Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 36
JÓNAS HALLGRI'MSSON gat verið ill-
kvittinn, eins og samskipti hans við Sig-
urð Breiðfjörð sýndu augljóslega.
Þessi ferskeytla kemur þessu máli
þó ekki við
Malsvörn
Feikna þvaðuí fram hann bar
fallega þó hann vefur.
Lagamaður vfst hann var
varði tófu refur.
JÓHANN JÓNSSON er fulltrúi þeirra
skálda íslenzkra á ZO. öld, sem dóu ung-
ir í" fatækt og umkomuleysi.
jóhann nytur þessa vissulega, hve
lítið er til eftir hann. Hins vegar er það
til skammar, að engin skólaljóð skuli
hafa tekið upp ljóð eftir hann.
Kvæði hans, Söknuður, er eitthvert
fegursta kvæði hans. "T þessu kvæði
eru rakin öll fyrri kvæði hans og svo
ævi. . . ", segir Kiljan einhvers staðar.
Svona orti jóhann Jónsson :
Blítt lætur veröldin
Blftt lætur veröldin,
Drjúpa döggvartár
um dalvíðis hár.
Nóttin hverfur vestur
um víðisunnir blár
og vekur þá er sofa, sofa.
Blftt lætur veröldin.
Huliðsheimum frá
heyrast klukkur slá.
Nóttin dreypir draumvegum
dagsins varir á
og blundi vefur þá er vaka, vaka.
Blítt lætur veröldin.
Bið óg þín i kvöld
bak við rökkurtjöld,
sorgin mín með húm um brár
og bleikra lokka fjöld
og andvökunnar haf 1 augum þínum.
SKRAUTLEGAR ÚTGÁFUR hafa orðið
mörgu ágætu skáldinu að falli.
jón Trausti er ágætt dæmi um þetta.
Þrátt fyrir ágætar sögur sínar ( Halla,
Heiðarbýli etc. ), hefur 1000 kr. skraut-
útgáfan gert hann svo lítilfjörlegan 1 aug-
um sumra, að þeir leggja ekki einu sinni
á sig svo auvirðilegan hlut, sem að lesa
þessar bækur.
Þvú fer sem fer.
Davfð heitinn hefur einnig fengið að
kenna eilítið á þessum hlut, þótt vissu-
lega sá það ekkert svipað, enda á slíkt
ekki við um ljóð 1 eins ríkum mæli.
EN MIKIÐ LJÓMANDI hefur Davið
ort vel og ætti þjóðin miklar minningar
um hann, ef hann hefði sent svo sem
fjórum sinnum minna frá sér.
Ég hef persónulega alltaf verið veik-
astur fyrir kvæðinu "Til eru fræ", hvers
upphaf er :
Til eru fræ, sem fengu
þennan dóm
að falla 1 jörð, en verða
aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei
landi ná
og iðgræn lönd, er sökkva
1 djúpin blá.
. . . etc.
Og hugurinn staðnar ekki, þegar
Davxð lýkur kvæðinu :
Til eru ljóð, sem lifna
og deyja í senn
og lítil börn, sem aldrei
verða menn.