Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 13

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 13
- 79 - síðast séð sólina. Á næturnar lýsti máninn, systir sólarinnar, svo hann komst leiðar sinnar, en dagana svaf hann í skjóli undir runnum. Loks kom hann að vesturfjöllunum og tók að kláfa þau. Brött voru |jau, en hann varð að komast upp. Þegar mesta brattanum laiik, tók við storgrýtt brekka. Hann gekk upp hana og skyndilega sá hann bjarma fram undan. Birtan jókst eftir þvf sem hann kom nær og hann varð að taka höndum fyrir augun, sem voru orðin svo óvön henni. Milli fingranna grillti hann þó, hvar hann fór og fyrr en varði stóð hann á klettabrun og horfði yfir furðulegt land. Næst klettunum var það grýtt og lítið gróið og þar sá hann stóran helli, en er fjær dró varð landið gróðursælla og svo fagurt, að slíkt hafði hann aldrei seð. Þetta var land sólarinnar. Og úti fyrir hellinum sat sólin sjálf 1 sín- um gullnu klæðum og stafaði frá henni dýrlegum bjarma. Við hellismunnann stóð máninn, systir hennar, í silfurklæðum og var ekki sjaanlegt, að neinni birtu stafaði frá henni, svo björt var systirin. Yulzha kraup niður og skýldi sér bak við stein. Síðan ávarpaði hann sólina: "Mikla sól! Komdu aftur til Denhanna, sem sakna þín svo hræðilega. Komdu aftur að skína á heiminn, sem hefur verið svo dimmur og dapurlegur siðan þú fórst. Vertu ekki lengur reið við okkur mennina, við getum ekki verið án þín. Komdu aftur og við munum segja það börnum okkar, hvað við brutum af okkur gagnvart sjálfri sólinni og að hún fyrirgaf okkur, svo að þau geymi sér það 1 minni og elski sólina enn meira fyrir miskunnsemi hennar 1 garð Denhanna. Virðulega sól ! Komdu aftur, svo Denharnir geti haldið áfram að lifa. " Sólin reis á fætur, 1 senn tfguleg og ægileg ásýndum og hrópaði reiðilega : "Þögn, maður. Dirfist þú að segja sólinni fyrir verkum? " Og hun varpaði glóandi geislavendi að Yulzha. Ef Yulzha hefði ekki legið í nokkru vari að baki steinsins, hefðu og heitir geislarnir eflaust orðið honum að bana, en þeir brenndu hann aðeins illa. SÓlin, sem! hélt, að hún hefði drepið þennan ósvíína mann, gekk á brott hnakkakert, en litla systir hennar, máninn, sem var afar góðhjörtuð, flýtti sér upp á klettabrúnina, til að hjálpa honum, ef það stæði í hennar valdi. Hún bar Yulzha niður í hellinn og annaðist um hann, þar til brunasárin voru gróin. En löngu áður hafði sólin - þvi hún er vissulega einnig góð vera - iðrast verks síns og hún gladdist mjög, þegar litla systir hennar sagðihenni að Yulzha væri lifandi. En hún bar enn hefndarhug til mannanna, sem höfðu hrakyrt hana. Þvi gekk hún morgun einn til Yulzha, sveipuð 1 dökka kápu, svo að hann gæti horft á hana, og mælti : "Maður, seg mér, hverjir vörpuðu að mér illyrðum, svo ég geti refsað þeim. " "Þeir sögðu, að það hefði verið ég, " svaraði Yulzha dapur 1 bragði og sagði síðan sólinni upp alla sögu og endaði á þvi að særa hana enn 1 nafni allra, sem jörðina byggðu, að koma aftur að skína á mannheima. Sólin hugsaði sig um. "Já, " sagði hún, "ég kem aftur. En þeim, sem svívirtu mig 1 orðum, skal ég refsa. " Og hún gekk út og kallaði á fund sinn himnaanda einn, en þeir sjá inn 1 hug hvers manns og vita alla viðburði. Ræddust þau við lengi dags, en á með- an fylgdi máninn Yulzha um hina undurfögru skóga og blómþöktu velli 1 landi sólarinnar, sem enginn maður hefur augum litið, fyrr eða súðar, annar en hann. Súðan kvöddu þau þrju mánann, sólin, himnaandinn og Yulzha, lögðu af stað og fóru sömu leið og sólin var vön að fara á nóttunni, undir jörðinni, þar sem allt er ein auðn og aðeins fáeinar harðgerðar plöntur vaxa og snúa krón- L.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.