Skólablaðið - 20.12.1966, Page 18
Bræðrasjóður.
Einn er sá sjóður hér við skólann, sem
ku eiga að gegna hinu mannúðlegasta hlut-
verki, sem sé að styrkja þau skólasystkin
okkar, sem af fjárhagsástæðum veitist
þungt að stunda nám. Um úthlutun úr
sjóðnum sér nefnd fulltrúa* úr öllum
bekkjum skólans. Til að öðlast styrk
úr sjóðnum, þurfa menn að bera sig upp
við þann bekkjarfélaga sinn, sem sinnir
nefndarstörfum. Sí*ðan tilkynnir hann
umsóknina,og fara að þvi* er virðist engar
eftirgrennslanir fram á aðstæðum styrk-
þega. Eitt er vist, að styrki virðast fá
menn, sem þess þurfa alls ekki með, og
labba sig e.t.v. beint niður á Borg og
skála þar fyrir sinni kænsku og heimsku
nefndarmanna. f þennan sjóð er skylda
okkar nemenda að greiða, og eigum við því*
heimtingu á, að sjá peninga okkar verða
að raunverulegu gagni. Setja þarf strang-
ari reglur um styrkveitingar. Þúsund
krónur eru anzi lítill peningur nú á síð-
ustu og verstu tímum, og mætti að ósekju
hafa styrkina stærri, ef tryggt væri, að
þeir lentu 1 höndum fólks, sem raunveru-
lega þyrfti á þeim að halda. Nú orðið
hugsa menn sig um tvisvar, áður en þeir
sækja um styrk, og eiga þar með á hættu
að bendla nafn sitt við gjálifi og alls kyns
voðalega hluti.
Guðmundur Einarsson
Fagur gripur er
æ til yndis.
Nú er dimmt 1 heimi rassveikra.
Nemendur V -T hafa orðið að húrast 1
allan vetur og auk þess 1 fyrra vetur á
þvúlíkum stólum, að þess þekkjast engin
dæmi, nema þá helzt úr betrunarhúsum
19. aldar i Kaupinhafn. Ef eigi verður að
gert horfir til ævarandi örkumla og melt-
ingartruflana 1 líffærum þessara ógæfu-
sömu manna. NÚ eru málin 1 þau óefni
komin, að fyrrnefndar flatbytnur verða að
neyta nudds og geislalækninga til að við-
halda hinu klassúska sköpulagi hins mikil-
væga og tíðum gróskumikla líkamshluta,
sem oft getur verið hfbýlaprýði hin mesj;a.
Verða lí’fstykkjaframleiðendur 1 hinum
mesta vanda staddir, ef svo vindur fram
sem horfir.
En um þverbak keyrir þó, að kennara-
stóllinn er bólstraður með þeim forkunn-
ar handbrögðum, að unun er á að sitja,
enda hafa ýmsir bossastórir lærifeður hið
mesta dálæti á gripnum.
Við umkvörtunum hefur því* verið bor-
ið, að þessa stóla hafi gist menn, sem
nú lifi sáðsömu og þjáningarlausu lííi, en
bjuggu forfeður vorir ekki 1 torfkofum 1
10 aldir og búnaðist vel. En svo byggðu
þeir steinhús og happdrættishús, þvf að
1 þeim var búsetan þægilegri. Og nú lát-
um við ekki lengur stinga málinu undir
stól, þennan líka dáindisstól, og það þýð-
ir ekki lengur að berja rassinum við stein-
inn, því" að nú heimtum við nýja, bólstr-
aða stóla, áður en við höfum allir fengið
gyllinæð.
Guðmundur Einarsson
Jón Bragi Bjarnason
P. S. "Bless reputation"
ÞAÐ hefur löngum verið siður fullorð-
inna, einkum þó þeirra, er halda þvú
fylgi einhver ábyrgð að eldast, að gera
sér áhyggju stóra út af hegðun unglinga.
Verður þeim tíðrætt um "sfvaxandi spill-
ingu æskunnar" og finnst æ meira um.
Er hún að þeirra dómi ískyggileg og var-
hugaverð í mesta lagi. - Raunar þætti mér
það öllu alvarlegra mál, ef rokkar þessir
þögnuðu - þá fyrst væri eitthvað vert at-
hugunar á æskunni. Eilífðarsuð þeirra er
aðeins nauðsynleg hvatning til dáða.