Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 22

Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 22
AztekTiLjóð Ég klíí fjallið og sé þar uppi hið mikla, blágræna vatn, ýmist kyrrt eða úfið, það ólgar og syngur milli klettanna. ..... Það eru blóm á vatninu og grænir steinar á botninum. Þarna syndir hviti svanurinn syngjandi aftur og fram, rær á öldunum með blikandi fjaðrir. ó, sá sem gæti lifað að eilífu! ó, sá sem aldrei þyrfti að deyja! Salir okkar tætast sundur, eldingar leiftra yfir okkur, Sálir okkar tætast sundur, við erum á valdi þjáninganna. ó, sá sem gæti lifað að eilifu! ó, sá sem aldrei þyrfti að deyja! Á hjarta mitt að deyja eins og blóm, sem visna? Á nafn mitt dag einn að vera ekkert? Minning mín ekkert á jörðunni? Að hún aðeins gæti geymst sem blóm, sem söngur! Hvað á hjarta mitt að gera til að lifa? ó líf vort á jörðunni er aðeins til einskis! Við komum ekki aftur, lifum ekki tvisvar á jörðunni, ó höfðingjar í Chichimecapan. Látum oss gleðjast! Tökum við blóm með til Heljar? Við höfum þau aðeins að láni. Sannleikurinn er, að við förum. Við yfirgefum blómin, söngvana, jörðina. Sannleikurinn er, að við förum........ Og ef það er aðeins hór á jörðu sem við höfum blóm og söngva, látum þau þá vera fjársjóð okkar hér, fe^ra líf okkar. Latum oss njóta þeirra, gleðjast yfir þeim.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.