Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 26

Skólablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 26
- 86 - HANN situr á bekk og bíður eftir vagninum. Það fer hrollur um hann því að golan er nöpur, og ekki að fullu ljóst af degi. Hann ber hendina upp að augun- um til að nudda burt stírurnar. "O. ...hvað það hefði verið gott að fá að sofa svolítið lengur. " "Nei, það er ekki því að heilsa. " "Það þýðir víst ekki annað en gera eitthvað. " "Vinna, já nú er langur vinnudagur fyrir höndum, og í kvöld kem- (| ur maður heim alls uppgefinn, nokkrum krónum ríkari, að vísu, jú, vfst er um það.' "Hvernig er þetta með vagninn, ætlar hann ekki að fara að koma? " Pilturinn rís á fætur, og rýnir út eftir götunni. "Jú, þarna kemur hann. " "Nú ekur hann inn á hringtorgið, stanzar síðan við verzlunina niður frá, og svo kemur hann hingað. " Hann setur í axlirnar, snýr upp á sig og geispar lítillega. "Þarna kemur einhver másandi. " "Já, það er sá með húfuna, hann er alltaf jafn seinn. " Þá er vagninn loksins kominn. Pilturinn stígur upp í, réttir vagnstjóranum kortið, sem hann tekur við með vinstri hendi o^ gat- ar síðan með töng, sem hann heldur á 1 þeirri hægri. Pilturinn gengur aftur eftir vagninum. í næst fremsta sæti situr stelpan með "heysátugreiðsluna", og þarna situr feiti karlinn, eins og vanalega. "já, allt er eins og vanalega. " Hann fær sér sæti aftar- lega í vajjninum, og um hann hríslast velnota kennd þvx að hægur er sessinn. Vagninn er lagður af stað og þýtur áfram eftir veginum. Von bráðar er pilturinn kominn á áfangastað. Hann stígur út og gengur hröðum skrefum upp í hverfið. Hann kemur að húsinu, sem þeir eru að vinna við. "Nú, þeir eru ekki komnir, " hugsar pilturinn, um leið og hann gengur inn. Er hann hefur beðið góða stund, koma þeir akandi, lærlingurinn og "meistarinn", þegar þeir snara sér út úr bflnum segir "meistar- inn" : "Hvað er betta, ertu ekki farinn að hræra, drengur? " og síðan, öllu lægra, "góðan daginn. " Pilturinn tekur til við starf sitt, segir ekki neitt, hann nennir ekki að rífast við karlinn, eða lesa yfir honum reglur um það, að verkamenn eigi ekki að hefja vinnu fyrr en verkstjóri er mættur á vinnustað. Karlinn má rffast ef hann vill. Dagurinn silast áfram. Hrærivélin skrölt- ir stanzlaust, en allir eru mennirnir þegjan- legir við vinnu sína, nema stöku sinnum gellur Frh. á bls. 90.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.