Skólablaðið - 20.12.1966, Side 27
137 -
Snjallir menn.
E>að hefur vakið furðu og jafnvel reiði
manna, að hin vinsæla utgáfustarfsemi
Framtiðarinnar, sem kennd var við Ár-
mann Sveinsson, virðist með öllu horfin.
Svo er þó ekki, þvi að innan tíðar kem-
ur út bæklingur, sem hljóta mun nafnið
"Það mælti mín móðir1', og inniheldur
ræður þeirra Freys Þórarinssonar og
Geirs Rögnvaldssonar komplett, en þeir
eru sem kunnugt er langbezt máli farn-
ir þeirra, er munn opna á Framtíðar-
fundum.
Glæpur.
Einn úr hópi þessara hrjáðu líkamn-
inga, sem dveljast á kennarastofunni,
hefur orðið uppvís að stórkostlegu svindli
og braski í sambandi við starf sitt.
Lætur hann dóttur sína 8 ára fara yfir
stilpróf lakari bekkja sinna. Gerast
þessi undur í" latinu, en dóttir þessa
kennara lærir þetta tungumál 1 uppvext-
inum, meðan önnur börn læra íslenzku.
Sem kunnugt er fá kennarar greiddar
þrjár krónur fyrir hvern yfirfarinn stíl,
og er alveg óviðunandi, að ómenntað fólk
fai notið þessara tekna. Ætti þessi
kennari sem minnst að ræða um fjar-
vistir og svik nemenda 1 sambandi við
námið, eftir þessa uppljóstran. - Og
segir ekki máltækið : "Bylur hæst 1
tómri tunnu". Og svo er það, sem
verra er; dóttir ónefnds kennara er
hinn mesti harðjaxl, hvað snertir eink-
unnargjafir.
- "Sjaldan fellur eplið fjarri eikinni".
Leitað nafns.
Mikið hefur húllumhæið verið í sam-
bandi við íhöndfarandi Jólagleði, og ef-
laust verður ánægjulegt að sjá alla nú-
tímalistina. Serstaklega verður gaman
að sjá á sviði þennan þátt eftir Birgi
Engilberts, þennan æ, þið vitið,Sæ. .. Ó,
af sakið T
Jæja, sleppum því".
Fuglaskoðarar!
Brotajárnssalar !
Tapazt hefur lútill geislabaugur ein-
hvers staðar á svæðinu Aragata - Borg-
in - Háahlíð.
Menn eru beðnir um að gá 1 öll þekkt
Hrafns-hreiður, þar eð vitað er, að sú
fuglategund er mjög elsk að öllu gló-
andi.
Fundarlaun engin.
Heilagsandafólagið.
Eitt er það fólag merkt her 1 skóla,
sem geymir háleitari hugsjónir en al-
mennt gerist. Ber það nafnið UNO ORE,
sem útleggst "einradda", að því er
Björn Baldursson óperusöngvari greinir
frá. Til dæmis um mikilsverð barattu-
mál þessa öndvegis fólags, má nefna
bréf eitt, er þeir sendu til umferðar-
nefndar, og hvarí var krafizt betur
merktrar gagnbrautar yfir Lækjargötu,
framan við M. R.
Og félagið er svo sannarlega metið 1
samræmi við verðleikana: Á árshátíð
Framtíðarinnar hafði UNO ORE eitt
borða þeirra, er ætluð voru kennurum
skólans.
Fyrir jólin.
Margir nemendur eru í miklum fjár-
kröggum nú sem stendur. BÓt á þvú
meini er gjarnan að ráða sig 1 atvinnu
1 jólaleyfinu. En það er mjög erfitt
sem kunnugt er. ÞÓ fara nokkrir nem-
endur fáfarnar leiðir i þeim efnum.
Kristján P. Magnússon ætlar að koma
fram í eigin gervi ( sem jólasveinn ).
jóhannes Þorsteinsson og fleiri nemend-
ur selja jólakort. Og nýlega sast aug-
lýsing x einu dagblaðanna, svohljóðandi :
Baka og sel smákökur
við mjög vægu verði.
- Vilmundur Gylfason
- En þetta er náttúrlega ekki öllum
lagið.