Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 12
AIISHERJAROJ
VIÐ bláan ómæli'sflöt loöir gulur bolti,
glennandi sig 1 sigurvissu líkt og kín-
verjaskratti, sem glottir stöðugt mein-
fýsnum, tannlausum skorpinkjafti ; 1
hnakkakúfnum er flétta eins og pálmatré
1 annars gróðurlausri 1 eyðimörk.
Að húsabaki er eg, sitjandi á ómjúkri
jörðu, glápandi fánalega út 1 buskann.
Rabarbari væflast innan sjónmáls. Þessi
rabarbari á gasalega bágt, þvf að hann
er gamall, trénaður og ber ormsmognar
blöðkur. Nú þegar hefir hann sungið
sinn fegursta óð, og brjóst mitt fyllist
óumræðilegri meðaumkun 1 garð'vesMhgs^
ins, sem aldregi verður að sultu.
Er þessi blákalda staðreynd birtist mér
1 allri sinni nekt, gerast mýs þyrstar.
Ég berst hetjulega gegn tárunum, og
leitast við af fremsta megni að núa glýj-
una úr augum mér. Sem óhjákvæmileg
afleiðing verknaðar þessa, líta augu
mín hengjur nokkrar, sem löngu hafa
lokið þvú hinu mikla hlutverki, er þeim
var falið á hendur hér á jörðu, sumsé
að bera uppi hvers kyns blautt gúmmo-
laði. Slíkt atferli verður að dæmast
VÍTAVERT ; að láta slíka kjörgripi og
þarfaþing. falla í svo hörmulega órækt
og niðurnilSslu. Lýsi ég mig þvi ein-
dreginn stuðningsmann tillögu þeirrar,
er hér á eftir fylgir : Við slíkri ósvinnu
ber að stemma stigu, og hljóti hver sá,
er út af bregður, þyngstu viðurlög.
Skyndilega verður mér ljós viss sam-
líking millum mín annars vegar og
hrikalegra örlaga hengjanna góðu hins
vegar. Við það hefja ljúfsárir trega-
hljómar strengleika í hjarta mér,og
bergmál þeirra endurómar í mikilfeng-
legri saknaðarhljómkviðu, er sameinast
og verður að titrandi ómi : nOg lítil
börn, sem aldrei verða menn. "
ó, mig auma !
Allsherjarojið á himnum uppi situr
við sama keip og er mig lifandi að
drepa sakir rotinna og daunillra minn-
inga, sem eru þvú ( þ. e. a. s. OJINU )
eilíflega samfléttaðar. Æ fjölgar minn-
ingunum, og þess eigi horf, að lát verði
á. Sem kúadillur myndi fjóshaug, af
hverjum fnykur stækur upphefst, hlaðast
á mig gamlir fyrirburðir, hverra mögn-
uð óþefjan fyllir sálarlíf mitt. Allt er
þetta á undarlegan hátt sólinni tengt.
( Einusinni var hún svo góð og falleg. )
En af er það, sem áður var, já, öðru-
visi mér áður brá, víst um það. og í
sömu andrá rauk peysufatakona á fætur,
sló sér á lær, Jesúsaði heiminn og
mælti af munni fram : ,!NÚ er ég svo
aldeilis hlessa, og ekki spyr ég að ó-
skuponum, mér er sem ég segi; hann
Hlaðbjörn sálugi hefði átt að sjá þessar
aðfarir. M Sem kona þessi öldruð hafði
lokið ræðu þessari magnaðri, sveif hún
á braut og er þarmeð úr sögu, öllum
til yndisauka og hugarléttis hins mesta
( sérílagi Hlaðbirni sáluga, sem skömmu
áður hafði snúið sér við í gröf sinni og
mælt af heilu hjarta : MÉg gaeti ælt og
drullað. 11 )
Eins og ég hefi einlægt klifað á, get-
ur fráleitt nokkuð gott af þessu hlotizt.
Þvi er það sem ég ris á fætur lipur-
lega sem ungkýr. Að svo mæltu taka
bífur til mála óspilltra og flytja mig
heilu og höldnu í öru^ga höfn, hvar ekk-
ert OJ nær úthella beuðum afsprengjum
sínum yfir mig.
Steinunn Sigurðardóttir
ó. M. ó. þýðir :
Eins, zwei, drei - und der Mann sprang
Það skipti engum togum að maður-
inn stökk.
Jens Þórisson ( segir af sinni alkunnu
einlægni ) : Jón minn, mikið hefurðu
falleg augu, ha.
jón Gröndal : Jahá. ( Löng þögn )
Mikið eiga þeir annars bágt, sem
eru albíhóar.