Skólablaðið - 20.12.1966, Side 8
Fyrir tæpum tvö þúsund árum var borinn 1 þennan heim einn mesti byltingar-
maður, sem menn þekkja. Og 1 tæp tvö þúsund ár hefur heimurinn dýrkað
og tilbeðið þennan mann. Jafnt í háþróuðum iðnaðarþjóðfelögum Vesturlanda
sem í svartasta myrkviði Afríku boða prestar og trúboðar boðskap hans,
mannsins, sem kom fram með eina fegurstu nanngildishugsjón, sem heimur-
inn þekkir. í veglegum kirkjum, á strætum, 1 skólum og næstum alls staðar,
þar sem hægt er að koma því við, er hann lofsunginn. t tæp tvö þúsund ár
hefur trúin á og óttinn við þennan byltingarmann síns tíma verið hvort tveggja
1 senn hemill og leiðarljós milljóna manna.
Grundvallaratriði kenninga hans voru og eru friður á jörðu og bræðralag
allra manna. Og hvernig hefur mannkyninu tekizt að lifa eftir kenningum
þess manns, sem það virðir svo mikils? Hver styrjöldin á fætur annarri
hefur dunið yfir mannheima. Jafnvel sjálf hugsjónin hefur komið af stað
styrjöldum, sakir mistúlkunar á raunverulegri þýðingu hennar. Náungakær-
leikurinn eða bræðralag allra manna er atriði, sem flestir nútímamenn hlaupa
yfir,þegar rætt er um góða breytni. Oftast er hæst metinn eigin hagur 1 þeim
efnum. Hugtök kristninnar, eins og til dæmis siðgæði,eru venjulega notuð
innan gæsalappa, og svo mætti lengi telja. Aldrei hafa fleiri kirkjur og fleiri
prestar verið til á Islandi en nú, og aldrei koma eins fáir i kirkju að jafnaði.
Jafnvel þar standa Tslendingar langfremst miðað við mannfjölda. Sannleikur-
inn er sá, að kirkjurækni og trúhneigð hefur farið þverrandi á undanförnum
arum, en keyrir þó um þverbak síðan dansinn kringum gullkálfinn hófst að
marki á fimmta tug aldarinnar.
Ég ætla ekki að fjölyrða um þýðingu kristindóms 1 nútímaþjóðfelagi, en öll-
um er ljóst, að kenning hans um annan og betri heim var skfma í svartnætti
miðalda þeim mörgu, er liðu undir skorti og harðýðgi. Einnig er það ljóst,
að fegurstu dýrðaróðir mannanna eru ortir á mestu þrengingatímum 1 sögu
einstaklinga og þjóða. Hið sama á sór stað um hugsjónir. Hægt er að benda
á Passíúsálma Hallgríms Peturssonar bem dæmi, einnig jafnróttishugsjónir
Jesús Krists um andlegt jafnrótti og frönsku byltingarmannanna um þjóðfe-
lagslegt jafnrétti. Þetta má enginn skilja sem svo, að ég sé að óska neinum
það illa hlutskipti, sem neyð og hörmungar eru, heldur vil ég með þessu
benda á þýðingu trúarinnar fyrr á öldum.
En allt er 1 heiminum hverfult. Hinir fornu helgidagar kirkjunnar ætlaðir til
vakningar á meðvitund fólks um breytni þess, eru orðnir að átveizlum.
Hugsjónir kirkjunnar og kristinnar eru orðnar einkaeign barna, gamalmenna
ög sjúklinga, en framkvæmd þeirra orðin fjarstæða flestum mönnum.
Og nú fer 1 hönd stærsta átveizlan af þeim öllum. Á jólunum gera velflestir
I’slendingar máltækið "Matur er mannsins megin'^að aðalhugsjón sinni.
Tveim mánuðum fyrir jól hefja kaupmenn talningu daga þeirra, sem enn eru
til jóla, svo öruggt só, að Jpau fari ekki framhjá neinum., Okkur til yndis-
auka stilla þeir akfeitum jolasveinum með rauðar skotthúfur berandi troðfulla
Frh. á bls. 121.