Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 10

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 10
Vér skulum kappkosta aö lifa þannig, aö jafnvel grafarinn hryggist, þegar vér föllum X valinn. - Mark Twain X eftirfarandi línum verður reynt af veikum maetti að fjalla um hinn marg- brotna persénuleika, jón Gröndah Ekki verða þó skráð hér æviatriði hans, heldur að mestu greint frá stuttum, en viðburðaríkum samverustundum, það sem af er vetrar X Þrúðvangi, einu afhýsa Menntaskolans 1 Reykjavík. Hefur þó ævi hans verið með þeim hætti að draga mætti saman 1 heila bók. jón er á líkamsvöxt meðalmaður á hæð, X þreknara lagi en allur hinn lán- legasti til að sja. Hann er vel farinn að öllu andlitsbragði, munnur og haka sitja vel. Augun liggja djúpt og virðast ígrunda tilveruna með yfirvegaðri ró- semi. - X ffamgöngu er jón aðsópsmik- ill og jafnan leiðandi afl 1 glettum sinna bekkjarfélaga. Hann er örorður X rýmra lagi og berorður eftir atvikum. Ekki tranar hann sér fram til stórra embætta en er jafnan forsvari og fyrirliði síns bekkjar, ekki sízt 1 vetur, þar sem hann stundar nám X hinum kunna fjórða bekk bé. Færi þar höfuðlaus her, ef ekki nyti jóns við. jón er manna bezt ættaður, þeirra er nema við þessa stofnun. Enginn nemandi hefur nokkru sinni kunnað betri skil á völundarhúsinu Þrúð- vangi, - en Jon Gröndal. Eins og hljóm- listarmaður seiðir fram fagra tóna á hljóðfæri sitt, þannig höndlar Gröndal innviði þessa ágæta kennslukofa. Hefur jón sýnt með skýrum dæmum, að kofinn er ekki allur, þar sem hann verður séð- ur„ T„ d. veittu menn því" athygli einn morgun, að hershöfðingi frá miðöldum var seztur að bé-bekkjarstofu„ Kom X ljós, að þar var á ferðinni dulargervi með JÓni Gröndal innaní”, Þetta hafði hann fundið 1 einhverju innafherberginu ellegar á haaloftinu X Þrúðvangi, en þar unir jón sér tíðum við rannsóknir. Var gerður góður rómur að þessu,og þótti dragtin sem sniðin við sköpulag jóns. Þá má geta þess, að bébekkingar fluttu - fyrir jóns tilstuðlan - heila myndaseríú ( kvikmyndaplaköt ) úr ein- um geymslubásnum X Þrúðvangi, og 1 kennslustofu sína og betrekktu alla veggi, hátt og lágt. Þessu og öðru mótmæltu yfirvöld staðarins og töldu, að jón og félagar hans ættu að klæða sig og haga sér X samræmi við núgildandi venjur og siðu. Kennslutímar eru jafnan með nokkr- um effektum X bekk Gröndals. Er það oftast fyrir tilstilli hans og stundum nokkurra eftirbáta hans innan bekkjar- ins. Ber gjarnan mest á þessu X ensku- og latinutímum. X ensku ræðast þeir oft við X lengri tíma Ottó jónsson og jón, á meðan aðrir nemendur horfa X gaupnir sér; skilja e.t.v. orð og orð á stangri en varla meira. Og X latínu bregður jón fyrir sig þeim þjóðtungum, er hann kann; ensku, þýzku, latínu, ítölsku, dönsku og spænsku. Nokkuð er jón uppá kvenhöndina og kemur sér vel, að föngulegur kvenna- bekkur er andspænis stofu hans. I” þvi sambandi er vert að minnast dans- kunnáttu hans. Fara miklar sögur af lærdómi hans 1 þeim efnum. Er hann sagður hafa alþjóðagráðu X danslist,

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.