Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 19

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 19
- 79 - Ef til vill hefur hann einnig skynjað ná- lægð almættisins í gegnum bók. Islend- ingar hafa þjóðum fremur flett bókum, enda eru þeir nærsýnni en flestir aðrir. Konunni þótti vænt um postillu sína. Gamalmennið lá í rúmi undir súð og tuggði tanngarða. Líkami þess var slit- inn og þornaður og ekki nýttur til heim- ilisverka. Konan las og kvöldið nálgað- ist. Er húsfreyja var stödd miðja vegu á milli paradísar og helvítis, umkringd syndurum og siðferðislegum óskepum, hundurinn raunar líka, reis gamalmennið upp til hálfs og hvíslaði : Nú er barið á dyrnar, kona. Konan þagnaði, en sagði ekkert. - - - ég sagði, að einhver væri að berja, kona. Húsfreyja horfði af predikaranum og i andlit öldungnum, sem hallaði sér stynj- andi ofan í fletið. Hundurinn sperrti eyr- un, en lagði fátt til málanna. - Hver getur svo sem verið að berja, sagði konan með spurnarhreim í röddinni. Bölvuð ímyndun í þér elliærum, enda barlómur að skera í þig brauðið. Enn á ný lásu vatnsgrá augu orð Vídalíns, meist- ara i Skálholti. Spakir menn hafa kveðið svo á, að fyrirlitning sé einkaeign konunn- ar. - Ég heyri mæta vel, heyrðist úr skot- inu. Nu opnar hann dyrnar. Húsfreyju féll það miður, ef gasprað var meðan vakningarrullur hljómuðu í bað- stofunni. Af þeim sökum hastaði hún á gamlin^jann. - Þú heldur, að ég sé vitlaus, kona. En ég heyri vel. Já, ég heyri of vel, þegar þú rausar þennan hégóma úr þessum Vít- islinn. Gamla manninum voru framandi orð ótöm í munni. Hann hafði aldrei tal- að, svo að nokkru næmi. I þessu augnabliki greindi konan sjálf fótatak í göngunum. Þar eð hún var stödd berfætt og allsnakin í glóðum undirheima, sem áður var getið, tók hana brot stundar að koma hlutunum í samt lag. Og þá duttu áminningar biskupsins I gólfið. - Sagði ég ekki, hlakkaði í gamlingj- anum. Konan strauk fingrunum I gegnum sítt hárið, skipaði rakkanum að þegja og gekk út úr baðstofunni. Viktor Geníus "Arnason", þrítugur að aldri, nam staðar, er hann sá móður sína I rökkrinu. Sökum hæversku - eða lotn- ingar,tók hann höfuðfatið ofan og hélt því milli handanna. Konan nam einnig staðar. - Viktor Geníus, þú ert kominn aftur. - Já, mamma, ég er kominn aftur. Þarna hékk sonurinn upp að moldarveggn- um og snjórinn lak af honum I hlýjunni. - Hvar varstu, Viktor Geníus? - Ég rölti um óbyggðir og sníkti mat á bæjum. Konan færði sig nær og þreifaði um ungt andlitið, eins og til að festa I minni drættina í svip barns hennar. - Hvað fannstu, spurði hún hikandi. - Tómleikann, mamma. Fjöllin eru einmana. Hann hló. - Hvers vegna fórstu? Hann leit niður fyrir sig. - Eg er svangur. Eg segi þér allt á eftir. - Auðvitað ertu svangur. Móðir hans varð döpur, eins og fólk yfirleitt, þegar ómerkilegur raunveruleikinn skyggir á allt annað. Við skulum koma. Viktor Geníus "Arnason" lagði veik- byggða handleggi yfir herðar konunni og þau gengu inn I baðstofuna, eins og kettir, sem læðast fyrir horn. Hundurinn reis á fætur. Samkvæmt erfðayenju sinnar teg- undar þefaði hann af buxnaskálmum komu- manns, ýlfraði aumkunarlega og sýndi I alla staði megna fyrirlitningu. Viktor Geníus klappaði hundinum. - Ef við mennirnir værum hreinskiln- ir eins og hundarnir. Þá horfði hann flótta- lega I kringum sig, og að lokum í andlit móður sinnar. - Þú lítur illa út, mamma. Ertu veik? Konan hrökk við. - Nei, biddu guð. Hún reyndi að brosa til að sannfæra soninn. Eiginlega var hún föl og mögur, en veik var hún ekki. A ís- landi hefur aldrei tíðkazt, að konur væru veikar. Seztu við borðið, bað hún. Hann settist. Rak augun í bókina og tók hana upp af gólfinu. - Lest þú svona bækur, mamma? Hún svaraði ekki, heldur hvarf fram I eldhúsið. Hún undraðist þennan kalda dag, sem var ólfkur öðrum dögum, og þó gam- alkunnugur í kotinu. Fyrir þrjátíu árum syndgaði hún með öðrum manni, og þó var hann líkur öllum mönnum. Arni Stefánsson

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.