Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 11

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 11
.... Jafn langt er liðiÖ, síðan þetta gerðist og þá var liðið frá upphafi veraldar. Sunnan skóglendisins mikla, í hæð - unum norðan spegilvatnsins stóra, sem enginn veit lengur hvar er, stóð byggð Denhanna. Upp frá kjarrivöxnum ásunum í austri kom sólin á hverj- um morgni, beindi för sinni yfir himinhvolfið og steig nið- ur af braut sinni handan fjallanna 1 vestri. Öllu landinu veitti hún birtu og hlýju, og Denharnir elskuðu hana og báru virðingu fyrir henni. Þannig var það fyrst. - En er fram liðu stundir tók að bera á þvá, að menn við- hefðu ófögur orð um sólina, hreint og beint atyrtu hana - hvílíkt og annað eins ! Þeim þótti myrkrið hentara sér, þegar þeir voru að læð- ast að fjendum sínum til að drepa þá í svefni. Eða þeir voru að laumast 1 önnur hús og heimsækja konur annarra manna eða sátu að alls kyns bralli og leynimakki meðan aðrir sváfu. já, eitt og annað voru menn að aðhafast, sem ekki þoldi birtu sólarinnar, og sumir vildu aðeins sofa lengur, en sólin boðaði þeim nýjan dag og störf. En sólin hlustaði ekki á tal mannanna og vissi þvf ekki allt hið illa, sem um hana var sagt. Svo var það morgun einn, er sólin bjóst til sinnar daglegu göngu yfir himininn, að Rauðfugl nokkur, sem allar nætur söng skapillskulag 1 lægstu greinum trjánna, kom til hennar, flaksandi á sihum stuttum vængjum og spurði - þvi hann vildi gjarna gera af sér einhverja bölvun, ef hægt væri - : "Hvernig líkar þér, virðulega sól, þar sem mennirnir segja um þig, þegar þú birtist þeim á morgnana? 11 "Ef satt skal segja, fugl minn góður, " svaraði sólin, "legg ég ekki eyrun við fánýtu þrasi mannanna. Hverju skiptir það mig, hvað þeir kunna að segja um mig? " Fuglinn flaug stúrinn á brott og taldi tilraun síha misheppn- aða. En forvitni sólarinnar var vakin, hana fýsti að heyra, hvað menn segðu um hana. HÚn lagði eyrun við þrasi mannanna, þegar hún steig upp á himininn og steypti birtu sinni yfir veröldina. Og hvað heyrði hún ? Raddir, sem bölvuðu sólinni fyrir að koma svo snemma upp, þvf mennirnir voru byrjaðir að elska myrkrið. Þegar sólin heyrði þetta, fylltist hún sorg og reiði. Hún nam staðar á himninum sem snöggvast og mennirnir sáu hana roðna af bræði og vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Svo vafði hún að sér gullinni kápu sinni og lagði af stað eftir sinni vanalegu braut. En nú gekk hún ekki hægt, eins og var vani hennar, nú hljóp hún þvert yfir himinhvolfið, nam stað- ar yfir fjallsbrúnunum T vestri, lét grásvört óveðursský hrópa upp reiði siha í garð mannanna og hvarf bak við vest- urfjöllin í einu stökki. Mennirnir voru sem steini lostnir. T lággreinum skógarins byrjaði Rauðfugl einn geðillskubrag sinn með undarlega á - nægjulegum hreim.........

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.