Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 21
131
EITT af þvi, sem allir gera en fæstir
vilja viðurkenna, er að reyna að skrifa,
reyna að setja saman og semja ljóð eða
sögu - eða eitthvað annað. Á yngri árum
er í okkur æðri þrá og erum við oft haldin
hálfgerðum uppreisnaranda gagnvart sam-
tíðinni. Hugurinn er fullur af fyrirætlun-
um og þær verða að fá hljóm-
grunn. Tjáning er nauðsynleg
og til verður oft einhvers kon-
ar samsetningur. Sumir eru
gæddir meiri skáldskaparhæfi-
leikum en aðrir og semja dægr-
anna á milli - og ahuginn eykst
stöðugt. Skólablöðin verða vett-
vangur þeirra. f skólanum Rer
er venja að halda auk þess skáldavöku.
Lesa þá skólaskáldin upp eitthvað 'af
framleiðslu sinni. Slíkt kvöld var haldið
um daginn f miðjum jólaprófum 3. bekkjar,
hvað ekki e? heppilegt.
Kristján Guðlaugsson heitir nýr maður
i hópi ljóðasmiða í skólanum og var fram-
lag hans þetta kvöld rúmlega frumburður
hans opinberlega. Þegar heimurinn hafði
farizt stóðu hann og Sigurður Pálsson
einir eftir - andans menn - og skáldið
virtist ánægt með sig. f Kristjáni býr
ýmislegt og svipmyndir hans úr síðasta
Skólablaði ( Haust, Svefn og Gleði ) eru
hugnæmar í orði og formi og hann reyn-
ir eitthvað, sem hann virðist ráða við.
Það er einfalt og auðskilið.
Stælingu Einars ólafssonar á blóði
Abels var óþarfi að lesa og leitt er, ef
menn verða fyrir slíkum áhrifum af eldri
tilraupaskáldum.
Ég hafði það á tilfinningunni, að í ljóð-
um herra Sigurðar Pálssonar gætti meiri
fágunar en hjá öðrum. Framleiðsla hans,
hverja hann flutti, var einnig minnst allra
skálda þetta kvöld.
Leikrit B. Hrafnkels jónssonar var
frjálslegt í sniði og flutningi.
Hrafn Gunnlaugsson er örugglega at-
hafnasamastur skólaskálda. Leikrit hans
"SalvöT’1 ( ekki tileinkað Á.Á. ) fannst mér
gott og væri æskilegt, að við fengjum að
sjá nokkrar af þessum jnætu stúlkum, sem
hafa haft svo mikil áhrif á skáldskap
Hrafns.
Ritstjóri flutti kvæðabálk, gæddan æðri
hugsun, samfara smá sálfræði og heim -
speki, eins og "Editor dicit" Vilmundar
er. - Birtist nú fátt ljóða eftir Vilmund
- eða hefur hann náð takmarki sínu og
vill þvú lítt hafa sig frammi.
Af ljóðaframleiðendum kom næstur Guð-
steinn Guðmundarson, sálmaskáld úr
Kópavogi. Hefði magn kvæðanna mátt vera
minna að kílóatölu. ( Mar-)Traðarljóðið
var eyðilagt af allt of oft endurteknu við-
lagi "Kaffi kostar nítján krónur/og kamel
tæpar þrjátíú". Þetta er samkvæmt
minni vitund ofstuðlun, en þessar ljóðlínur
voru uppistaða kvæðisins.
ólafur H. Torfa son las sögu eftir sig,
sem krafðist lengra upplesturstíma. Las
ólafur of hratt söguna - enda engin smá-
saga - og fór þvú ýmislegt f gegnum l"þöku-
búa ómelt. Líklega myndi sagan hæfa bet-
ur á prenti. Hröð atburðarás einkennir
mjög stíl ólafs. Inn f söguna var skotið
upplestri úr matreiðslubok og kennslubók
f esperantó, hvað orsakaði absúrdisma -
en Ásgeir Ásgeirsson las á fyndinn hátt.
Þórarinn Eldjárn las úr óprentaðri bók
(stilabók), vægast sagt fyndinni. Orðfæri
Þórarins er slúk, að maður hefur það á
tilfinningunni, að sagan "hafi bunað upp
úr honum". BÓkin byggist á frásögn af
un|;um dreng, sem sendur er út í búð af
moður sinni, sem jafnframt gefur honum
heilræði. Hún skrifar honum bref og
skilur m. a. ekki, hvers vegna hann skrif-
ar henni ekki. Á leið í búðina eru marg-
ar hættur, m. a. snillingur einn, grjót-
kastari. Aftast f bókinni eru verkefni,
sem lesandi á að glíma við. Hvert öðru
fyndnara. - Sjálfur verð óg að viðurkenna
að hafa sjaldan grátið eins mikið - af
hlátri, eins og undir lestri Þórarins.
Bið ég alla fallegandi hugsandi menn af-
sökunar á hegðan minni. Ég hafði það
nefnilega á tilfinningunni, að ég væri að
brjóta lög.
Eins og reyndur leikari las Pétur
Gunnarsson sögu sína : "Tvær konur".
Sagan er heilsteypt með upphafi og enda
og innihaldi, þar sem hvergi er farið út
Frh. á bls. 150.