki að venjast, að þverskallast væri við að borga tiund. En sendisveinar Hvítakrists, innblásnir af mannkærleika fundu upp að- ferð, sem hreif: Bannfæringin, en hún var framan af slíkt vopn í höndum. gvuðs, sem eldingin hjá Seifi gamla, eða Mjölnir í höndum Þórs. Lífsgleði og skemmtanir meðal almenn- ings var í augum kirkjunnar argasta gvuð- last, sem ekki mátti láta órefsað. Prest- ar ósköpuðust öllum stundum og varð tíð- ræddara um djöfulinn og helvíti en gæzku guðs og fyrirgefning syndanna. Noregs- konungar voru fjarlæg og þolanleg plága en prestarnir stóðu við hvers manns dyr með skrattann sér við hlið og hótuðu með helvíti og kvölunum. Þetta miðaði allt í þá átt að gera íslendinga að þrælum. ( Að vísu notar kirkjan fínna orðalag: Þjónn gvuðs.) En okkur hefur að miklu leyti tek- izt að hrinda af okkur okinu, til dæmis telst það til stórtíðinda, ef .fleiri en tutt- ugu manns mæta til messu við meðalstóra kirkju í höfuðborginni. ( Hér eru undan- skildar fermingarhátíðir og jólin). Þó er það okkur til stórskammar, að við höfum. tekið krizni upp sem ríkistrú og greiðum prestum kaup af almannafé. Losum okkur við ríkiskirkjubál^nið og gerum öllum trú- arbrögðum jafnhátt undir höfði, reynum að kynna okkur hið bezta í þeim öllum og reynum smátt og smátt að breyta eftir því, sem við lærum. Ég ætla mér ekki að boða mönnum neina trú, né heldur níða nein trúarbrögð niður. Ég fer aðeins fram á frelsi til að trúa því, sem mér sýnist og að ég verði losaður við hinn sífellda trúarbragða- pezisma íslenzka ríkisins. I desembermánuði 1963. Þráinn Bertelsson HIGH SCHOOL LIFE, frh. af bls. 76. We also have a school band and choir. Several publications are put out by the students such as a school newspaper, "The Hilltopics" and a yearbook, "The Hillsbow" There are assemblies once a week which provide the students with various kinds of entertainment and information. I belive that a person's four years of high school are among the happiest of his life. L<arry McGhee V.-C.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.