Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 25

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 25
B: Hefurðu nokkuð lesið annað en eitthvert hrafl ur nutímabókmenntum? Veiztu nokkuð annað en það, að Wilde var kyn- villingur, Shakespeare Englendingur og Ibsen var fæddur eftir Krist? A: Var hann það, já? Nei nei eg viður- kenni það vel að ég er ákaflega líítt lesinn maður 1 bokmenntum fyrir 20. öld og til dæmis þarna er mjög stórt gat hjá mér. B: Gerirðu mikið 1 því að lesa lítt kunna útlenda höfunda sem engir aðrir Tslend- ingar hafa lesið til þess að slá um þig? A: Nei. Enjpeir sem halda að þeir geti orðið skald á þvi að lesa geta auðvitað alveg eins lesið eitthvað eftir höfunda frá Austur-Tyrklandi eins og hvað annað. B: Hvaða innlendum skáldum líkistu mest? A: JTannesi Péturssyni og Þorsteini frá Hamri. B: Líkistu einhverjum útlendum skáldum? A: Nei. B: Hvort er það plús eða míhus? A: Auðvitað er betra að líkjast góðum inn- lendum skáldum en lélegum útlendum. B: Ertu bez;tur skólaskálda? A: Svo er mér sagt. B: Ekkert meir? A: Var þetta ekki stutt og gott hjá mér? B: Hefurðu meira að segja en önnur skóla- skáld? A: Ég snarefast um það. B: Ertu þeim hæfileikameiri? A: Nei ég er ákaflega óöruggur. B: Hversvegna ertu þá sagður beztur skólaskájdda ? A: Kannski er það af þvf að ég er grón- astur þeirra sem nú eru 1 skólanum. Hins vegar leiðist mér núna skálda- þrasið. Það er svo mikið um sýndar- mennsku. Eiginlega var miklu meira gaman að þessu þegar ég var lftill og feiminn drengur í* fjórða bekk og átti mér fáa formælendur. Nú líitur allur fjöldinn 1 skólanum á mann sem nafn sem löngu er orðið viðurkennt og yrki þvi aðeins eitthvað sem.ekki er hægt að fetta fingur út í. Einmitt þess vegna er ég steinhættur að taka mark á öllu sem aðrir segja um ljóð míh 1 þessum skóla og treysti á sjálfan mig. Ég hugsa jafnvel að þó ég vippaði mér úr buxunum niður 1 Lækjargötu og gengi til 'kukks þar á staðnum yrði það afsakað sem nauðsynlegur faktor 1 míh- um skáldskap. Og mér myndi lítt tjóa að segja s.em satt væri að það væri af dónaskap einum saman. En Leó Löve færi illa út úr því, ef hann kæmi svona fram. B: Við Skarphéðinn Þórisson myndum ekki afsaka þessa framkomu þina, svo mikið er víst. En finnst þér þú ekki vera ósjálfstæður maður, ef allar þíh- ar gerðir eru afsakaðar af aðdáenda- liði þíhu? A: Ef út i hart fer, hrindi ég fólkinu í* kukkið. B: Ræðurðu við prósa? A: Nei, og ég viðurkenni það fúslega að Hungurvökuþátturinn minn var ekki góður. B: En hefurðu þá vald yfir ljóðformi? A: Eitthvað er það að skýrast. B: Hefurðu nokkurn tíma ort hefðbundið? A: Eina vfsu : Frh. á bls. 15 2.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.