Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 29

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 29
- 95 - auglýsingum. Hugsið ykkur bara : Um daginn lét Listafélagið hengja upp mynd af manni með beran haus. Romantfkin og vindmy llu r na r. Ágúst Guðmundsson ( oft nefndur Donni sbr. Don Quixote ; ennfremur prímadonna ) og jón Bragi Wilde, eiga nú 1 vök að verjast. Svart skammdegi og annað hrollvekjandi fer í hönd og reyna þeir félagar nú að veita eilitlu blómskrúði inn 1 viðkvæmar sálir. Hefur jón Bragi nýlokið við smfði á splunkunýjum skýjaborgum, sem miða m. a. að þvi að velja Hrafni Gunnlaugssyni heppilegan maka, sem alltaf getur hlust- að auðmjúk o. s.frv. ; kenna Jens Þóris- syni og Sigurði Pálssyni hæverska siðu 1 og eftir kappdrykkju; skýra Vilmundi frá þvá, hvenær sólarhringsins á að hringja í fólk o. m. fl. Ágúst Donni brýtur enn heilann um það, hvernig eigi að búa til skýjaborgir. Hefur honum flogið í hug að leita að svarinu hjá uppáhaldshöfundum sínum, Hornby, Petit Larousse og jóni Ófeigs- syni. Það er þvi óhætt að segja, að barizt sé við margvislegar vindmyllur. Hogværð og hlédrægni. Sigurður Árnason ( fæddur 1949, lands- próf 1965, bílpróf 1966 ), nemandi í þriðja S, stjórnarmeðlimur leiklistar- deildar Listafélags Menntaskólans í Reykjavik, ritari Félfigsheimilisnefndar, bekkjarráðsmaður þriðja S, formaður þriðjabekkjarráðs, meðlimur tólfmanna- nefnd3.r málfundafélagsins Framtíðarinn- ar og aðalsprauta málfundanefndar þriðja- bekkjar, leikari, skattborgari og þjóðfé- lagsþegn gjörir heyrinkunnugt : Hpfi megnasta viðbjóð á allri félags- starfsemi. Heimur versnandi fer. Þórarinn kennari Guðmundsson sagði að aflokinni Vigfúsarhátíð : Uðð, þetta kallar maður sko ekki mikið. Þegar ég var í skóla héldum við sko oðgíúr. Enn um forseta. Þá er árshátið lokið, og stóð forseti sig með miklum sóma, eins og við var að búast af tveggja ára reynslu hans. Það er rétt, sem hermt er, að forsetinn og busar hafi verið í séraðstöðu á þess- um dansleik, þar sem allt það, sem þarna fór fram, kom báðum aðilum jafn mikið á ovart. Eins og barna er hátt- ur sváfu forseti og busar eins og stein- ar um svipað leyti fyrir einu og tveim- ur árum siðan, meðan einhverjir nautna- sjúklingar brugðu á kreik á Sögu. Frægt er nú orðið, hversu hraustlega nokkrir stjórnarmenn Framtúðarinnar héldu upp á velheppnana árshátíð. Litið skal frá þvf sagt hér, en það höf- um vér fyrir satt, að skömmu siðar hafi birzt svohljóðandi auglýsing í bekkj- arblaði einu : i:Gleraugu hafa tapazt. Finnandi vin- samlega skili þeim til Vigfúsar Ásgeirs- sonar". Fallegur - fallegri - Stefán . Hér átti að skrifa fyndna sögu um Stefán Örn Stefánsson, en þegar til átti að taka reyndist maðurinn svo leiðin- legur, að ekki varð neitt úr neinu. BÓkmenntir en ekki bækur. jólabókaflóðið er hafið og í farar- broddi eru að venju ástalífssögur sam- fara svaðilförum á sjó. Af meiri hóg- værð og minna skrumi kemur nu eins árvisst og Ingibjörg Sigurðardottir Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík. Útgefandi er Skemmtisagnaútgáfan. Dyrir malmar, Það var eitt sinn í tíma hjá Einari Magnússyni, að rætt var um fþrótta- fréttir í sjónvarpi Tslendinga. Segir rektor þá m. a. : !!En annars skildi ég eiginlega ekkert, þvi að þetta var allt á ensku! "

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.