Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 22

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 22
NÝLEGA er afstaðinn merkasti 1- þróttaviðburður skólans, fþróttahátíð Menntaskólans. Framkvæmd og tilhögun hennar var aðstandendum til soma, þott alltaf megi finna sitthvað, sem betur hefði mátt fara. Varðandi hápunkt kvöldsins, leik nem- enda og kennara, kom greinilega í ljos áberandi úthaldsleysi og æfingaleysi í liði kennara og er það þvf ósk okkar nemenda, að líkamlegt atgervi þeirra verði bætt hið skjótasta. Til þess að sýna að hugur fylgi máli munum við bjóða kennurum leikfimitíma okkar, tvo á viku, til afnota og jafnframt sundkort, sem gefur þeim ókeypis aðgang að sund- stöðum einu sinni á viku. Fyrri Selsferð IV. bekkjar var farin ekki alls fyrir löngu og þótti takast á- gætlega. Það var strax frá upphafi ein- róma álit IV. bekkjarráðs, að ferðin yrði óskipt, ef því mætti við koma sakir aðsóknar. Ferðin var farin óskipt þrátt fyrir mikinn fjölda og því í fyrsta skipti, sem þessi stærsti bekkur skólans fer 1 Selið, sem ein heild. Þröng var á þingi um nóttina og ýmsir erfiðleikar því" fylgjandi. En ég tel, að það hafi verið vel þess virði, þar sem Selsferð- ir eru að miklu leyti kynningarferðir og auk þess vel til fallnar að auka sam- heldni árgangsins. Selsferðir eru mikil áhættufyrirtæki, sem væru óframkvæmanleg, ef ekki væri gætt fyllstu varuðar og öryggis 1 um- gengni um húsið. Það er þvi mikið atriði, að reglur Selsins seu í heiðri hafðar. Til umsjónar fóru þeir kennarar Atli Heimir og Árni Björnsson og þóttu stór- skemmtilegir af kennurum að vera á kvöldvökunni, þar sem þeir tróðu upp sem skemmtikraftar. Ég held að ég megi segja, að Selsferð- in 1 heild hafi verið velheppnuð, þótt alltaf megi tiltaka eitthvað, sem farið hefur t miður. Ég vil ógjarnan vekja upp gamlan draug, þar sem schriba-málið svonefnda er, en leyfa mér að minnast á ýmislegt, sem komið hefur upp á teninginn varð- andi það. Það skal strax tekið fram, að ég treysti mér ekki að túlka loðin ákvæði laga skólafélagsins um kosningu schriba, á ákveðinn veg, svo ekki megij hártoga þá túlkun. Hins vegar hefur stór hópur manna tekið ákveðna afstöðu og 1 engu frá hnikað. Ég vil gera að umtalsefni þá meðferð, sem málið hefur fengið. Kristinn Einarsson og félagar hafa: sett sig á öndverðan meið við, að þvi að ég held, mikinn meirihluta skólans. Á skólafundi kom þetta berlega 1 ljós og á heldur óviðfelldin hátt, þar sem þeir fengu tæpast málfrið. Ekki hefur annað komið fram við umræður en Kristinn sé ósammála meirihlutanum. Það er því ekki einum eða neinum heimilt að setjast niður, sálgreina Kristin með sjálfum sér og koma svo fram með vafasamar stað- hæfingar um 1 hvaða tilgangi Kristinn fitji upp á þessu og hvaða hugarfar sé að baki. Það er ekki nema lágmarkskrafa, sem gerð er til Menntaskólanema, að þeir rökræði málin málefnalega en kryddi ekki umræður með persónulegum dylgjum. Að síðustu vil ég víkja að fyrirbæri, sem súfellt er að skjóta upp kollinum á málfundum, þ. e. hin svokallaða mál- skylda. Þetta er hvimleitt fyrirbæri,sem bæði Framtíðinni og nemendum skólans er óvirðing að. Ég er ekki að skella skuld- inni á þá fundarstjóra, sem nota mál- skyldu, heldur á þá, sem skapa grundvöll fyrir notkun hennar, þ. e. hinir óvirku fundarmenn. En meinsemdin verður ekki læknuð með þvf að neyða menn upp 1 pontu. Skipulögð námskeið, sem miða að þvf að menn geti túlkað skoðanir sínar úr pontu, eru þess vegna nauðsynleg. Ég fagna þess vegna þeim ráðstöfunum, sem stjórn Framt. hefur gert með skipu- lagningu málfundanámskeiða. Skrifað 23. nóv. '66 - Hallgr.B.Geirssoí

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.