Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 41

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 41
151 gefendur. En þetta er misskilningur, því" að okkur skortir yfirleitt ekkert, og engin gleði hlyzt af þvi að bera 1 bakka- fullan lækinn. En ekki er þar með sagt, að fólk, sem býr við allsnægtir, geti ekki fundið jólagleðina. Það er um að gera að finna nýja leið til þess að sýna þakklæti okkar fyrir fyrrnefnt tækifæri. Liggur þá beint við að hjálpa þeim, sem hjálp- arþurfi eru, gefa þeim gjafir í hvaða mynd sem er, á sama hátt og okkur var færð sá gjöf, sem við þurfum á að halda. 13. des. 1966 Svandís Sigurðardóttir HUNDASAGA, frh. af bls. 144. rauð, síð gluggatjöldin. Nú tók húnninn að hreyfast hægt niður á við. Stúlkan var máttvana af hræðslu. Skyndilega var hurðinni hrundið upp, og maður á bezta aldri geystist inn. Hann var samkvæm- isklæddur og með olíumálverk af Josef Stalún undir handleggnum. Má bjóða yður upp 1 dans?. spurði hann brosandi. Þakka yður fyrir, sagði stúlkan feimnislega og stóð feimnislega upp. Michelangelo ! kondu hingað, kall- aði hun. Hundurinn skreið fram úr fylgsni sínu og gekk til þeirra. Michelangelo, spilaðu Strauss, sagði hún. Hundurinn stökk upp á þíanóstólinn, og innan skamms hljómuðu straussvalsar leiknir með einni kló um herbergið. Unga stúlkan og ungi maðurinn dönsuðu alla nóttina. Þau dönsuðu menúetta, charleston, marsúrka. Þau dönsuðu næsta dag og næstu nótt. Þau dönsuðu heila viku, og alltaf lek hundurinn undir með einni kló. Eftir heila viku var Michelangelo búinn að fá nóg, stökk ofan af píanóstólnum og skauzt út um gluggann. Síðan hefur ekkert_til hans spurzt. Nokkrar heimildir : 1) Sjá : Lebenbeschreibung einer Kompon- ist, von próf. C. Sonneschein. Berlin 1927. 2) Sjá : Wilde, Oscar : The Importance of being Earnest. 3) Sjá: Shakespear, William: Hamlet. 4) Sjá: Wilde, Oscar: The Picture of Dorian Gray. Frá Framtíðinni Stjórnarfundur haldinn 13. des. 1966, 1 Máifundafélaginu Framtíðinni, Mennta- skólanum 1 Reykjavík, leyfir ser 1 til- efni af þvú, að einn af pólitískum for- ingjum stúdenta 1 Háskóla þslands kom 1 skólann og bauð nemendum til skemmt- unar, sem pólitúsk samtök í H. f. stofn- uðu til, að vfta harðlega allan utanað- komandi pólitúskan áróður innan veggja M. R. Stjórn Framtfðarinnar vill ennfremur benda á, að Menntaskólanemar sem slík- ir, hafa engin afskipti af pólitiskum deil- um stúdenta 1 H.í. , og frábiður sér alla slika sendimenn, sem þann, er að fram- an greinir. F. h. stjórnar Vigfús Ásgeirsson for seti FRÁ RITNEFND Þá fylgjum við úr hlaði 4. tbl. Skóla- blaðsins, sem jafnframt er jólablað, enda þótt umgjörð öll og svipur þess sé ekki 1 samræmi við allt það skrum, sem nú er samfara þessum afmælis- og hátíðisdögum föður, sonar og heil- ags anda. Við viljum nota þetta tækifæri til að afsaka þær prentvillur, sem sézt hafa 1 blaðinu til þessa. Eru þær þó tiltölu- lega fáar, sakir góðs prófarkalesturs nefndarinnar. Þá leyfum við okkur að óska rektor, kennurum, nemendum, svo og öllum þeim öðrum, er þetta blað lesa gleðilegra jóla. Ritnefnd

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.