Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 37

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 37
103 - RITDÓMUR, frh. af bls. 72. um félagsmál og að "starfsemi Framtíð- arinnar geti farið sem ánægjulegast fram'.' Hvað um nokkrar lagabreytingar um mál- ið? L. B. á sáðasta orðið í blekslettum, ungskáld eru hans vettvangur. jónas E. Svafár má vera vont skáld, en eitthvað óviðkunnanlegur er tónninn 1 ummælum L. B. varðandi skáldið. Grein Peturs Kjartanssonar er í* svip- uðum anda og fyrri ritsmíðar hans. Skrif manns, sem á komandi tímum ætl- ar að leiða þjóð sína yfir eyðimörkina 1 átt til fyrirheitna landsins, og er byrjað- ur 1 æfingaskyni að hjálpa skólasystkin- um sinum á hálum brautum lagakróka og svikulla embættismanna. Annars leiðist mer landsföðurlegur blærinn hjá Pétri, sem er tekinn að minna mjög á vikuleg- ar greinar háttsetts þjóðskörungs í út- breiddasta blaði landsins. En segir ekki frægt sálmaskáld einhvers staðar, "Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sór leyfist það. " Pétur ræðir nokkuð um setu Magdalenu Schram í embætti scriba scholaris og fer niðrandi orðum um and- stæðinga hennar í því máli. Það þætti mér hins vegar mjög óeðlilegt, ef ekki sköpuðust umræður um jafn viðkvæmt mál og það er, þegar gamlar hefðir og venjur eru þverbrotnar. En skólafundur hefur fellt sinn úrskurð og vona ég, að mótbyr sá, er Magdalena mætti í upp- hafi starfsferils sihs, verði henni ein- ungis til hvatningar að betra starfi. Gaman væri á hinn bóginn, ef Pétur vildi sanna staðhæfingar sínar um forsending Helga Guðmundssonar á margumræddum Framtíðarfundi. Umdeildasta síðan í blaðinu er án efa þjóðdrápa Þórarins Eldjárn. Þykir mörgum, sem þar sé dýrmætum pappír sóað á lítt verjanlegan hátt. Draumnum er nosturslega raðað í stafrófsröð, enda með tveggja daga vinnu sér að bakhjarli. Finnst mér þó formleysan vera farin út í öfgar, þegar gripið er til slíkra ör- þrifaráða og þarna eru um hönd höfð. Skiptar skoðanir eru og um það, hvort hugmyndin, sem á bak við liggur, sé frumleg, en ekki ætla ég að hætta mér út í deilur um svo viðkvæmt mál. Aldrei hef ég þó fyrr séð þessa túlkun á marg- þvældum spám, hvaða ríki muni næst bætast við stjörnurnar 50 í gunnfána frændans handan Atlantsála. Hugleiðingar Kristins Einarssonar um ljóðlist eru samdar af kunnáttu á í*s- lenzku máli og efninu, en heldur er Kristinn óstöðugur í rásinni, hleypur úr einu í annað, eins og tilgangurinn hafi einungis verið sá að fylla nógu margar sáður. Það bezta í greininni er að mín- um dómi það, sem sagt er í upphafi um kart'öflur og blóm, en því" miður er það ekki hugarsmáð Kristins. Pétur Gunnarsson hefur átt betra efni á síðum Skólablaðsins en ljóðið á bls. 59. Nægir í jpví* sambandi að nefna smásögu hans í siðasta blaði, sem er hreint af- bragð. Pétur er i greinilegri framför og er það ánægjulegt. Einn nýr þáttur hefur hafið göngu síha í blaðinu á þessu skólaári undir stjórn rit- stjórans sjálfs, Kaffihúsaþankar. Eru það hugleiðingar hans um menn og málefni og geysist Vilmundur fram á ritvellinum og leggur til beggja handa að nokkrum mönn- um, en bregður skildi á bak öðrum. óneitanlega eru sleggjudómar Vilmundar umdeilanlegir, eins og t. d. skrif hans um ungskáldin Böðvar Guðmundsson og jóhann Hjálmarsson.og heggur þar sá er hlífa skyldi. Hrafn Gunnlaugsson er lofaður vel, enda var það jafnan siður höfðingja að gæta varúðar, þegar skáld þeirra áttu hlut að máli. Málið á vísu ÞÓris jökuls er mér og þyrnir í augum. Virðist höfgi hafa runnið á prófarkalesara við yfirlestur á vúsunni. Hefur hann ekki getað ákveðið hvort málið á henni ætti að vera sam- ræmda stafsetningin eða sú lögskipaða, kennda i þriðja bekk. Er þessu síðan öllu ruglað sitt á hvað, svo að út kemur sam~ setningur, þar sem hugur ÞÓris breytist 1 haug og stafsetningin yfirleitt fremur leið ambaga. Heldur finnst mér rabbdálkur Vil- mundar bera keim af handahófslega unninni uppfyllingu, þó víða megi greina góða spretl Ætti hann að vanda betur skrif sín á kom- andi tímum og láta af órökstuddum fullyrð- ingum um menn og málefni. Einar ólafsson setur fram nokkrar aug_ ljósar staðreyndir á ennþá augljósari hátt í 2mur stuttum kváeðum og hafi hann þökk fyrir vinnuna, sem á bak við liggur. Betur hefði ég kunnað við að sjá Frh. á bls. 107.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.