Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 16
Larus Karlsson : SKIPSTAPI Siglir skip að sunnan, sólin gyllir voga, siglir skip að sunnan, segl i blænum loga. Bjarma slær á bylgjur, bogur fleysins sviðnar, í* stillu hafsins heyrist, hvernig skipið gliðnar. Ot 1 blámann berast blakkir reykjarmekkir, sumir eignast örlög, sem aðeins hafið þekkir. Suður undan söndum sekkur gnoð 1 hafið, hljóðlátt bálið bregður bliki á öldutrafið. Sindra á mjöllinni mæru myndir úr hulduheimi, tónlist úr tómi bergsins titrar 1 stjörnugeimi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.