Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 42
> W > td - 152 - SVO Frh. ER MÉR af SAGT bls.135 Dauðir kettir dansa hugans teiga dýrðlegt væri kaffikönnu að eiga meðan sífellt hækkar húsaleiga heita veig úr bolla drekka mega. Ágúst Guðmundsson heldur að hann eigi eitthvað í þessari vúsu, en það er lygi. B: Ortirðu hana fullur? A: Nei nei. B: Drekkurðu mikið ? A: Ætli ég fari ekki hinn gullna meðal- veg í þeim efnum. B: Ertu jafn ánægður og þú virðist vera? A: Nei. B: Hvernig lýsir það sér? A: t éróa og konfliktum og kontröstum. Ég er dulur maður að eðlisfari. Ég hef aldrei grátið fyrir framan fólk. B: Ertu þá ekki einmitt að gera þér eitt- . hvað upp ? A: Jú einmitt, þennan ánægða mann. B: Brýzt ekkert fram þegar þú ert fullur? A: Talið þið við Jón Braga. B: Ertu Exíbissjónisti? A: Nei. B: Hvar stendurðu 1 stjórnmálum? A: Liklega til vinstri. B: Hvað er að vera til vinstri? A: Að vera ekki til hægri. B: En hvað veiztu um hægri og vinstri teóríú að öðru leyti? A: Ég hef sem betur fer ekkert kynnt mér það og hef aldrei lagt mig niður við það að boða nokkurn beinan pólitúskan vilja 1 kvæðum mínum. En skoðanir mínar á þjóðernismálum Islendinga nægja mér til að telja mig vinstri mann. : Hefurðu komplexa? : Já. : Ertu kannski einn hrjáður komplex? : Já, - en það er ekkert til að hreykja sér af. Mörgum finnst að skáld eigi að vera taugasjúklingar og keðjureykinga- menn úttroðnir af komplexum. Þetta er alrangt. Ég held að enginn hafi gott af þvx* að vera nervös. B: Hvers vegna ertu þá svona nervös? A: Ég er ekkert nervös, ég er bara hrædd- ur. Þið skrifið niður allt sem ég segi. B: Þakkaðu fyrir hvað við sleppum mörgu og haltu þér á mottunni. Hvernig lagðist það 1 þig þegar Einar Bragi hældi þér sem mest á opinber- um vettvangi 1 fyrra? A: Auðvitað kitlar svoleiðis nokkuð hé- gómagirndina en ég er 1 raun og veru hlédrægur. B: Neitarðu oft vegtyllum svo sem upp- lestri x útvarp og þess háttar? A: Einu sinni neitaði ég að lesa fyrir Heimdellinga. B: Er skáldlegt að klípa 1 rassinn á RÓsu Thor steins son 1 frímínútum? A: Það er að minnsta kosti ekkert óskáld- iegt. x _ B: Hvað gerirðu við hor sem þu gjalmar úr nefinu á þér? A: Ég sting honum 1 vasann. B: ÞÚ viðurkennir semsagt ekki að þu étir hann? A: Nei. Það er ekkert hægt að viður- kenna 1 þessum skóla. B: Eftir hvern er Karmen? A: Próóókovgjoff eða eitthvað svoleiðis. B: Hvernig kanntu við músíkkk? A: Ágætlega, þó að ég viti ekki eftir hvern hún er. B: Er snobb ógeðslegt? A: já. B: Áttu þér merkilegt tilfinningalif? A: Ég er' nokkuð hrifgjarn. Á erfitt með að hata fólk, auðveldara með að elska það. B: Þarf skáld að vera greint? A: já, það held ég tvímælalaust. Ógreind- ir menn hljóta að klikka. Þeir eru dómgreindarlausir og átta sig ekki a fúnks jóninni. B: Hvernig hefur þér fundizt Skólablaðið 1 vetur? A: Ég vil mótmæla því* að Sölvi Helgason hafi verið ómerkur maður. Ólafur Torfason er ekki hlaupinn í baklas, Undir hlöðnum vegj; var kúmin eins og Péturs er von og visa, snyrtilega fynd- in. Fágæti Þórarins var hvellur allt sprungið. B: En þjóðdrápa? A: Ég hló. B: Ætlarðu að gefa út ljóðabók? A: Það má vel vera. En ekki í vetur. B: Farðu. A: Já.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.