Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 23

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 23
- 89 - j anda peká. Miklu hlýtur M. R. að hafa verið virð- ingarverðri stofnun áður fyrr. M. a. var þetta ekki skóli fyrir stúlkur. Ætla má, að alltaf hafi verið fast drukkið 1 skólanum, og er tal manna um vaxandi áfengisnotkun að öllum líkindum kvabb eitt og virðist lít- ill grundvöllur vera fyrir sannleiksgildi þess. NÚ er þetta feimnismál mikið. Áður fyrr hótu drykkjusiðir nemenda hrein- lega fyllerí’, en nú er talað um kúltúr- drykkju, sem mun vera áhrif frá menning- arlöndum. Langflest veitingahús selja drukk til svalar sterkþyrstum. , Þá sitja menn á háum stöllum og biða eftir sopa, sem kýr á stalli. Það heitir líka, að belja se á bási’, en mannskepnan er á bar. Um skyldleika orðanna er bent á vinsæj. stafsetningarblöð þriðja bekkjar ( höfundur blessunarlega ókunnur, hans vegna). Áhugi nemenda fyrir áfengisbindindi er líka mjög takmarkaður. í fyrra var boðað til stofn- fundar 'Gindindisfelags í* skólanum. Fundar- sókn var góð, en áhugi var allur i hófi, því að samþykkt var með tveimur atkvæð- um gegn engu að stofna ekki bindindisfélag 1 skólanum. Við og við _hinir._ Menntaskólanemandi hljómar 1 eyrum margra sem annarlegt orð. Þeir eru líka til, sem vart þola að minnzt só á mennta- skólann. "Þetta er ekki venjulegt fólk. " Þeir, sem tala svona, hafa oft - af ein- hverjum ástæðum - ekki getað lagt á lang- skólanám. Þá skapast óbeit á menntun næstum þvx á hvaða stigi sem er. Mennta- menn eru álitnir háfleygir og taldir líta niður á venjulegt fólk og túlka sig þannig, að fáir skilji, séu montnir. Vist eru nem- endur t. d. hér 1 Menntaskólanum, sem nánast grobbast af því að vera rriennta- skólanemar og haga sér á margan hátt eins og hér að framan greinir. Áður fyrr var litið upp til nema i Lærðaskólanum. Þeir voru að vissu leyti einum stiga ofar jafnöldrum i þjóðfélaginu og hafa e. t. v. leyft sér sumt, sem öðrum ekki þóknaðist. Þessi upphafnin^ féll nið- ur, þegar möguleikar til langskolanáms jukust með auknum skilningi á gildi mennt- unar og minnkandi fátækt. - Stúdentspróf varð algengara. Ég bendi á þetta hér að framan, af því* að við og bið heyrast raddir um, að milli- bil milli hins menntaða og hins ómennt- aða - eins og var að nokkru leyti áður - sé æskilegt. Sjálf viljum við þroska okk- ur og læra fyrir okkur sjálf og með það i huga held ég, að flestir leggi á náms- brautina. - En þjóðfélagið i dag er hálf- gert peningafélag og æ fleiri hugsa nú 1 hundraðkrónuseðlum. Sé því kröfum nú- timans fylgt, ætti enginn að fara 1 háskóla. Þannig er ástand á Islandi x dag. Störf flests háskólamenntaðs fólks væru lítils metin, ef dæma ætti eftir kaupi. Þannig hefur þjóðin misst marga góða menn í út- lönd, þar sem þeir telja sér misboðið hér heima við slik skilyrði, sem hér eru til boða. Hér hlýtur að þurfa úr að bæta, eða eigum við að lifa áfram sem þorskhausar 1 síld og sjó og fagna upprisu iðnaðarhalla við Suðtxrlandsbraut meir en frelsarans? ÞHH. Smávinir fagrir, foldarskart.... Munaðarkarl og ritstjóri Vilmundur Gylfason komst i útvarpið um daginn ( húrra fyrir honum ). Skyldi þar rætt við nokkur ungmenni, en þar sem áhuga- mál Vilmundar spanna viða, heyrðist ekki í neinum öðrum. Að sjálfsögðu varð hon- um tíðrætt um æskuna og spillingu hennar, enda sagði hann lika síðar á málfundi, án þess að roðna, að æskumenn unglinga- skóla og yngra fólkið yfirleitt væri svo heimskt og vitlaust og svo sjálfsgagnrýni- laust, að hættur þær, sem lægju í leyni, velmegun, brennivínsþorsti, kynæði, leti og spilling, væru að gleypa það með húð og hári. Ekki minntist Vilmundur þó á, hve glæsilega hans mikli karakter stóðst þessar freistingar á sínum tíma. Enda er Vilmundur ekki einn af þeim mönnum, sem slettir skyrinu þótt hann eigi það, né hendir steinum úr glerhúsi. Þá getur Vilmundur líka skrifað "Edi- tor dicit" fyrir veika kynið um ævintýri næturinnar f augum mannanna og brókar- sjúkar frumur i makaleit. Enda eru þær stúlkurnar ekki orðnar ófáar, sem eru hættar að fara með bænirnar sinar fyrir svefninn, en lesa i þess stað hugvekjur Vilmundar. Ekki má heldur gleyma bók-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.