Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 36

Skólablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 36
102 - hárlubba drengsins. Síðan sagöi hann snögglega. . já, en sagði kennarinn ykkur ekki, aS rotturnar sofa um nætur. Nei, hvíslaði drengurinn, hann varð allt 1 einu ósköp þreytulegur. Nei, hann sagði okkur það ekki. NÚ, sagði maðurinn. Veit kennarinn ekki, að rotturn- ar þurfa að sofa um nætur. Auðvitað sofa þær um nætur. Á kvöldin geturðu rólegur farið heim. Þær sofa alltaf um nætur. Meira að segja sofna þær strax og skyggja tekur. Jörundur bjó til litlar holur 1 rykið með prikinu sínu. Þetta eru allt lítil rúm, hugsaði hann. Litil hlý rúm. Þá sagði maðurinn ( visnir og kræklóttir fæturnir skulfu ). Heyrðu, nú fer ég heim og fóðra kaninurnar mínar og þegar dimmir kem ég og sæki þig. Ef til vill tek ég eina litla með mér. Hvernig lizt þér á? Jörundur bjó til holur í rykið. Eintómar litlar kan- ínur. Ég veit ekki, sagði hann hægt og starði á kræklóttu fæturha. Er það alveg satt, sofa þær um nætur? Maðurinn stökk yfir veggjarbrdtið cg gekk upp á veg- inn. Kennarinn ykkar getur eins vel farið að hypja sig, ef hann veit þetta ekki. Þá reis Jörundur á fætur og spurði, get ég fengið eina? eina hvíta? Ég skal athuga málið, hrópaði maðurinn. Þú verður að bíða þar til ég kem aftur. Ég ætla að fylgja þér heim. Ég verð að kenna föður þínum að byggja hús handa kanínunni. já, hrópaði Jörundur, ég bíð. Ég verð að vera á verði hvort sem er , þar til dimmir. Ég bíð áreiðanlega. Litlu síðar hrópaði hann aftur, við eigum nógar fjalir heima, líkkistufjalir. Maðurinn heyrði ekki síðustu orð hans. Hann hljóp 1 vesturátt eins hratt og kræklóttir fæturnir gátu borið hann. Kvöldroðinn teygði blóðrauða fingur sma upp á himin- hvolfið. Jörundur horfði á eftir manninum, sem gekk inn 1 kvöldroðann. En hvað fætur hans voru visnir og kræklóttir. Karfan sveiflaðist fram og aftur. Það var kanínufóður 1 henni. Grænt kanmufoður. Þýtt hefur Dóra Sigríður Bjarnason. WOLFGANG BORCHERT Wolfgang Borchert er fæddur \ Hamborg árið 1921ogólst þar upp. Fyrstu ljóð hans voru gefin út 1938. Hann lauk gagnfr. prófi, en lagði síðan stund á leikl. nám. Árið 1940 var hann handtekinn og yfir- heyrður vegna þess, að ljóð hans voru talin óæskileg . Borchert var leikari við leik- húsið "Landesbúhne Osthann- over" í Lúneburg umnokkurt skeið. - Hann gekk \ þýzka herinn i júlf árið 1941 og var sendur til austurvúgstöðvanna nokkrum mánuðum síðar . Borchert særðist á hendi 1 stríðinu. Var hann ákæröur fyrir að hafa sjálfur veitt ser þennan áverka og dæmdur til dauða. Þessi dómur var síð- ar mildaður , en Borchert dæmdur í fangelsi fyrir að hafa ljóst og leynt unnið gegn Flokknum og rúkinu. Af ein- hverjum furðulegum ástæðum var hann náðaður í annað skipti og sendur aftur á aust- urvígst.ú des.Árið 1945 'tóku Frakkar Borchert til fanga, en litlu seinna flúði hann úr fangabuðunum og fór fótgang- andi um endilangt Þýzkaland til Hamborgar. - Hann hóf leikhússtarfið að nýju og lék í ýmsum leikritum, þar til hann varð rúmfastur af völd- um sjúkdóms, sem hann hafði lengi orðið að berjast við • í sept. 1947 ferðaðist Borch- ert til Sviss eftir áskorun nokkurra vina sinna. Ha.nn andaðist \ Basel, skömmu eftir komu sína til Sviss. - W. Borchert ^af út ma.rgar bækur, bæði í bundnu og o- bundnu máli, m.a. Die Hunde- blume ( 1947 ), An diesem Dienstag ( 1947) og leikritið Draussen vor die Túr, sem var kvikmyndað skömmu eft- ir dauða skáldsins. D. S. B.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.