Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 4
70 - ast til mennta. Að fá þvi framgengt kostaði langa og skelegga baráttu. En hvað tok við ? Engin almenn ánægja með þessi breyttu viðhorf. Öllu heldur finnst mörgum æskumanninum, að hann se að leggja a sig mikla pínu og kvöl fyrir þjoðfelagið þar sem námið er. Og ef hann hefur lagt þetta á sig, þá vill hann þóknun - ríflega þóknum. Dugnaðarmað- urinn, sem brýzt til mennta, er úr sög- unni. Æskumaðurinn er frakkur. Ef til vill hefur margur hver neista, en með ofó-rsi og látum er neistinn slokknaður áður en æskan er úti. Einnig þá vaknar lifs- leiði. Og æskumaðurinn er illa upplýst- ur. Fæstir hafa nokkra ánægju af þvi að fylgjast með hvað er að gerast mark- verðast 1 þjóðmálum eða menningarmal- um, í þessu tilviki hefur átt sér stað mikil breyting á skömmum tíma. Það, að vilja prófa allt og athuga, áður en hans tími er kominn, fylgir æskumann- inum. Og þegar hans timi kemur svo loksins, hefur hann ekkert til þess að láta 1 té, nema áhugaleysi og leiða hvers konar. Hann er orðinn gamall fyrir aldur fram. Enn annað er það, hversu lítt æskan kemur til móts við ný vandamál, er ó- hjákvæmilega hljóta að skapast við hinar nýju aðstæður, sem hún býr við. Tauga- veiklun hvers konar hefur gert vart við sig, drykkjuskapur færzt i vöxt, og sið- ferðiskennd einstaklingsins fer rénandi með eftirfylgd nýrra vandamála. Þrátt fyrir það, að nýtur prestur telji allt 1 lagi og ekkert að óttast, þá getur allt keyrt um þverbak, einnig þessir hlutir. Þegar hugað er aftur, þá er allt annað en skemmtilegt að hugsa til skemmti- staða eða skemmtana undir beru lofti, hverra útlit bera augljóst merki vel- ferðarríkisins. Enginn getur glaðzt yfir slíku. En þarna er komin ný hætta. Þvi vissulega á það ekki við um alla, að þeir verði velmegunarríkinu svo að bráð. Og þarna getur farið að myndast bil á milli, nýtt bil og óbrúanlegt. III . Við hér i Menntaskólanum erum á margan hátt engir eftirbátar þeirrar æsku yfirleitt, sem þessu landi tilheyr- ir. Lufsleiðinn og virðingarleysið hefur sagt til sin. Leti, sljóleiki og áhuga- leysi sömuleiðis. Undir niðri virðumst við harma að þurfa ekki að hafa meira fyrir lifinu en raun ber vitni. Velmegunin hefur ekki verið tekin réttum tökum. Engin verð- mæti önnur vaxa í réttu hlutfalli við hin jarðnesku verðmæti, - peninga, fast- eignir og metnað. Þau öllu heldur réna, - og eru á góðri leið með að verða að engu. Skýrt dæmi er útgáfa ljóðabókar þeirrar, sem gefin var út hér i skólan- um í fyrra, og var í sjálfu sér þarft og gott framtak, sem að minnsta kosti eng- inn þorði að amast við. En er það víst að þekking allra þeirra skálda ( undir- ritaður svo sannarlega meðtalinn ), sem þarna birtu hugverk sín, hafi verið nægileg til þess að vera ófeimnir við að gefa út kver, og fá svo nóbelsskáld- ið ljúfa til að rita formála? Er þetta ekki full djarft fyrirtæki, sem svo eyði- leggur alla ánægju, þegar hún siðan gæti kviknað að einhverju gagni ? Verður ekki að gera einhverjar lág- markskröfur um vinnu, sem svo merkir menn sem ljóðabókaútgefendur hafa nennt að leggja á sig, í þvf skyni að kynna sér svokallaðar bókmenntir? Þetta á við um allflesta, hve lítil löngun er fyr- ir hendi að kynna sér og vita einhver deili á þvi, sem hefur gerzt og er að gerast allt í kring. Við þau ágætu skil- yrði, sem nú eru fyrir hendi, er ungt fólk farið að reskjast löngu áður en það hefur nokkra hugmynd um hvað það vill. Stefán Zweig hefði eflaust kallað þetta frjálslega framgöngu. Hann hafði nú sínar skoðanir á þessum málum, mað- urinn sá, en barasta rangar. Hann ritaði langa bók og merka um aldamótalífið í Vínarborg, og allar þær hörmungar, sem fylgja þvi, þegar æskan er bæld niður, svo sem andlegar hvatir hvers konar, hóruhús og fleira þvi um líkt. Hann veg- samaði það, sem hann þekkti ekki, hina frjálsu og blómlegu æsku, hinn frjálsa æskumann, sem þó fyrirlítur ósómann, hinn sjálfstæða og siðferðilega sterka. En hann misreiknaði sig, þvá siðferð- ið hefur ekki vaxið með frjálsræðinu, síður en svo.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.