Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 30

Skólablaðið - 01.12.1966, Page 30
Hvernig eru menntskælingar 1 dag ? Sjálfsagt eins og þeir hafa löngum verið og munu verða. Ég er sem sé ekki fylgismaður orðtaksins "heimur versn- andi fer". En það er bara enginn kom- inn til með að segja, að hann hafi ver- ið svo ýkja góður, eða hvað ? Að sjálfsögðu hefir margt breytzt hér 1 skóla og ber þar efst mjög aukinn nemendafjölda, en hann hindrar þó ekki innbyrðis kunningsskap nemenda 1 mill- um. Það er í sjálfu sér gott og bless- að, en þessi tengsl mega þó ekki vera svo yfirdrifin, að þau hamli eðlilegu og sjálfsögðu félagsláfi í auknum uppgangi þess. Það má ekki ganga svo langt, að fólk hiki við að stiga 1 pontu á malfund- um til stuðnings máli sínu, vegna þess að félagi þess og vinur hefur skömmu áður lýst yfir gagnstæðri skoðun, né heldur má það henda, að ýmis skrif, svo sem ritdómar og önnur gagnryni, sé yfirborðskennd og alls endis ónóg, sakir þess, að viðkomandi er að rita um vini sína og kunningja. Það er þessi hugs- unarháttur, sem drepur allt fjör á mál- fundum og er að eyðileggja allt félags- lxf innan veggja skólans. Á meðan "all- ir" þekkja "alla" komast þeir ekki hjá þvi að gagnrýna sína kunningja. Fólk er bara orðið svo hrætt um sína skinhelgu persónu, að Jxað þorir ekki að segja álit sitt á ritsmiðum kunningja sinna, né heldur skoðun sína á málstað félaga sinna. Ég er ekki að hvetja menn til að rakka niður og baktala skólasystkin sín, heldur er heilbrigð gagnrýni og skoðana- frelsi eitt af þvi, sem fólk verður að sætta sig við og temja ser. Það er enginn minni maður, þótt hann hljóti slæma "kritik" 1 Skólablaðinu, þvá rit- dómari er ekki óskeikull, heldur mælir aðeins fyrir eigin skoðunum. Ekki verður heldur nokkur stimplað- ur fyrir lífstíð, þótt honum verði á smáskyssa 1 pontu, eða þótt hann haldi fram sinni persónulegu skoðun, þó svo hún samræmist ekki jarmi fjöldans. Þessir blessaðir, ósjálfstæðu vesalingar hanga svo 1 pilsfaldi mömmu gömlu, svo þeir verði ekki alls óvarðir árásum ljótu krakkanna, en þeir eru því” miður ærið margir, sem hengja sig í umrædd- um faldi. Og þá eru mér efst 1 huga "halelújafélögin" hans Kristins Einars- sonar, eða með öðrum orðum stjórn- málafélög fyrir ungt fólk. Meðlimir þessara felaga hneggja svo 1 kor og heilla skólasystkin sín með gulli og grænum skógum : "0, það er svo gam- an hér og þar", "Við getum bæði gert dittin og dattin, þú verður bara að koma", "Heyrðu, við förum í ferðalög og kynnisferðir hist og her, þú mátt bara ekki missa af þessum dásemdum heimsins" ! ! ! Ja, það má með sanni segja, að þessi félagsstarfsemi sé dásamleg, yndisleg og heillandi ! Hugsið þið ykkur bara, hvað gæjarnir og pæjurnar geta djamm- að v.illt og brjált. Þarna eru böll og bió og ferðalög og yfirleitt allar heims- ins lystisemdir og svo ef til vill pínu- lítil skoðun, sem gefin er inn með skeið með vissu millibili, eftir öllum kúnstarinnar reglum. Einstaklingarnir hætta að vera sjálfstæðir og jarma í kór framan 1 úlfinn vonda. Þessir ungl- ingar þora ekki að hafa eigin skoðun, eru hræddir um að hún falli ekki í kramið, og þessir unglingar smita út frá sér, þannig, að allt andrúmsloft þessa skóla verður mengað þessum stjórnmálaanda, sem annars á vart heima hér. t öllu falli ekki í svo rík- um og ofstækisfullum mæli sem nú er 1 tízku. Þetta getur stundum náð svo langt, að fólk yrðir vart á nema þá,serr) eru "rétttrúaðir" heldur hugsar "Iss, þu ert bara þetta, ég er sko hitt, tala ekkí við seglskip" og súðan þrammar hvor um sig burt með hausinn kertan aftur á hnakka, eins og báðir eigi heiminn útaf fyrir sig. Er þetta sannur félagsandi ? spyr sa,

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.