Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Síða 21

Skólablaðið - 01.12.1963, Síða 21
- 81 - Hann settist á tröppurnar. - Talaðu ekki um bændur. Þeir eru óttalegir lúsablesar. Þeir þekkja aðeins sóðaskap. Ég kynntist einum. Hann syndg- aði þrisvar í viku með konu sinni. Yfir- stéttir hafa efni á syndum. Fyrirfólk er helvítismatur strax við fæðingu. - Viltu lundabagga, spurði ég lágt eftir stutta þögn. - Ét ekki slátur, góurinn. Nú hafði ég enga hugmynd um, hvað gera skyldi. Hann sat rólegur og virti mig fyrir sér. - Hvað heitirðu, spurði ég. - Makkabeus Halldorssen, prakkarar kalla mig Jesúm. Hann talaði af fyllstu sannfæringu. Er ekki Jesú. Hann var krossfestur einhvern tíma. Annars stunda ég sjó, þegar veðrið er gott. Veiði hrogn- kelsi á vorin. Hvaðan kemur þú,£Óurinn? - Ég kem frá móður minni, herna hin- um megin við heiðina. - Sá, sem yfirgefur móður sína, hann missir einnig vini sína. - Annars er fólk- ið þarna ósköp ómerkilegt. Ég skil þig alveg, góurinn. Ég þekkti mann úr þinni sveit. Hann fluttist hingað. Hann taldi peninga. Festi löpp í akkeristaug og komst til skaparans. Ómerkilegur maður. Én taktu þetta ekki til þín. Þú ert undan- tekning. Hvers vegna fórstu frá móður þinni, góurinn? - Ég, - ég ætla að verða algóður mað- ur. Betri maður. - Einmitt. Það var þá ósk. Og hver fór að biðja þig um það, góurinn. - Ja, enginn. Nema hvað, - helzt samvizkan. - Er komið í tízku að hafa samvizku. Ég heyrði einu sinni af manni, sem hafði enga samvizku. Honum leið víst vel, og hann var dysjaður utangarðs. Myrti kon- ur. Annars er það samvizkan, sem gerði mig að aumingja. Og hvern ætlarðu að taka þér ti.1 fyrirmyndar, góurinn? Ég stakk upp í mig lundabaggasneið. - Ég vil likjast frelsaranum, Jesúm Kristi. Hann kipptist við. Ég leit niður eins og smábarn, sem veit upp á sig skömmina fyrir prakkarastrik. - Svo þú vilt einnig líkjast Jesúm Kristi. Með alvöruþungum svip horfði Makkabeus Halldorssen í gaupnir sér. En ég or arftaki hans. Ég gæti vísað þér veginn. Hvað þetta er fyndið! Ég get búið til nýjan Pál. Þú yrðir pyndaður í Moskvu, en ekki Róm. Er mig að dreyma? Ég sat stjarfur af undrun. Nú vildi svo til, þegar mér var boðin greinagóð kennsla í kristnum fræðum ásamt trúar- heimspeki, að ég hélt mig ræða við geð- veikisjúkling. - Getur þú hjálpað mér, Makkabeus? Hann hugsaði sig um. - Já, en ég vil það ekki. - Þá verð ég að halda áfram. Ég bjóst til að standa á fætur, en hann þreif x öxl mína. - Nei, bíddu. Lof mér að útskýra. Jesú fékk aldrei að útskýra, það sem hann sagði. Þess vegna er kristin kirkja eins og hún er. Ég skil þig alveg, góurinn minn. Þetta er háleit hugsjón, að verða algóður maður. En það er hættulegt að vera algóður. Það er stór-hættulegt. Jesú Kristur er hugrakkasti maður, sem hefur fæðzt x heiminn. Þvi er hans minnzt. Ég held, að Jesú hafi verið misskilinn. - Er nokkuð athugavert við algóðan mann? - Allir eru fæddir góðir. Sumir deyja betri, en flestir skipta aldrei um ham. Elskarðu stúlku? - Já. - Ég elskaði stúlku. Það var góð sál. Maðurinn er eigingjarn og hann vill elska einhvern umfram alla aðra. Maðurinn fæðist vegna annarra, ekki vegna sín. Sá maður, sem lifir fyrir sjálfan sig, - hann deyr. Amma gamla hitaði riskompu. Þar hittumst við, þangað til ég sveik hana. Vesalings Stína. - En algóður maður elskar sérhvern. - Já, - en við verðum ekki ástar hans varir. Kærleikur hans er gagnslaus. Þú gleður eina sál með ást þinni, en hundrað sálir gleðjast ekki. Þú gleður engan. Makkabeus Haldorssen þagnaði andartak. Elskaðu stúlkuna þína. Gerðu það vegna mín. Vertu eins og maður. Ég svaraði ekki. - Viltu verða frægur. - Nei, ætli nú það, hvíslaði ég. - Algóður maður er frægur. Ég er frægur. Þeir kalla mig Makka Messías, og konurnar hrópa á eftir mér: Fáðu þér einn koss, Maki Messías. Svona er frægð- in, góurinn minn. Ég er óhamingjusamur. Frh. á bls.89.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.